Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 46
46 www.virk.is
P
A
LL
B
O
R
Ð
S
U
M
R
Æ
Ð
U
R
„Erfiðasti hópurinn er sá
sem getur unnið en vill
ekki vinna og þannig
hefur það alltaf verið.
„Vottorðafarganið er
ótrúlegt og kemur eigin-
lega eins og holskefla til
lækna. Flestir heimilis-
læknar mundu fagna því
að losna við stóran hluta
af þessu.“
til þess allan þann kraft sem ég tel vera
innanhúss hjá VIRK.
Hins vegar hef ég líka litið á VIRK sem
framlengdan arm endurhæfingarinnar.
Í starfi sem snýr að starfsendurhæfingu
eða endurhæfingu almennt er oft unnið
með einstaklinga sem af ýmsum ástæðum
hafa dottið út af vinnumarkaðnum og eiga
erfitt með að komast inn aftur, sérstaklega
í umhverfinu sem við búum við í dag.
Þá er mjög gott að hafa meiri tengsl út í
atvinnulífið, sem ég tel að þessi stofnun
eigi að hafa. Þess vegna sé ég VIRK
annars vegar sem matsaðila og hins vegar,
ekki með minni áherslu, sem framlengdan
arm endurhæfingarinnar.
Júlíus: Hlutverk VIRK getur aldrei
orðið neitt annað en það sem er
skilgreint í lögum. Ef ég man rétt er
það hlutverk starfsendurhæfingarsjóða
samkvæmt lögum að skipuleggja starfs-
endurhæfinguna. Um síðustu áramót
byrjaði nýtt samvinnuverkefni VIRK og
lífeyrissjóðsins Gildis, þar sem við greinum
hvert einasta tilvik nýrra umsókna á sam-
ráðsfundum. Við flækjum ekki málin,
alvarlega veikur einstaklingur fer á örorku
en aðrir fara í starfsendurhæfingu. Mér
finnst vera algengur misskilningur að VIRK
eigi að annast meðferð og örorkumat.
Örorkumatið er enn í verkahring Trygginga-
stofnunar og lífeyrissjóðanna og verður
það áfram.
Elín Ebba: Við þurfum öll að breyta við-
horfum okkar, líka heilbrigðisstarfsfólk. Við
endurhæfum fólk og að því loknu á það að
vera tilbúið að fara í vinnu, en það er ekki
alltaf raunin. Fólk á að geta byrjað í 20–30
prósent vinnu og smátt og smátt unnið sig
upp í fullt starf eða hlutastarf. Við þurfum
líka að breyta viðhorfum vinnumarkaðarins
til skertrar atvinnuþátttöku; það ætti að
þykja í lagi að taka þátt þó svo að maður
sé örlítið öðruvísi að upplagi eða eftir slys
eða geðræn áföll. Þarna gæti VIRK tekið
frumkvæðið. VIRK hefur bolmagn til að
fræða aðila vinnumarkaðarins þannig að
fleiri hlutastörf verði til.
Magnús: Skortur á hlutastörfum hefur
verið landlægur hjá okkur. Mjög margir
sem búa við skerðingu af ýmsu tagi vildu
svo gjarnan fara út á vinnumarkaðinn en
það er ekkert í boði.
Geirlaug: Mikil aukning er í því að at-
vinnurekendur biðji um að greiðslur frá
Tryggingastofnun fylgi fólki inn í fyrirtækin.
Við sjáum flott fólk sem gæti staðið sig
í vinnu, en vinnuveitendur segja nei,
það er ekki pláss fyrir hann nema með
greiðslum. Annað sem mig langar að
koma inn á er framfærsluþátturinn.
Einstaklingurinn þarf að hafa trygga
framfærslu til að geta raunverulega
slakað á í sínu endurhæfingarferli og náð
bata. Það tekur Tryggingastofnun margar
vikur að afgreiða umsóknir um endur-
hæfingarlífeyri. Einstaklingur kemur í
endurhæfingu og gengur ágætlega fyrstu
vikurnar, en þegar líða fer að lokum þess
tímabils sem endurhæfingarlífeyrir hefur
verið samþykktur fyrir kemur kvíðinn aftur
og þá þarf að byrja upp á nýtt.
Magnús: Oft fær of langur tími að líða frá því
að einstaklingur dettur út af vinnumarkaði
þar til farið er að gera eitthvað í málunum.
Horfur einstaklings ráðast af þessu. Því
styttri tími, því betur kemur hann út. Ég
hef líka upplifað að VIRK lætur stundum
of langan tíma líða frá matsferlinu og þar
til viðkomandi fer í endurhæfingu eða fær
viðeigandi meðferð. Þessi skimun er svo
mikilvæg; að velja úr sem allra fyrst þá
sem virkilega vilja og þurfa íhlutun.
Elín Ebba: Einstaklingsáætlunin sem ég
talaði um í upphafi er mjög mikilvæg. Ég
er einnig hlynnt því að úrræðin séu fleiri en
eitt, en það á ekki að vera þannig að fólk
sé stöðugt sent á milli. Eitthvert ákveðið
ferli verður að stýra því hvert fólk er sent.
Þarna þarf VIRK að koma inn með ráðgjöf,
þannig að fólk sé ekki endalaust sent í ný
og ný úrræði.
Geirlaug: Kynslóðaarfurinn getur verið
hindrun. Hvergi inni í endurhæfingar-
geiranum er fólki vísað í fjölskyldumeðferð.
Við sem vinnum með fjölskyldur með
brotið bakland, horfum jafnvel á þriðju
kynslóð koma inn í starfsendurhæfingu.
Við þurfum að rjúfa þennan hring. Ég get
nefnt dæmi um konu sem þurfti stuðning
okkar því hún var orðin öðruvísi en aðrir
í fjölskyldunni, álitin skrítin því hún hafði
framtíðarsýn og var komin í skóla.
Júlíus: Þegar við tölum um endurkomu til
vinnu eftir langvarandi veikindi er náttúru-