Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 34

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 34
34 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L virðingu í samskiptum. Þess má geta að við erum með Prentmetsskóla. Markmiðið með þeim skóla er að upplýsa starfsmenn um stefnu fyrirtækisins og þá starfsemi sem fram fer í hverri deild. Starfsmenn sem komið hafa úr samstarfi við VIRK hafa sótt þennan skóla. Eftir að hafa sótt hann eru starfsmenn mun kunnugri allri þeirri starfsemi sem fram fer í fyrirtækinu. Það eykur líka virðingu starfsfólks fyrir störfum hvers annars.“ Hafa einstaklingar á vinnustaðasamningi fengið áframhaldandi vinnu hjá Prent- meti eftir að greiðslum frá TR er lokið? „Í einu tilfelli fór einstaklingur á vinnu- staðasamning í eitt ár og fékk síðan framtíðarráðningu í 100 prósent vinnu. Viðkomandi hefur nú verið hjá okkur í þrjú ár og er að fara á námssamning hjá okkur sem prentari. Hann kom til okkar frá Vinnumálastofnun, hafði misst vinnu á fyrri vinnustað í efnahagshruninu og fór á bætur. Þá fékk annar einstaklingur með vissa fötlun fastráðningu, en styrkur frá TR er með honum að hluta. Einnig starfar hjá okkur einstaklingur frá VIRK sem var með skerta starfsorku vegna veikinda. Hann var á vinnustaðasamningi með greiðslu frá TR í eitt ár. Hann sannaði sig á þeim tíma, gerði sig beinlínis ómissandi og er nú kominn í fasta fimmtíu prósent vinnu. Þessir einstaklingar standa sig vel, hver á sinn hátt. Okkur finnst eðlilegt að tillit sé tekið til þess að fólk sem á við vandkvæði að etja vinnur hægar og þarf meiri tilsögn en aðrir.“ Hvernig gengur að aðlaga vinnu að fólki með skerta starfsgetu? „Fólk sem hefur skerta starfsgetu eða stríðir við veikindi getur oft ekki gengið í hvaða verk sem er. Vissulega getur þá komið upp óþolinmæði hjá annars umhyggjusömum samstarfsmönnum. Reyndar er mjög misjafnt eftir ein- staklingum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Sumir þurfa miklu meiri stuðning en aðrir. Mikið álag getur orðið fyrir bæði deildarstjóra og samstarfsmenn að vera með einstakling með mikil frávik. Hvað slíka starfsmenn varðar tel ég fullkomlega eðlilegt, ef vel á að ganga og fyrirtækið að geta réttlætt ráðningu, að Tryggingastofnun taki alltaf að hluta þátt í launakostnaði þeirra. Starfsgetan er skert og hluti af vinnutíma annarra starfsmanna fer í að aðstoða viðkomandi. Alltaf þarf að meta hvað starfsgetan er mikið skert miðað við fullfríska, heilbrigða starfsmenn. Þetta er þýðingarmikið, því launakostnaður er mjög hátt hlutfall í rekstri okkar fyrirtækis. Fyrirtæki á borð við Prentmet eru í mikilli samkeppni og hvert stöðugildi og hver króna skiptir máli. Mikið framboð er af góðum starfsmönnum sem óska eftir að vinna hjá okkur. Vissulega eru samningar af þessu tagi gefandi, en þá þarf ríkið líka að meta það og taka þátt í kostnaði ef vel á að fara. Það ætti að vera mun betra fyrir einstaklinginn að hafa hlutverk, vera hluti af vinnuhópi, heldur en að vera bara heima.“ Gott að virkja mannauðinn Margir tengja þetta fyrirkomulag samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Í hverju felst kostnaðurinn og hver er ávinningurinn? „Þetta fer algjörlega eftir því hvernig einstakling við fáum og hvað hann er fær um að gera, eða með öðrum orðum, hversu skert starfsgeta hans er. Sé einstaklingur hjá okkur á hundrað prósent styrk er alveg hægt að réttlæta þennan kostnað. Hins vegar þarf gott mat hjá þeim einstaklingum sem eru með skerta starfsgetu. Styrkurinn með starfsmanninum er alltaf skertur hjá Tryggingastofnun. Kostnaðarsamt getur verið fyrir fyrirtækið að mæta þessu. Aftur á móti er ímyndarlega séð mjög jákvætt fyrir fyrirtæki að taka þátt í að virkja mannauðinn og starfsgetuna í samfélag- inu. Því er mikilvægt að stjórnvöld mæti fyrirtækjum, ekki aðeins með viðeigandi styrk, heldur einnig með því til dæmis að lækka tryggingagjald, hækka tolla á erlendu prentverki og lækka tolla á hráefni. Það er mjög erfitt að reka iðnfyrirtæki á Íslandi. Að mínu mati má að vissu leyti líta svo á að það sé hluti af samfélagslegri ábyrgð að kaupa íslenskt prentverk. Vissulega er ávinningur að fá aðila á vinnustaðasamning, sem eru viljugir og duglegir og geta orðið mjög hæfir fram- tíðarstarfsmenn, bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og ekki síður fyrir samfélagið.“ Telur þú að fyrirtæki séu tilbúin að taka fólk í vinnuprófanir með framtíðarvinnu í huga, ef greidd eru laun fyrir, eða bara í vinnuprófanir án launa? „Líklega er allur gangur á því. Þetta fer al- gjörlega eftir fyrirtækinu og þeim aðila sem um er að ræða. Sum fyrirtæki líta kannski svo á að með þessu fáist frítt vinnuafl. En þetta snýst ekki um slíkt, því vinnustundir hjá öðrum fara í að aðstoða og þjálfa starfsmann með skerta starfsgetu. Með góðu samstarfi starfsmanns, vinnustaðar, VIRK og Tryggingastofnunar getur góður árangur náðst fyrir alla aðila. Þegar vel tekst til gæti verið mjög heppilegt að fá viðkomandi til framtíðarstarfa, ef fyrirtækið hefur tök á að fjölga starfsmönnum.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir „Hann sannaði sig á þeim tíma, gerði sig beinlínis ómissandi og er nú kom- inn í fasta fimmtíu prósent vinnu. Þessir einstaklingar standa sig vel, hver á sinn hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.