Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 6
6 www.virk.is
V
IR
K
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK
Mikill vöxtur var í starfsemi VIRK –
Starfsendurhæfingarsjóðs á árinu 2013 og
eftirspurn eftir þjónustu hefur aldrei verið
meiri. Fleiri einstaklingar með fjölþættan
vanda leita nú til ráðgjafa VIRK og ljóst er að
mikil þörf er fyrir markvissa þjónustu á sviði
starfsendurhæfingar í íslensku samfélagi.
Til að takast á við þessa miklu aukningu var
á síðasta ári lögð rík áhersla á skýra stefnu-
mótun, aukin afköst, endurskoðun vinnuferla
og aukið samstarf við fjölbreyttan hóp
fagaðila innan velferðarkerfisins.
1 er að finna skilgreiningu á hlutverki VIRK, gild-
um VIRK og helstu þáttum framtíðarsýnar til ársins
2020. Hlutverk og ábyrgð VIRK eru síðan skilgreind
nánar í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins,
skipulagsskrá VIRK og lögum nr. 60/2012 um
atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi
starfsendurhæfingarsjóða.
Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að
því að skýra og skilgreina enn betur starfssvið
VIRK ásamt snertiflötum sjóðsins við aðrar
stofnanir velferðarkerfisins. Á sama tíma hefur
farið fram mikil uppbygging á faglegu starfi
sem tekur mið af rannsóknum og reynslu í
starfsendurhæfingu, bæði hérlendis og erlendis.
Aukin áhersla er á þverfaglega aðkomu að málum
á öllum stigum þjónustuferlisins. Á bls. 18 í þessu
ársriti gerir Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri
Starfsendurhæfingarsviðs VIRK, nánari grein fyrir
faglegri uppbyggingu hjá VIRK í ljósi þessarar
stefnumótunar.
Starfsemi VIRK hefur orðið til þess að þúsundir
einstaklinga sem ekki höfðu vinnugetu vegna
heilsubrests sjá sér nú farborða með virkri þátttöku á
vinnumarkaði. Starfsemin hefur ennfremur stuðlað
almennt að aukinni velsæld og vellíðan þessara
einstaklinga, sem hefur áhrif á bæði nærumhverfi
þeirra og velferðarkerfið í heild. Til viðbótar við
þetta hefur starfsemi VIRK leitt til þess að aukin
þekking og reynsla eru nú til staðar í atvinnutengdri
starfsendurhæfingu hér á landi. Fjöldi nýrra fagaðila
og frumkvöðla bjóða fram þjónustu sem ekki var
áður til staðar og stuðla þannig að aukinni þekkingu
og reynslu á þessu sviði sem er mjög dýrmætt til
framtíðar.
Stefnumótun og framtíðarsýn
VIRK hefur á undanförnum árum unnið markvisst
að því að skýra og skerpa hlutverk sitt í samræmi
við þróun starfseminnar og áherslur stjórnar og
stofnaðila um hlutverk sjóðsins til framtíðar. Á mynd
Samhæfing
og árangur