Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 22
22 www.virk.is
V
IR
K
Ráðgjafar VIRK eru nú um 46 talsins og eru
staðsettir hjá stéttarfélögum víðs vegar um
landið. Á árinu 2013 bættust 11 ráðgjafar
í hópinn og það sem af er árinu 2014 hafa
fjórir bæst við. Ráðgjafarnir eru flestir með
háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða
félagsvísinda og búa yfir viðamikilli reynslu
á sviði starfsendurhæfingar. Þeir starfa allir
með gildi VIRK; fagmennsku, virðingu og
metnað, að leiðarljósi. Í öllu starfi VIRK
hefur verið lögð áhersla á þróun faglegra
verkferla sem ráðgjafar fylgja í sínu starfi.
Öllum einstaklingum sem leita til VIRK er
sýnd virðing óháð uppruna og stöðu og
mikill metnaður er lagður í fagleg sam-
skipti, bæði við einstaklinga og fagaðila.
Ráðgjafar eru vel að sér í hugmyndafræði
starfsendurhæfingar og taka virkan þátt í
þróun verkferla VIRK.
Starf ráðgjafa hjá VIRK
Það má með sanni segja að kjarninn í
starfi VIRK fari fram hjá ráðgjöfunum. Starf
Ráðgjafar
VIRK
ráðgjafans felst í því að afla upplýsinga
um stöðu einstaklingsins og styðja hann
og hvetja á leið sinni aftur á vinnumarkað.
Þetta er gert í samráði við teymi sérfræðinga
og með aðstoð fjölda úrræðaaðila. Sem
dæmi um úrræði má nefna: sálfræðiviðtöl,
sjálfsstyrkjandi námskeið og heilsurækt með
faglegum stuðningi. Stuðningur ráðgjafa er
veittur í samstarfi við meðhöndlandi lækni,
aðra fagaðila og stofnanir eftir þörfum.
Ráðgjafar tryggja virkt upplýsingaflæði
á milli allra þeirra aðila sem koma að
starfsendurhæfingu einstaklings og eru
tengiliðir við sérfræðinga VIRK sem veita
þeim faglegan stuðning og koma að málum
einstaklinga eftir þörfum. Til að ráðgjafar
geti sem best hvatt einstaklinga til að ná ár-
angri hafa allir starfandi ráðgjafar VIRK verið
þjálfaðir í notkun Áhugahvetjandi samtals
(e. motivational interview). Áhugahvetjandi
samtal er alþjóðlega viðurkennd aðferð til að
vinna með einstaklingum að breyttri hegðun
og er mikið notuð í starfsendurhæfingu um
allan heim.
Þróun á starfi ráðgjafa VIRK
Starf ráðgjafans hefur þróast verulega á
síðustu árum í takt við þann mikla vöxt
sem orðið hefur á starfsemi VIRK. Til
marks um þennan vöxt má nefna að árið
2010 útskrifuðust 355 einstaklingar úr
þjónustu VIRK en 899 einstaklingar árið
2013. Í byrjun höfðu ráðgjafar ekki úr
nærri eins mörgum úrræðum að velja fyrir
einstaklinga í þjónustu og þeir hafa í dag
og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu
og í stærri byggðarlögum á landsbyggðinni.
Strax frá upphafi nutu ráðgjafar stuðnings
sérfræðinga VIRK og læknis og í dag njóta
þeir auk þess stuðnings fjölmargra annarra
sérfræðinga, s.s. félagsráðgjafa, iðjuþjálfa,
sálfræðinga og sjúkraþjálfara. Þessir aðilar
aðstoða ráðgjafann við að setja fram
markmið og fylgja þeim eftir á öllum stigum
ferils einstaklingsins hjá VIRK og í sam-
vinnu við hann. Úrræðin sem ráðgjafar geta
valið úr spanna m.a. sálfræðiþjónustu hjá
meira en 100 sálfræðingum, sjúkraþjálfun
hjá hátt í tvö hundruð sjúkraþjálfurum,
margs konar líkamsrækt, fjöldamörg
úrræði hjá starfsendurhæfingarstöðvum
víðs vegar um landið, atvinnutengd
úrræði og margskonar námskeið á vegum
menntastofnana og fyrirtækja.
Sambærileg þjónusta um
allt land
VIRK hefur undanfarin 1-2 ár verið að
undirbúa ISO-gæðavottun á starfsemi
sinni. Þetta hefur haft í för með sér ómælda
vinnu við að samræma verkferla og gera
þá sem skilvirkasta. Verkferlunum er
meðal annars ætlað að tryggja að ráðgjafar
vinni allir á sama hátt og einstaklingur
fái þar af leiðandi sambærilega þjónustu
Ingibjörg Loftsdóttir deildarstjóri ráðgjafadeildar VIRK