Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 41

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 41
41www.virk.is PALLBORÐSUMRÆÐUR lausn að heyra slíkt og oft er þetta í fyrsta sinn sem fólki er sagt það. Það er auðvitað ábyrgðarhluti að rjúfa vinnusamband, en þá kemur hin þverfaglega nálgun til góða. Þú þarft að hafa teymið með þér svo skoða megi allar hliðar málsins og til að geta sannfært fólk, þannig að það sætti sig við jafn sláandi dóm og þann að þurfa að skipta um vinnuvettvang. Ráðgjafi VIRK er mikilvægur bandamaður Ráðgjafar VIRK halda utan um mál ein- staklinga í starfsendurhæfingarferlinu öllu og því sjá þeir m.a. um að skipu- leggja skilafund eftir þverfaglegt mat þar sem farið er yfir niðurstöður matsins og markmið. Ráðgjafar fylgja síðan eftir þeirri áætlun sem lögð er upp í matinu. Gunnar: Það er hlutverk ráðgjafans að taka við upplýsingum, en hann á ekki að vera meðferðaraðili. Einstaklingurinn er skjólstæðingur ráðgjafans, sem á að hjálpa honum í kerfinu og vera bandamaður hans. Ragnhildur: Ráðgjafinn er sérlega mikil- vægur á skilafundinum, ekki síst vegna þess að fundirnir taka stuttan tíma og einstaklingurinn nær kannski ekki öllu sem fram fer. Ráðgjafinn er málsvari hans/ hennar og getur lagt mat á efnið sem er lagt fram og aðstoðað einstaklinginn við að skilja það. Þórunn: Ráðgjafinn er mikilvægur og hefur líka kynnst einstaklingnum betur. Samstarf mitt við ráðgjafa hefur verið gott; við vinn- um að sama markmiði, sem er að koma viðkomandi aftur út á vinnumarkaðinn. Rúnar: Ráðgjafinn veitir líka oft gagnlegar upplýsingar fyrir skilafundinn sem ekki hafa komið fram áður. Gunnar: Það er einnig hlutverk ráðgjafa að hitta einstaklinginn eftir skilafundinn og útskýra nákvæmlega hvað felst í niður- stöðunni. Ef spurningar vakna eftir skila- fundinn getur ráðgjafinn leitað aftur til teymisins með þær. Þegar einstaklingur hefur náð hámarks- færni í starfsendurhæfingu og er á leið aftur til vinnu geta ákveðnar kerfislægar hindranir komið upp. Þórunn: Það er ekki alltaf hvetjandi að fara aftur til vinnu, til dæmis ef horft er á málið út frá launum viðkomandi. Framfærslan er mjög erfið fyrir þá sem hafa ekki fulla vinnugetu en gætu kannski unnið hálfan daginn. Það þarf líka að skoða möguleik- ana á að viðkomandi fái vinnu, ekki síst þegar ósérhæft starfsfólk á í hlut. Gunnar: Framfærslukerfið, þetta samspil milli félagsþjónustubóta, endurhæfingar- lífeyris og atvinnuleysisbóta, hvetur ekki endilega til atvinnuþátttöku. Rúnar: Þetta er eitthvað að breytast, fólk getur unnið smávegis þótt það sé á ör- orkubótum. Það er jákvæð kerfisbreyting. Ég tel jákvætt að fólk vilji prófa sig áfram, en því fylgja bæði kostir og gallar. Gunnar: Það er jákvætt að fólk þurfi ekki að óttast það að hefja atvinnuþátttöku. Ragnhildur: Það getur verið gott að taka þetta í skrefum, fara til dæmis úr 60% í 90% starfshlutfall. Þetta er náttúrlega mismunandi hjá fólki, hvort það hefur lífeyrisréttindi eða ekki. Gunnar: Ég tel að samþætting kerfa sé mjög mikilvæg. Einstaklingur þarf hugsanlega að fá margt gegnum félagslega kerfið, svo sem húsnæði og barnagæslu. Atvinnuleitin byggir svo á öðru kerfi, en allir hafa hag af því að einstaklingurinn vinni og borgi skatta sem skila sér til þjóðfélagsins. Mér finnst gluggar vera að opnast í þessum efnum, eins og fólk hugsi ekki bara „þetta erum við og þið“. Einstaklingar eru nú loksins að komast í þá aðstöðu að geta spunnið sinn eigin vef. Starfsgetumatið endurspeglar allt ferlið Gunnar, Rúnar, Ragnhildur og Þórunn leggja öll áherslu á mikilvægi þess að formlegt starfsgetumat sem byggi á öllu ferlinu eigi sér stað við lok endur- hæfingar. Þórunn: Það er afar mikilvægt að skoða ávinninginn af endurhæfingu og velta fyrir sér hvort þurfi að bæta einhverju við. Gunnar: Í raun finnst mér starfsgetumatið felast í ferlinu öllu. Þar er verið að vinna með einstaklinginn. Hvernig hefur verið unnið og hvað tókst? Miklar upplýsingar liggja fyrir um getu einstaklingsins og í lokin er reynt að tengja matið við heilsubrest viðkomandi. Á þessu stigi er starfsendurhæfingin fullreynd, svo þurfum við bara að spila úr þeim spilum sem við höfum. Það er mikilvægt að skoða til hvers sé hægt að ætlast af einstaklingnum varðandi vinnugetu. Svo er hægt að meta rétt á framfærslu með tilliti til þess að allt sé fullreynt og allir þættir hafi verið skoðaðir. Í raun er starfsgetumatið allt ferlið fyrir mér. Þetta er tímapunktur þar sem búið er að reyna allt, endurhæfingu er lokið og mitt mat er að yfirleitt sé fólk sátt í lokin. Ragnhildur: Matið endurspeglar líka með- ferðarhegðun. Hefur viðkomandi tekið ábyrgð og vill hann takast á við þessi úrræði til að ná bata? Sé slíkt ekki til staðar, hvers er þá að vænta? Rúnar: Starfsgetumatið er einstök saman- tekt yfir allt sem hefur verið reynt. Sambærilegt mat er ekki gert annars staðar og til dæmis hafa heimilislæknar aldrei þá yfirsýn sem þarf til að gera svona mat. Starfsgetumatið er einstakt skjal. Ragnhildur: Nauðsynlegt er að setja loka- punktinn, sem stundum felur í sér að nýjar dyr opnast. Það getur verið stórt og mikið stökk fyrir einstakling að heyra að hann geti snúið til vinnu á nýjan leik og það er lærdómsríkt fyrir okkur sem fagaðila að lesa okkur í gegnum svona ferli; skoða hvað virkar vel og hvað síður. Það er afar gefandi að vera þátttakandi í þessari vinnu. Texti: Arndís Þorgeirsdóttir „Stundum er það vinnan sem viðheldur góðri heilsu. Það er mikilvægt að skoða hvað fólk getur í dagsins önn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.