Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 39

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 39
39www.virk.is PALLBORÐSUMRÆÐUR að hafa hlutverk og hreyfa sig oft bestu leiðirnar til bata. Rúnar: Sjálfsmynd okkar kristallast svo mjög í því sem við gerum. Það er eitt af því fyrsta sem maður spyr um þegar maður hittir einhvern: Hvað gerir þú? Þetta er svo algeng spurning vegna þess að við skilgreinum hvert annað út frá atvinnu. Gunnar: Áhugaleysi á að fara aftur til vinnu getur stafað af því að fólki finnist það hvorki hafa fjárhagslegan né félagslegan ávinning af henni. Í slíkum tilvikum getur starfsendurhæfing verið erfið en samt þarf að greina hvernig heilsubresturinn hefur áhrif á andlega eða líkamlega færni. Þórunn: Þarna kemur þverfaglega nálgunin sterk inn. Hvernig vill einstaklingurinn virkja orku sína? Við þurfum að greina hvernig fólk nýtir daginn og kortleggja í hvað orkan fer. Stundum komumst við að því að viðkomandi er að sinna verkefnum sem jafngilda 60 til 70 prósent vinnu, án þess að vera í launaðri vinnu. Gunnar: Ég spyr einstaklinginn hvernig dæmigerður dagur sé hjá honum og hvað hann sé að gera. Svarið við því gefur oft meiri upplýsingar en sjálf sjúkrasagan. Þetta tvennt vinnur vel saman. Fólk kvartar oft undan því að líkaminn dugi ekki til neins, en svo kemur í ljós að það gerir alls konar hluti yfir daginn. Félagslegir þættir hafa verið nefndir hér sem mikilvægur þáttur í starfsendur- hæfingunni. Gunnar: Félagsráðgjafar kortleggja félags- legar aðstæður mjög vel. Þeir meta fjár- hagslegan ávinning, réttindi, hvernig umhverfið getur verið hindrun og þeir hvetja einstaklinginn til dáða. Í sjálfu sér breytir engu hver sjúkdómurinn er, heldur spyr maður sig hvort aðstæðurnar séu hindrun eða stuðningur við viðkomandi einstakling. Stuðningur vegna skuldamála er mikilvægur. Þetta geta verið flókin mál. Oft íþyngja þau fólki afar mikið því hafi einstaklingurinn ekki vinnu eykst byrðin smám saman. Rúnar: Þetta getur hindrað atvinnuþátt- töku, út af streituþættinum. Ragnhildur: Aðrir hópar fólks þurfa líka stuðning, til dæmis foreldrar barna með sérþarfir. Við fáum mikið af þessu fólki inn á endurhæfingarstöðvar, það er oft útbrunnið því ástandið heima fyrir veldur því mikilli streitu. Þetta er heilsuþáttur sem ég tel að sé vanmetinn. Rúnar: Ég er sammála þessu. Samfélags- leg úrræði í þessum efnum eru afskaplega rýr. Það getur verið óraunhæft fyrir fólk að fara í vinnu þegar það þarf að sinna börnum með miklar sérþarfir. Þá kemur „Í rauninni skipta áhugi og ábyrgð á eigin heilsu mestu máli.“ Þverfaglegt teymi hjá VIRK: Gunnar, Rúnar, Ragnhidlur og Þórunn.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.