Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 66

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 66
66 www.virk.is U P P LÝ S IN G A R UPPLÝSINGAR Útgáfa VIRK VIRK gefur út kynningar- og fræðsluefni fyrir starfsmenn og stjórnendur í atvinnulífinu auk efnis fyrir einstaklinga sem eru í þjónustu hjá VIRK. Hægt er að nálgast mikið af þessu efni á heimasíðu VIRK (www.virk.is) en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu VIRK og fá senda bæklinga og fræðsluefni eftir þörfum. Verum virk Í bæklingnum „Verum virk“ eru upplýsingar um þá þjón- ustu sem VIRK veitir einstaklingum með skerta starfsgetu sem stefna á þátttöku á vinnumarkaði. Hann er ætlaður til upplýsingar fyrir almenning og fagfólk um þjónustu VIRK og liggur frammi hjá stéttarfélögum og öðrum stofnunum sem koma að starfsendurhæfingu. Allir sem koma til ráðgjafa fá þennan bækling afhentan. Dagbók VIRK gefur úr sérstaka dagbók fyrir einstaklinga sem eru í þjónustu hjá ráðgjöfum VIRK. Henni er ætlað að aðstoða einstaklinga við að efla starfsgetu sína og lífsgæði með skipulegri markmiðssetningu og skráningu. Dagbókin er með vikuyfirliti á hverri opnu ásamt fjölbreyttum möguleikum til skráningar á markmiðum, líðan, virkni og árangri, fyrir árið í heild, hvern mánuð og hverja viku ársins. Heimasíðan Heimasíða VIRK (www.virk.is) inniheldur margskonar fróðleik um starfsemi VIRK og um starfsendurhæfingu bæði hérlendis og erlendis. Þar er til dæmis að finna yfirlit um þjónustu úrræðaaðila í starfsendurhæfingu eftir landshlutum og ýmsar fræðigreinar sem fjalla um starfsendurhæfingu.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.