Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 6

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 6
6 www.virk.is V IR K Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK Mikill vöxtur var í starfsemi VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs á árinu 2013 og eftirspurn eftir þjónustu hefur aldrei verið meiri. Fleiri einstaklingar með fjölþættan vanda leita nú til ráðgjafa VIRK og ljóst er að mikil þörf er fyrir markvissa þjónustu á sviði starfsendurhæfingar í íslensku samfélagi. Til að takast á við þessa miklu aukningu var á síðasta ári lögð rík áhersla á skýra stefnu- mótun, aukin afköst, endurskoðun vinnuferla og aukið samstarf við fjölbreyttan hóp fagaðila innan velferðarkerfisins. 1 er að finna skilgreiningu á hlutverki VIRK, gild- um VIRK og helstu þáttum framtíðarsýnar til ársins 2020. Hlutverk og ábyrgð VIRK eru síðan skilgreind nánar í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins, skipulagsskrá VIRK og lögum nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að því að skýra og skilgreina enn betur starfssvið VIRK ásamt snertiflötum sjóðsins við aðrar stofnanir velferðarkerfisins. Á sama tíma hefur farið fram mikil uppbygging á faglegu starfi sem tekur mið af rannsóknum og reynslu í starfsendurhæfingu, bæði hérlendis og erlendis. Aukin áhersla er á þverfaglega aðkomu að málum á öllum stigum þjónustuferlisins. Á bls. 18 í þessu ársriti gerir Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri Starfsendurhæfingarsviðs VIRK, nánari grein fyrir faglegri uppbyggingu hjá VIRK í ljósi þessarar stefnumótunar. Starfsemi VIRK hefur orðið til þess að þúsundir einstaklinga sem ekki höfðu vinnugetu vegna heilsubrests sjá sér nú farborða með virkri þátttöku á vinnumarkaði. Starfsemin hefur ennfremur stuðlað almennt að aukinni velsæld og vellíðan þessara einstaklinga, sem hefur áhrif á bæði nærumhverfi þeirra og velferðarkerfið í heild. Til viðbótar við þetta hefur starfsemi VIRK leitt til þess að aukin þekking og reynsla eru nú til staðar í atvinnutengdri starfsendurhæfingu hér á landi. Fjöldi nýrra fagaðila og frumkvöðla bjóða fram þjónustu sem ekki var áður til staðar og stuðla þannig að aukinni þekkingu og reynslu á þessu sviði sem er mjög dýrmætt til framtíðar. Stefnumótun og framtíðarsýn VIRK hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að skýra og skerpa hlutverk sitt í samræmi við þróun starfseminnar og áherslur stjórnar og stofnaðila um hlutverk sjóðsins til framtíðar. Á mynd Samhæfing og árangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.