Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 20

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 20
20 www.virk.is V IR K færi á að fara yfir gang mála í starfsendurhæfingunni sem og vísa einstaklingum í þjónustu VIRK. Þverfaglegt teymi sérfræðinga með • sérþekkingu á geðrænum veikindum starfar á vegum VIRK. Þar sitja geðlæknar, sálfræðingar og iðjuþjálfar en aðrir fagaðilar eru kallaðir inn eftir þörfum. Hlutverk þessa teymis er að aðstoða ráðgjafa við að setja upp skýr markmið í starfsendurhæfingu og aðstoða við næstu skref. VIRK og endurhæfingardeild LSH • að Laugarásvegi hafa staðið fyrir tilraunaverkefni með því markmiði að byggja upp árangursríka starfsendurhæfingu fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Unnið er eftir hugmyndafræði IPS (e. Individual Placement and Support). Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar eru allt að þrisvar sinnum líklegri til að verða virkir í hlutastarfi eða fullu starfi á almennum vinnumarkaði ef unnið er eftir hugmyndafræði IPS, samanborið við aðrar algengar íhlutanir. Niðurstöðu þessa samstarfs eru gerð frekari skil í grein Sveinu Berglindar Jónsdóttur, deildarstjóra starfsgetumats á bls. 30. Matsferli í starfsendur- hæfingu hjá VIRK VIRK hefur lagt mikla vinnu í að þróa mats- ferli sem er samofið starfsendurhæfingar- ferli einstaklingsins. Upphaf þessarar þróunar má rekja til skýrslu sem var gefin út af forsætisráðuneytinu árið 2007. Í henni er mælt með upptöku starfsgetumats í stað örorkumats og því að skoða í meira mæli hvað einstaklingurinn getur gert, frekar en eingöngu það sem hann getur ekki. Í kjölfar þessarar niðurstöðu var faghópur fenginn til að vinna að útfærslum á slíku mati. Hópurinn skilaði frá sér skýrslunni „Drög að starfshæfnismati“ árið 2009 (Forsætisráðuneytið 2009). Síðan hefur VIRK haldið markvisst áfram að þróa þá hugmyndafræði og áherslur sem þar eru settar fram. Rúmlega 80 sérfræðingar hérlendis og erlendis hafa verið kallaðir til í þessari vinnu í formi rannsóknaverkefna og þróunar, m.a. á alþjóðlegum vettvangi. Starfsendurhæfingarferlið felur í sér heildrænt mat þar sem færni einstaklingsins er metin út frá samspili ólíkra þátta með þátttöku á vinnumarkaði að markmiði. Matsferlið tryggir einnig að haldið sé utan um ferli einstaklings í starfsendurhæfingu og þær upplýsingar sem safnast þar saman. Því er einnig ætlað að bregðast við ólíkum aðstæðum einstaklinga með viðeigandi íhlutun eða úrræðum. Þannig er gert ráð fyrir því að séu mál einstaklings flókin fari viðkomandi strax í sérhæft mat þar sem þverfagleg aðkoma sérfræðinga sé tryggð. ICF (International Classification of Function- ing) er alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu, gefið út af Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni (WHO) árið 2001, og er það nýtt sem hugmyndafræðilegur rammi í matinu (World Health Organization 2001). Það gefur möguleika á stöðluðu samræmdu tungutaki yfir heilsu og heilsutengt ástand. Færni einstaklingsins innan þess samfélags sem hann býr í er þannig skoðuð án tillits til þess hvað olli skerðingunni. Þróun starfsendurhæfingar- ferlis VIRK og starfsgetumats Mikil þróun matsferlisins á undanförnum mánuðum hefur ekki síst ráðist af þeirri reynslu sem VIRK byggir á, auk áframhaldandi þekkingaröflunar og samstarfs erlendis frá. Eftirtaldir þættir hafa haft mikil áhrif á þessa þróun: E• umass, samtök evrópskra tryggingalækna, hafa tekið saman 20 þætti er skipta máli í mati á starfsgetu eða rétti á bótum innan evrópskra velferðarkerfa. Þættirnir eru tengdir við ICF flokkunar- og kóðunarkerfið (Brage, Donceel og Fatez 2008, Anner, Brage, Donceel, Falez, Freudenstein, Oancea og de Boer 2013). Í Svíþjóð hefur verið þróað • starfsgetumat m.a. með aðstoð ICF kerfisins. Markmiðið er að tryggja að ólíkar stofnanir tali sameiginlegt tungumál og að faglegar kröfur um starfsgetumat séu staðlaðar (Larsson 2013). Bandaríkjamenn hafa áratugareynslu • í miskamötum, samkvæmt AMA (Rondinelli 2007). Þó þetta séu ekki starfsgetumöt má nýta þá sýn sem þau veita á stöðluð vinnubrögð og notkun matslista. Hollendingar hafa búið til staðlaða og • áreiðanleikaprófaða spurningalista og leggja áherslu á staðlað viðtal (Spanjer, Krol, Brouwer, Popping, Groothoff og van der Klink 2010). Bretar hafa þróað mat á starfsgetu • og raunhæfi starfsendurhæfingar út frá þekktum áhættuþáttum sem snúa að endurkomu til vinnu (Health and Work Service 2014). Samhliða þessari endurskoðun hefur verið lögð áhersla á straumlínulögun þverfaglegs mats og einföldun verklagsins í heild. Þannig er tryggt að strax í byrjun sé markvisst skimað eftir því hvar vandi einstaklingsins liggur. Þeir þættir sem valda færniskerðingunni eru þá skoðaðir á ítarlegri hátt, meðal annars með aðkomu fleiri sérfræðinga. Mat á raunhæfi starfsendur- hæfingar Með aukinni reynslu VIRK hefur það sýnt sig að ekki er alltaf raunhæft að hefja starfsendurhæfingu. Til að tryggja enn frekar að þjónusta VIRK sé markviss og árangursrík hefur verið þróað sérstakt mat á raunhæfi starfsendurhæfingar. Markmið þess er að skoða hvort heilsufar og áhrif þess á færni kalli á umfangsmeiri starfsendurhæfingu eða hvort önnur þjónusta sé meira viðeigandi. Matsferill Grunnmat Ráðgjafi, heimilislæknir, fagaðilar Sérhæft mat Markviss aðkoma fleiri sérfræðinga Starfsgetumat Tekin afstaða ti næstu skrefa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.