Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 38
38 www.virk.is P A LL B O R Ð S U M R Æ Ð U R undan. Fólk tjáir sig misjafnlega eftir því hver tekur viðtal við það. Það getur verið áhugavert að skoða hvernig viðkomandi kemur út úr viðtali við sjúkraþjálfara, lækni eða geðlækni. Þá koma hlutir í ljós sem eru mikilvægir þegar velja á áhrifaríkustu úrræðin til að flýta fyrir bata einstaklingsins. Stundum kviknar hugmynd í fyrsta viðtali sem næsti fagaðili í ferlinu getur byggt á og svo koll af kolli. Þannig getur matið kveikt hugmyndir strax í upphafi sem verða svo að einhverju öðru og meira. Rúnar: Við höfum öll kynnst því að sinna starfinu í einrúmi og þekkjum því muninn. Að mínu mati má líkja þverfaglegri samvinnu við það að hlusta á yndislega tónlist. Þetta er svo mikil sköpun. Við erum öll einstök og skerum okkur hvert frá öðru, eins höfum við mismunandi sýn á heildarmyndir mála og getum veitt öðrum nýja innsýn. Það er mikill kostur. Gunnar: Það er mikilvægt að vinnan sé samstillt. Þverfagleg vinna gefur niðurstöðu sem byggir á breidd. Við þurfum að finna styrkleika og veikleika einstaklingsins, hvað er best að vinna með hjá viðkomandi og í tilfellum starfsendurhæfingar erum við auðvitað helst að hugsa út frá atvinnu; hvað viðkomandi getur gert með tilliti til vinnumarkaðarins: er vinna raunhæfur kostur, eða þarf að huga að öðrum hlutum áður en viðkomandi kemst aftur til starfa? En þetta er líka úrræði sem þarf að fara sparlega með, því stundum er farið af stað af of miklu afli of fljótt. Það fer líka eftir eðli vandans hverju sinni hvaða fagaðilar koma að málinu. Þverfagleg nálgun styrkir ferlið Í sérhæfðu mati geta læknar, sálfræð- ingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar komið að mati á því hvaða úrræði hentar best hverju sinni. Hver fagaðili nálgast málið út frá sínu sérsviði og teymisvinnan tryggir svo heildstæða sýn á málið, þar sem komið er til móts við þarfir einstaklingsins. Gunnar: Hver er heilsubresturinn, er alltaf fyrsta spurning læknisins. Er bata að vænta? Eru veikindin andleg eða líkamleg? Hvað er til ráða svo viðkomandi nái að auka færni sína? Það þarf að máta heilsubrestinn við færniskerðinguna og skoða hvaða farvegur er heppilegur. Stundum þarf að vinna með hið andlega, til dæmis geta félagslegir þættir verið hindrun. Þetta þarf að sundurgreina og tengja heilsubrestinum. Rúnar: Út frá sálfræðinni þarf að varpa ljósi á sálræna og andlega þætti, sem og persónugerðina og skoða hvernig þessir þættir hindra atvinnuþátttöku. Flestar beiðnir snúast um þunglyndi eða kvíða, sem mér finnst í raun og veru ekki nóg. Ekki er alltaf um þunglyndi eða kvíða að ræða og yfirleitt þarf að átta sig á hver kvíðaröskunin er og kanna hvort málið sé jafnvel enn flóknara. Í nánast öllum beiðnum sem ég fæ stendur skrifað kvíði og þunglyndi; stundum finnst mér jafnvel eins og þessu sé kastað inn í beiðnina. Það sem ég geri er að greina þau tilfelli þar sem raunverulega er um kvíða og þunglyndi að ræða frá þeim þar sem vandinn er annar og e.t.v. sértækari. Þórunn: Iðjuþjálfar skoða hvert tilvik út frá vinnu og þeirri iðju sem einstaklingurinn innir af hendi. Þótt starfsendurhæfing miði að því að einstaklingur geti snúið aftur á vinnumarkað þarf að horfa á fleiri þætti, og ekki síst hvort viðkomandi hafi trú á eigin vinnugetu. Hvaða grunnþarfir hefur einstaklingurinn og hversu mikilvæg er vinnan honum? Hver er menning hans gagnvart vinnu; er vinnan hluti af sjálfsmyndinni eða snýst þetta aðallega um tekjur? Þessa hluti þarf að leggja til grundvallar. Sé fjárhagslegur hvati ekki til staðar og vinnan ekki mikilvæg getur verið við ramman reip að draga. Svo þarf að skoða málið sálfélagslega; er umhverfið hvetjandi, til dæmis með tilliti til barna og félagslegra aðstæðna? Hvað letur einstaklinginn og hvað styrkir hann? Einnig þarf að skoða vinnu viðkomandi út frá því hvernig hann beitir sér. Ef viðkomandi er til dæmis veikur í öxl, hvernig á hann þá að gæta sín í vinnunni? Notfærir hann sér allar þær leiðir sem bjóðast? Svo skoðum við líka jafnvægi hins daglega lífs. Það þarf að samhæfa vinnu og önnur hlutverk. Í rauninni skipta áhugi og ábyrgð á eigin heilsu mestu máli. Ragnhildur: Frá sjónarhorni sjúkraþjálfar- ans þarf í fyrsta lagi að greina stoð- kerfisvandamálin og gera sér grein fyrir vandanum. Hvað er raunhæft að ætla að viðkomandi geti náð miklum bata, hvaða þjálfun hefur hann fengið, er hann mjög viðkvæmur eða getur hann tekið vel á? Er óhætt að senda hann í hreyfingu? Fyrir utan að greina vandann þarf að finna út hvaða hugmyndir einstaklingurinn sjálfur hefur um hvað sé að og hvort þær séu raunhæfar. Óttast hann eitthvað, hvernig tekst hann á við verki, er hann að sækja sér meðferð og hvaða viðhorf hefur hann? Er hann virkur í að bæta sig, hreyfa sig og hefur hann trú á að hann geti lagt eitthvað af mörkum sjálfur til að ná bata? Ég reyni alltaf að útskýra hvar skórinn kreppir og hvað viðkomandi getur gert sjálfur. Oft skortir á innsýn í eðli vandans og oft hefur fólk líka litla trú á því sem það gerir sjálft. Margir bíða þess að þjálfarinn kippi öllu í lag. Þeir mæta í tíu skipti en finna ekki fyrir bata. Svo er mætt aftur í tíu skipti í þeirri trú að þá verði allt gott. En það sem vantar, það sem er svo mikilvægt í stoðkerfisbatanum, er drifkraftur til að vinna á vandanum. Gunnar: Ómarkviss meðferð er ansi algeng. Einstaklingi er kannski haldið í meðferð árum saman án þess að nokkuð gerist. Það má segja að hin þverfaglega nálgun sé brotpunktur í meðferðinni til að komast upp úr hjólförunum þar sem fyrri meðferð hefur ekki leitt til neins og jafnvel grafið fólk enn dýpra. Mér finnst mikilvægt að benda fólki á að besta meðferðin felst oft í að prófa sig áfram í vinnu, en því miður bíða margir eftir að verða heilbrigðir áður en þeir taka í mál að fara að vinna. Fólk leggur ekki í að að fara af stað, en þegar upp er staðið eru vinnan, þátttakan og það „Segja má að þverfagleg nálgun sé brotpunktur til að komast upp úr hjólförunum þar sem fyrri meðferð leiddi ekki til neins og gróf fólk jafnvel enn dýpra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.