Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 23
23www.virk.is VIRK hvar sem er á landinu óháð búsetu, en það hefur reyndar verið stefna VIRK frá upphafi. Þannig á einstaklingur sem leitar til ráðgjafa hjá Einingu-Iðju á Akureyri von á sambærilegri þjónustu og einstaklingur sem hittir ráðgjafa hjá VR í Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Eðli málsins samkvæmt getur þó verið töluverður munur á þeim fjölda úrræða sem í boði er á hverjum stað. Starf ráðgjafa er í takt við stefnumótun hjá VIRK Það er ekki síst hinu góða starfi ráðgjafa VIRK að þakka að þau markmið sem sett voru fram í viðamikilli stefnumótunar- vinnu VIRK náðust að mestu ef ekki öllu leyti fyrir árið 2013. Þannig má segja að VIRK sé til fyrirmyndar hvað varðar gæði, öryggi og árangursríka nálgun í málum einstaklinga og að formlegt og árangursríkt samstarf ríki almennt við stéttarfélög, atvinnurekendur, lífeyrissjóði, heilbrigðisstofnanir og þjónustuaðila í starfsendurhæfingu. Sérfræðingar VIRK hafa einnig unnið hörðum höndum að því að ná öðrum markmiðum sem sett voru fyrir árið 2013 og meðal annars komið því til leiðar að áhersla er nú lögð á þverfaglega aðkomu á öllum stigum starfs- endurhæfingar, sem skilar sér í breyttu verklagi og bættri þjónustu. Einstaklingar sem koma í þjónustu VIRK í dag geta því átt von á því að mál þeirra sé skoðað af hópi sérfræðinga í byrjun ferils og að hitta fyrir lækni og fleiri sérfræðinga á borð við sálfræðing og/eða sjúkraþjálfara síðar í ferlinu. Stefnumótunarvinnan sem unnin var á árinu 2013 skilaði því að þróun vinnulags er í samræmi við bestu mögulegu þekkingu og reynslu, enda var lagst í viðamikla skoðun á því hvernig árangursríkri starfsendurhæfingu er hag- að annars staðar í heiminum. Annað markmið sem VIRK setti sér fyrir árið 2013 var að þjónusta við einstaklinga væri góð, fagleg og tímanleg. Við teljum okkur tvímælalaust veita góða og faglega þjónustu, sem endurspeglast í fjölda jákvæðra ummæla einstaklinga sem nær undantekningalaust lofa starf ráðgjafa og þjónustu VIRK. Við gerum okkar ítrasta til að þjónustan geti einnig talist tímanleg, en aðsókn að þjónustu VIRK hefur vaxið svo ört að okkar helsti vandi í dag er að geta boðið tímanlega þjónustu hjá öllum stéttarfélögum. Eitt stærsta verkefni ársins 2014 verður að vinna áfram að farsælum lausnum til að svo megi verða. Efsta röð frá vinstri: Salóme Anna Þórisdóttir, Erla Jónsdóttir, Helga Bryndís Kristjánsdóttir, Ragnheiður Kristiansen, Nicole Kristjánsson, Brynhildur Barðadóttir, Hildur Gestsdóttir, Georg Ögmundsson, Sif Þórsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Hanna Dóra Björnsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristbjörg Leifsdóttir, Ágúst Sigurður Óskarsson, Ásdís Sigurjónsdóttir Miðröð: Þórarinn Þórsson, Arna Björk Árnadóttir, Heiða Björg Tómasdóttir, Karen Björnsdóttir, Heiða Kristín Harðardóttir, Íris Judith Svavarsdóttir, Steinhildur Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Guðleif Birna Leifsdóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Harpa Þórðardóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir Neðsta röð: Dalrós Jóhanna Halldórsdóttir, Elsa Sigmundsdóttir, Guðni Erlendsson, Hildur Guðjónsdóttir, Alda Ásgeirsdóttir, Inga Margrét Skúladóttir, Hildur Petra Friðriksdóttir, Ágústa Guðmarsdóttir, Þóra Þorgeirsdóttir, Hlín Guðjónsdóttir, Fanney Pálsdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir. Ráðgjafar í starfi hjá VIRK í lok árs 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.