Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 62

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 62
62 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð S E N D G R E IN algengar geðraskanir (van der Klink o.fl. 2003; Blonk o.fl. 2006; van Oostrom o.fl. 2010; van der Feltz-Cornelis o.fl. 2010). Þegar lögð er áhersla á að draga úr endurteknum fjarvistum vegna veikinda meðal starfsmanna sem hafa komið aftur til vinnu og hafa (að hluta) náð sér eftir veikindi vegna geðrænna vandamála, er áhersla á frekari andlegan bata ef til vill síður mikilvæg. Samt sem áður kann að vera mikilvægt að meta hvort íhlutun sem miðar að því að auka varanlegan bata eftir ETV valdi verri geðheilsu. Rannsókn Hees og félaga (2012) sýndi að hagsmunaaðilum fannst ekki skipta máli þó að starfsmaðurinn sýndi einhver geðræn einkenni þegar hann kom aftur til vinnu (Hees, Nieuwenhuijsen o.fl. 2012). Talið var mikilvægara að starfsmaðurinn hefði innsæi og færni til að takast á við sálræna berskjöldun. Að lokum ættu framtíðarrannsóknir á starfsmönnum með algengar geðraskanir að líta lengra en til hefðbundinna útkomumælinga fyrir ETV. Skoða til dæmis fjölda fjarverudaga í veikindum og þann tíma sem tekur að komast aftur í vinnu og einnig útkomumælingar sem skipta hagsmunaaðila, svo sem starfsmenn, yfirmenn og sérfræðinga í atvinnusjúk- dómum meira máli. Lífshlaupsnálgunin Mikilvægt skref í rannsóknum á „Vinnu og heilsu“ hefur verið að taka upp líf- sál-félagslega líkanið í stað þess að nota eingöngu líffræðilega-læknisfræðilega líkanið. Við rannsóknir á þessu sviði þarf þó að fara skrefi lengra og skoða málin út frá lífshlaupi einstaklinga. Hingað til hafa veikindafjarvera og ETV verið rannsökuð meira og minna einangruð frá þeim áhrifum sem gangur lífsins getur haft; starfsmenn eru rannsakaðir nær eingöngu með tilliti til áhrifa veikindafjarveru hverju sinni. Stundum geta rannsakendur tekið tillit til áhrifa sem fyrri veikindafjarvera hefur haft á núverandi atvik. Hins vegar er gögnum sem tengjast ýmsum þáttum í lífshlaupi einstaklingsins sjaldan safnað; til dæmis hvort foreldrar hafi verið frá vinnu vegna veikinda,hvort um tilfinningaleg eða hegðunartengd vandamál var að ræða í æsku eða hvort saga er um atvinnuleysi. Einnig er það svo að þegar rannsakendur hanna líkön til að spá fyrir um veikinda- fjarveru, ETV eða endurtekningu á henni, þá eru þættir sem hafa hugsanlegt forspárgildi oft aðeins mældir í upphafi (e. baseline) og útkoman svo mæld 6, 12 eða 18 mánuðum síðar. Lífshlaupsnálgunin felur einnig í sér að við samþykkjum að þessir þættir sem hafa forspágildi geti breyst á nokkrum mánuðum og að við þurfum að kanna áhrif þessara breytinga á okkar niðurstöður. Getur til dæmis einhver sem hefur mikla stjórn í starfi sínu í upphafi og er færður í starf með litla stjórn eftir nokkra mánuði komið verr út en annar sem hafði litla stjórn á starfi sínu frá upphafi og hefur það áfram allan rannsóknartímann? Lífshlaupsnálgunin hefur verið vandlega þróuð innan sál-félagslegrar faraldsfræði en er á byrjunarreit þegar kemur að rannsóknum á „Vinnu og heilsu“. Heimildir Aalto AM, Elovainio M, Kivimaki M, Uutela A, Pirkola S. (2012) The Beck depression inventory and general health questionnaire as measures of depression in the general population: A validation study using the composite international diagnostic interview as the gold standard. Psychiatry Res. 197(1- 2):163-171. Abma FI, van der Klink JJ, Bultmann U. (2013) The work role functioning questionnaire 2.0 (dutch version): Examination of its reliability, validity and responsiveness in the general working population. J Occup Rehabil. 23(1):135-47. Abma FI, Amick Iii BC, Brouwer S, van der Klink JJ, Bultmann U. (2012) The cross- cultural adaptation of the work role functioning questionnaire to dutch. Work. 43(2):203-10. Abma FI, van der Klink JJ, Terwee CB, Amick BC,3rd, Bultmann U. (2012) Evaluation of the measurement properties of self-reported health-related work-functioning instruments among workers with common mental disorders. Scand J Work Environ Health. 38(1):5-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.