Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 40
40 www.virk.is P A LL B O R Ð S U M R Æ Ð U R upp vandi með framfærsluna og úr verður rosalegur vítahringur. Þegar samfélagið býður ekki viðeigandi úrræði verður ástandið mjög erfitt. Einstaklingurinn er með í ferlinu frá upphafi Einstaklingar í þverfaglegu mati hitta oft ólíka fagaðila og er þátttaka þeirra mikil- væg í öllu starfsendurhæfingarferlinu. Þetta á jafnt við um framkvæmd matsins og þátttöku í þeim úrræðum sem skipu- lögð eru. Þórunn: Mín reynsla er sú að fólk er yfirleitt mjög ánægt. Sumir eru þreyttir á viðtölum en eru samt fegnir að fá þetta tækifæri og finna að til eru leiðir og úrræði sem koma til móts við þeirra vanda. Þessir einstaklingar taka þátt í ferlinu og fá að segja sína skoðun. Gunnar: Margir upplifa að þarna sé í fyrsta sinn tekið heildstætt á vanda þeirra, eftir að þeir hafi velkst um í kerfinu einhvern tíma. Í flestum tilvikum má þannig segja að fólk upplifi þetta á jákvæðan hátt. Við erum oft að spyrja fólk sömu spurninganna, en við verðum að fá ákveðnar upplýsingar til að geta sett fram faglegt mat. Ragnhildur: Fólk er með í ferlinu frá upphafi og það er mikilvæg nálgun. Rúnar: Stundum verð ég var við streitu á skilafundum með einstaklingum, en hún dvínar yfirleitt eftir því sem líður á fundinn. Fólk segist oft ekki hafa sofið nóttina áður. Það finnst mér heilbrigður kvíði. Ég man eftir tilfelli þar sem mat einstaklings sýndi að hann hafði sterka sjálfsmynd. Viðkomandi sendi mér svo skilaboð eftir fundinn og sagðist finna fyrir auknum krafti. Þannig finnst jafnvel þeim sem eru í góðum málum gott að fá staðfestingu á því. Þátttakendur í umræðunni voru sammála um að þegar kemur að atvinnuþátttöku þurfi að byggja á styrkleikum viðkom- andi, en auðvitað megi ekki gleyma að greina hindranir. Rúnar: Kvíðaröskun þarf til dæmis ekki að útiloka atvinnuþátttöku. Maður sér stundum einstaklinga sem hafa verið að fást við vandamál í 20 ár en eiga líka 20 ára atvinnusögu að baki. Kvíðaröskunin er þá ekki hindrun og það þarf að leita að öðrum ástæðum. Það hvort styrkleikarnir eru svo dregnir nógu sterkt fram í skýrslu er örugglega eitthvað sem ég mætti skoða betur hjá sjálfum mér, því það skiptir verulegu máli. Gunnar: Þegar kemur að atvinnuþátttöku hlýtur maður að byggja á styrkleikunum. Svo er vert að átta sig á því að ekki eru allir 100 prósent heilbrigðir sem eru á vinnumarkaðnum. Margir eru starfandi þrátt fyrir langvinna bakverki, kvíða eða þunglyndi. Þessi einkenni þurfa ekki að vera hindrun í vinnu og eru ekki endilega aðgöngumiðinn út af vinnumarkaði. Það eru styrkleikar hvers og eins sem eiga að halda fólki á vinnumarkaði. Það er stundum það versta sem maður gerir einstaklingi að veikindaskrifa hann vegna bakverkja eða kvíða, svo dæmi sé tekið. Þórunn: Stundum er það vinnan sem viðheldur góðri heilsu. Það er mikilvægt að skoða hvað fólk getur í dagsins önn. Mér finnst ekki erfitt að finna styrkleika einstaklinga og leita að þeim í viðtölum. Gunnar: Það er svo mikilvægt að sjá styrk- leika einstaklingsins. Því fylgir ábyrgð að veikindaskrifa fólk og dæma það frá vinnu. Það er ekki nóg að fólk komi og segi: Mér er illt. Það er ekki næg ástæða til að veikindaskrifa einstaklinginn. Þórunn: Ef fólk er í starfi þarf að spyrja hvort mögulegt sé að styðja betur við viðkomandi. Ragnhildur: Í leitinni að farsælli lausn er gott að skoða styrkleikana. Gunnar: Stundum þurfum við að segja fólki að starfið sem það er í og vill vera í sé ekki raunhæft til bata og þá þarf fólk að leita að nýju starfi. Oft fylgir því mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.