Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 65

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 65
65www.virk.is UPPLÝSINGAR starfsgetu er sett fram fyrir rannsakendur. Í lok hvers kafla er ítarlegur heimildalisti ásamt tillögum frá höfundum um atriði sem þarfnast frekari rannsókna til að fá fyllri og betri mynd af stöðu mála. Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað um íþyngjandi áhrif skertrar starfsgetu og hún skoðuð í alþjóðlegu samhengi sem og út frá sjónarhorni ýmissa sérfræðinga, en starfsendurhæfing er þverfagleg í eðli sínu. Fjallað er um stefnumótun og áhrif skertrar starfsgetu á framleiðni auk þess sem skert starfsgetu er skoðuð út frá sjónarhorni lýðheilsu. Í öðrum hluta er fjallað fræðilega um forvarnir gegn skertri starfsgetu. Gerð er grein fyrir þróun líkana sem notuð hafa verið í starfsendurhæfingu, allt frá líffræðilegu og læknisfræðilegu líkani til þess að skoða einstaklinginn í félagslegu umhverfi sínu og þar með talið inni á vinnustað. Í þriðja hluta er fjallað um áhrifaþætti skertrar starfsgetu og greiningu hennar. Þessir áhrifaþættir eru síðan tengdir við ólík hugmyndafræðileg forvarnarlíkön. Hér er einnig fjallað um áhrif vinnustaða á starfsgetu og hlutverk heilbrigðisstarfs- fólks í forvörnum. Í þessum hluta er ennfremur umræða um áhrif og samspil pólitískrar stefnumótunar og mismunandi bótakerfa á starfsgetu. Í fjórða hluta er fjallað um forvarnir. Tekin eru dæmi um algengar ástæður skertrar starfsgetu hjá einstaklingum, svo sem stoðkerfisvanda, verki, geðraskanir, krabbamein og fleira. Ennfremur er rætt um forvarnir og aðferðir sem hafa skilað árangri við að auka starfsgetu. í fimmta hluta er meðal annars fjallað um samspil milli vinnustaða og einstaklinga og stefnumótun á vinnustöðum. Í þessum hluta er einnig áhugverð umfjöllun um hvernig hægt er að meta kostnað og ávinning af forvörnum gegn skertri starfsgetu og af starfsendurhæfingu. Þessi umfjöllun er sérstaklega áhugaverð vegna þess hve flókin ákvarðanataka í starfsendurhæfingu getur verið og hve mikilvægt er að nota hagkvæmar og árangursríkar aðferðir til að nýta takmarkaða fjármuni sem best. Ekki hafa verið gerð mörg vel hönnuð hagfræðileg möt í starfsendurhæfingu. Þrátt fyrir vöntun á þeim gefur þessi umfjöllun tilefni til bjartsýni um að úr því megi bæta á næstu árum því að aðferðafræðin er til staðar. Í sjötta og síðasta hluta er fjallað um þær áskoranir sem fylgja því að innleiða nýja þekkingu og gagnreyndar aðferðir í starfsendurhæfingu. Hér er rætt um hina ýmsu hagsmunaaðila í starfsendurhæfingu sem og hvatningu og hindranir gegn forvörnum. Lestur bókarinnar er bæði fræðandi og áhugavekjandi. Sett eru fram ólík sjónar- mið, niðurstöður og túlkanir. Höfundum einstakra kafla tekst að lágmarka sjúk- dómavæðingu skertrar starfsgetu, enda er stuðst við þá skilgreiningu við vinnslu bókarinnar að starfsgeta sé ekki síður háð félagslegu umhverfi einstaklingsins en heilsufarslegri stöðu. Í bókinni „Work disability“ er skert starfsgeta skilgreind sem ástand þegar starfsmaður getur ekki verið í vinnu eða farið aftur í vinnu vegna slyss eða sjúkdóms. Skert starfsgeta er þá afleiðing ákvörðunar starfsmannsins sem af líkamlegum, andlegum, félagslegum, stjórnunarlegum eða menningarlegum ástæðum fer ekki aftur í vinnu. (bls.ix) Eftir að hafa rennt yfir þessa bók er rýnir almennt mjög sáttur við innihald og efnistök. Af því að orð eru til alls fyrst hefði rýnir kosið að bókin héti „Handbook of Work ability.“ frekar en „Handbook of Work disability.“ Áherslan væri þá á hvað fólk getur í tengslum við vinnu þrátt fyrir skerta starfsgetu í stað þess að hafa áherslu á það sem það ekki getur. En þetta er líklega aukaatriði í stóra samhenginu hér. Höfundar og ritstjórar hafa komið á framfæri umfangsmiklu alþjóðlegu yfirliti yfir tiltölulega unga fræðigrein sem fjallar um lýðheilsu fólks á vinnualdri. Hér er á ferðinni ríkuleg upplýsingaveita, um hvernig hafa má jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsgetu einstaklinga. Ritstjórn bókarinnar er öguð og endur- tekningar sem oft virðast óhjákvæmilegar einkum þegar margir höfundar frá mörgum löndum koma að skrifum, eru í lágmarki. Bókin er auðlesin en ekki hraðlesin vegna þess hve efnið er mikið. Hún ætti að höfða til ráðgjafa í starfsendurhæfingu, stjórnenda, heilbrigðisstarfsfólks, rann- sakenda, stjórnmálamanna og annarra sem vinna að starfsendurhæfingu. Hún mun reynast notadrjúgt uppflettirit hverjum þeim sem hefur aðgang að henni. Bókin er því mikilvæg í bókasöfnum þeirra sem sinna starfsendurhæfingu eða mennta fólk á sviði starfsendurhæfingar. Bókina má einnig fá á rafrænu formi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.