Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 49

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 49
49www.virk.is GREIN Þátttaka fyrirtækja í samfélaginu vísar til þeirrar starfsemi sem fyrirtæki geta tekið þátt í eða þeirrar þekkingar og auðlinda sem þau geta látið í té til að styðja við almenna vellíðan í samfélaginu. Þetta á sérstaklega við þætti sem geta haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu, öryggi og vellíðan starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Allir þessir þættir tengjast saman í gegnum siðfræði og sameiginleg gildi þar sem þátttaka bæði stjórnenda og starfsmanna er mikilvæg til að tryggja árangursríka uppbyggingu á heilbrigðum vinnustað. Öllum fyrirtækjum á Íslandi ber að vera með bæði vinnuverndar- og öryggisstefnu til að stuðla að hættulausu vinnuumhverfi (lög nr. 46/1980) og innleiðing sérstakrar heilsustefnu sem stuðlar að heilbrigðum vinnustað styður fullkomlega við þær stefnur. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki móti eigin áætlanir um heilsueflingu á vinnustöðum í þeim tilgangi að hafa jákvæð áhrif á heilsu starfsmanna sinna. Þetta geta verið aðgerðir sem beinast að einstaklingnum sjálfum, til dæmis fræðsla og æfingatímar eða aðgerðir tengdar fyrirtækinu sjálfu, til dæmis endurskipulagning á umhverfi þess til að styðja við heilbrigðan lífsstíl. Þær áætlanir og aðgerðir sem fyrirtæki standa fyrir geta verið mismunandi en flest bjóða þau upp á einhver (eða öll) eftirfarandi atriða (Loeppke, 2013): Greining á heilsutengdum 1. áhættuþáttum til dæmis mæling á blóðþrýstingi, blóðfitu (kólesteróli), sykurmagni í blóði og líkamsþyngdarstuðli (Body Mass Index). Fræðsluáætlanir sem vinna að 2. því að breyta hegðun til dæmis fræðsla um heilbrigðan lífsstíl, aðstoð við að hætta að reykja, fræðsla um stjórnun á líkamsþyngd, næringu og mataræði og/eða æfingar og stjórnun á álagi. Upplýsingamiðlun3. til dæmis heilsuráðstefnur og málstofur, aðgengi að ýmsum upplýsingum um málefni sem tengjast heilsu og heilsusamlegu líferni. Þessi upplýsingamiðlun getur verið staðbundin og/eða á netinu. Breytingar á umhverfi og 4. menningu vinnustaðarins til dæmis bann við reykingum á vinnustaðnum eða fyrir utan byggingar hans, breytingar á byggingum og umhverfi til að hvetja starfsfólk til að ganga meira, heilsusamlegri matur í mötuneyti og sjálfsölum á vinnu- staðnum, þjálfun í að stjórna vellíðan á vinnustaðnum og setja sér árangurstengd markmið. Mikilvægt er að bjóða upp á fjölbreytt úrval úrræða sem stuðla að bættri heilsu. Þannig geta fyrirtæki komið til móts við ólíkar þarfir og óskir starfsmanna. Í dag er vakning á meðal fyrirtækja hvað varðar mikilvægi þess að styðja við og bæta heilsu og líðan starfsmanna sinna. Rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem fjárfesta í heilsueflingu á vinnustaðnum fá þá fjárfestingu til baka og gott betur, meðal annars í formi minnkaðrar starfs- mannaveltu, færri veikindadaga og auk- innar framleiðni (Baicker, Cutler & Song, 2010). Sá árangur sem næst með innleiðingu heilsueflingar á vinnustað ræðst af þeim Mynd 1. Líkan WHO af heilbrigðum vinnustað (WHO 2007). Vinnuumhverfi Aðgengi einstaklinga að heilsuúrræðum Þátttaka fyrirtækja í samfélaginu Sálfélagslegt vinnuumhverfi Þátttaka stjórnenda Siðferði og gildi Þátttaka starfsmanna Virkja Koma saman Úttekt Forgangsraða Áætla Framkvæma Meta Bæta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.