Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 19

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 19
19www.virk.is VIRK Einnig er vert að benda á þá miklu vit- undarvakningu sem hefur átt sér stað síðustu ár varðandi mikilvægi forvarna á vinnustað. Leyfi ég mér sérstaklega að nefna mikilvægi heilsueflingar á vinnustaðnum, en þeim þætti eru gerð góð skil í grein Jónínu Waagfjörð á bls. 48. Mikilvægi þverfaglegrar sýnar Ákveðinn hluti þeirra sem glíma við heilsufarsvanda þarf sértæka aðstoð við að komast til vinnu. Vari fjarvera frá vinnu lengur en 4–6 vikur ætti að ígrunda markvissa starfsendurhæfingu, enda hefur það sýnt sig að það skilar góðum árangri (Waddell o.fl. 2013). Mikilvægt er að hafa í huga að meira er ekki endilega betra. Öll íhlutun á að vera vel ígrunduð og faglega undirbyggð þannig að hver einstaklingur fái þá þjónustu sem hann þarf. Ef komið er snemma að málum hafa rannsóknir sýnt að einföld úrræði og ráðleggingar eru oft mun árangursríkari en umfangsmeiri og sértækari íhlutanir. Sértækar íhlutanir seinna í ferlinu eru hins vegar mikilvægar (Waddell o.fl. 2013). Rétt er að undirstrika mikilvægi heild- rænnar sýnar og ekki síst þverfaglegrar vinnu og nálgunar í starfsendurhæfingu. Rannsóknir hafa sýnt fram á betri árangur þegar þverfagleg nálgun er til staðar, að því gefnu að viss tími sé liðinn frá því að einstaklingur hætti í vinnu vegna veikinda eða slyss. Tímamörkin sem oftast eru nefnd hér eru 3–6 mánuðir. Í flóknari tilfellum er þverfagleg vinna forsenda þess að vel takist til (Loisell, Durand, Diallo, Vachon, Charpentier og Labelle 2003, Ward o.fl. 2012, Wadell o.fl. 2013). Fagleg þróun hjá VIRK – Starfsendurhæfingarsjóði Í ljósi aukinnar reynslu hjá VIRK hefur mikil þróun átt sér stað síðastliðið ár. Mikil og hröð aukning á eftirspurn þjónustu hefur kallað á aðlögun verklags og nánari útfærslu á faglegum áherslum. Jafnframt hefur mikil vinna verið lögð í að setja niður skýra vinnuferla og verklag þannig að samhæfing sé tryggð. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu þáttum þessarar þróunar undanfarið ár. Áhugahvetjandi samtalstækni Rannsóknir hafa sýnt að Áhugahvetjandi samtalstækni (e. Motivational Interviewing) er árangursrík þegar kemur að því að efla áhugahvöt einstaklinga (Burke, Arkowitz og Menchola 2003, Hettema, Steele og Miller 2005, Rubak, Sandbæk, Lauritzen og Christensen 2005). Um er að ræða aðferðafræði þar sem unnið er að því að hvetja einstaklinginn áfram þannig að hann taki virkan þátt í starfsendurhæfingunni og taki ábyrgð á sínum málum. Lögð hefur verið áhersla á að ráðgjafar í starfsendurhæfingu tileinki sér þessa aðferðafræði í sínu starfi. Kennsla í Áhugahvetjandi samtalstækni hófst haustið 2012 og varði út vorönn 2013, þegar allir ráðgjafar fóru á grunnnámskeið. Á haustmánuðum 2013 hófst svo framhaldsnámskeið en nýir ráðgjafar fóru á grunnnámskeið. Þverfagleg nálgun á öllum stigum starfsendurhæfingar Í starfsendurhæfingarferli hjá VIRK er lögð áhersla á að horft sé þverfaglega á mál einstaklings. Þverfaglegur stuðningur við vinnu ráðgjafa var stóraukinn á síðasta ári og má þar fyrst nefna að ráðgjafar rýna nú öll ný mál innan mánaðar ásamt teymi reyndra sérfræðinga í starfsendurhæfingu. Þar er farið yfir þau gögn einstaklings sem hafa borist og sett niður markmið og ráðleggingar um næstu skref í starfsendurhæfingu. Þessu teymi er ætlað að tryggja markvissa og góða þjónustu og setja upp einstaklingsbundna áætlun. Á sama hátt er nú unnið markvisst að rýni mála sem hafa verið lengur en 6 mánuði hjá VIRK, farið er yfir gang mála og starfsendurhæfingaráætlun endurskoðuð ef þess þykir þurfa. Sé talin þörf á að einstaklingur hitti sérfræðinga fer fram þverfaglegt mat. Þar eru mál hans skoðuð á ítarlegan hátt af viðeigandi fagaðilum, allt eftir þörfum hvers og eins. Dæmi um fagaðila í þverfaglegu mati eru læknir, sjúkraþjálfari, sálfræðingur, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi. Starfsendurhæfing einstaklinga með langvinn geðræn vandamál Á undanförnum mánuðum hafa komið fram ábendingar um að þörf væri á að þróa og aðlaga þjónustu VIRK enn betur að einstaklingum sem eiga við langvinn geðræn vandamál að stríða. Með góðri samvinnu fjölda fagfólks á þessu sviði hefur átt sér stað mjög jákvæð þróun, með því markmiði að ná enn betri árangri í starfsendurhæfingu fyrir þennan hóp. Mig langar hér að benda á nokkra þætti: Til að tryggja samfelldari þjónustu • við einstaklinga sem er beint til VIRK frá geðdeild LSH er ráðgjafi á vegum VIRK með viðveru á Hvítabandinu einu sinni í viku. Til hans geta geðdeildir LSH vísað einstaklingum í starfsendurhæfingu, þurfi þeir sérstaka aðlögun. M• ánaðarlegir fundir eiga sér stað milli VIRK og geðdeildar LSH. Á þessum fundum gefst • 95% þeirra sem eru fjarverandi vegna veikinda snúa aftur til vinnu innan 20 daga • Einfaldar ráðleggingar og áhersla á að halda góðu sambandi við vinnustað er árangursríkt á fyrstu 4-6 vikunum Nokkrar staðreyndir varðandi fjarvistir frá vinnu vegna veikinda • Starfsendurhæfing er árangursrík 4-6 vikum eftir að einstaklingur hættir að vinna vegna veikinda • Minna afl í snemmbæru inngripi, meira afl þegar líður á • Þverfagleg aðkoma 3-6 mánuðum eftir að einstaklingur hættir að vinna vegna veikinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.