Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 29
29www.virk.is
VIÐTAL
verulega upp úr hjónabandinu og við
slitum samvistum 2010. Við höfðum gift
okkur 1993. Ég tók skilnaðinn mjög nærri
mér. Einnig glímdi ég við sorg vegna missis,
en ég missti uppeldismóður mína árið
2003. Hún var föðuramma mín en ég leit
jafnan á hana sem móður. Fráfall hennar
tók mjög á mig. Afi minn og uppeldisfaðir
dó svo árið 2007, það var einnig áfall. Ég
var því illa undir það fjörtjón búinn sem
bankahrunið var öllum byggingaraðilum.“
Vildi varla lifa lengur
Hvað tókstu til bragðs?
„Ég var kominn með kvíðaverki vegna
streitu og hafði fitnað verulega, orðinn
tæp 140 kíló þegar þarna var komið
sögu. Ég hafði þá undanfarna mánuði,
eftir skilnaðinn, legið heima í þunglyndi
og vonleysi og fannst ég jafnvel ekki
vilja lifa lengur. Ég áttaði mig þó á að ég
átti skyldum að gegna við börnin mín. Í
framhaldi af því leitaði ég uppi heimasíðu
Sportstöðvarinnar á Selfossi. Ég ákvað að
hringja í einkaþjálfara þar, frekar en að
leggjast í brennivínsdrykkju. Þetta tvennt
fannst mér helst vera í stöðunni.
Einkaþjálfarinn tók mér vel og lagði til að ég
tæki í gegn mataræði mitt. Sagði að ef ég
ætlaði að ná árangri í líkamsræktinni þyrfti
ég að léttast, hreyfingin væri 30 prósent en
mataræðið 70 prósent. Hann lagði til að ég
kæmi til hans þrisvar í viku í einkaþjálfun
og ég gerði það.“
En þetta var ekki nóg?
„Nei, þetta var ekki nóg hvað andlegu
hliðina snerti. Ég var orðinn svo þunglyndur.
Ég tók samt lyf við þunglyndinu en það
dugði ekki. Þess vegna ákvað ég að leita
til VIRK. Ég tel að VIRK, hreyfingin og
lyfin hafi hjálpað mér og gert mig að þeim
manni sem ég er í dag.
Þess ber að geta að ég fór í þverfaglegt
mat hjá VIRK og reynslan af því var mjög
góð.“
Hvernig upplifðir þú það, fannst þér það
breyta einhverju?
„Mér fannst það dálítið skrítið til að byrja
með, ég var það veikur á tímabili. En það
hentaði mér sem sagt og reyndist vel.“
Telur þú að þú hafir haft meira gagn af
því, umfram þjónustu ráðgjafans?
„Hjá teyminu sem annaðist þverfaglega
matið fékk ég aðrar upplýsingar en hjá
ráðgjafanum. Góðir punktar um fjármál,
sem nýttust mér vel, komu til dæmis fram
hjá kennara. Þetta var gott allt saman,
ráðgjafinn og þverfaglega teymið. Gaf mér
ýmsa uppbyggilega punkta.“
Hvað lögðuð þið upp með, þú og ráðgafi
VIRK?
„Ráðgjafinn lagði til að ég færi í meðferð
gegn streitu hjá HNLFÍ í Hveragerði.
Þar sótti ég svo námskeið gegn kvíða og
streitu. Ég fór einnig í dáleiðslu, hugræna
atferlismeðferð og sálfræðimeðferð. Áður
hafði ég sótt meðferð hjá geðlækni og
sálfræðingi á eigin vegum. Ég fékk svo
áframhaldandi meðferð hjá sálfræðingi
sem VIRK greiddi. En töluverðir peningar
höfðu þá farið í læknishjálpina, sem ég átti
varla til.“
Hvernig var efnahagsleg staða þín á
þessum tíma?
„Ég var stórskuldugur eftir hrunið. Raunar
fór að síga á ógæfuhliðina strax árið 2005
og fór hratt versnandi. Það var sama
hvað maður vann mikið, alltaf söfnuðust
upp meiri skuldir. Þegar svo hrunið varð
minnkaði vinnan mikið og skuldirnar voru
orðnar óviðráðanlegar. Ráðgjafinn sendi
mig á fjármálanámskeið sem ég sótti
og lærði talsvert af. Ég er í það minnsta
kominn með bókhaldið mitt nokkurn
veginn á hreint. Jafnframt sótti ráðgjafinn
um endurhæfingarlífeyri fyrir mig til að
framfleyta mér meðan á meðferð stendur.
Ég fékk þann lífeyri frá janúar 2012 fram
til maíloka 2013.“
Hvaða markmið settir þú þér til
framtíðar?
„Ráðgjafinn benti mér á að lesa upp-
byggilegar bækur og ég gerði það. Ég hef
ekki verið mikill bókaormur en á þessu
tímabili hjá VIRK las ég um 30 bækur
sem gáfu ráð til betra lífs. Ég fór líka að
stunda slökun á hverjum einasta degi.
Það gerði mér mjög gott. Ég var jafnframt
áfram í líkamsræktinni hjá Sportstöðinni á
Selfossi. Ég er núna 105 kíló og í mjög
góðu formi líkamlega, ég er að verða
fimmtugur og tel mig í formi á við 25 ára
mann.“
Settir þú þér markmið í sambandi við
vinnu?
„Ég gat lítið unnið á þessu tímabili vegna
þunglyndis og varð að einbeita mér að
því að ná andlegri heilsu. En auðvitað sá
ég fyrir mér að fara aftur að vinna. Ég var
orðinn lífsleiður og lokaður og gat varla
talað við nokkurn mann. Sjálfstraustið
var í molum. En nú er staðan miklu betri,
andlega og líkamlega. Ég er hættur að taka
geðlyfin, fannst þau farin að vinna á móti
mér. Ég horfi björtum augum til framtíðar
og ráðlegg fólki að leita til VIRK ef það er í
svipaðri stöðu og ég var.“
Spennandi tímar framundan
„Hvað atvinnu snertir eru væntanlega
spennandi tímar framundan. Það er
lítið að gera á þessum árstíma í mínu
fagi, en þó hef ég fengið stöku verkefni.
Að tillögu ráðgjafans sótti ég námskeið
hjá Fræðsluneti Suðurlands og hef nú
í huga að breyta jafnvel til hvað varðar
starfsvettvang.“
Hvenær útskrifaðist þú frá VIRK?
„Skömmu eftir áramótin 2013–2014. Eftir
að endurhæfingarlífeyrinn þraut lifði ég á
launum fyrir verkefni sem ég tók að mér í
flísalögnum og múrverki og einnig fékk ég
aðstoð frá skyldmennum.“
Telur þú að þú værir í vinnu núna ef þú
hefðir ekki farið í sérhæft mat?
„Nei, ég hefði líklega ekki getað stundað
vinnu af fullum krafti ef það hefði ekki
komið til. Ég tel almennt að ef ég hefði
ekki fengið þjónustu hjá VIRK væri óvíst
hvar ég væri nú. Ráðgjafi minn hjá VIRK,
Ágústa Guðmarsdóttir, reyndist mér
einstaklega vel, ég er feginn að hafa fengið
að kynnast þeirri góðu manneskju. Ég er
mjög þakklátur fyrir aðstoðina sem ég fékk
hjá VIRK. Hefði hennar ekki notið við væri
ég varla til frásagnar í dag.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
„Það var sama hvað
maður vann mikið,
alltaf söfnuðust upp
meiri skuldir.“