Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 7
7www.virk.is
VIRK
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK
og stuðning og hafa eftirlit með bæði
ráðgjöfum, þverfaglegum teymum og
miklum fjölda úrræðaaðila um allt land.
Sérfræðingar og stjórnendur VIRK eru auk
þess leiðandi í ýmsum þróunarverkefnum
á vegum VIRK sem hafa það að markmiði
að tryggja góðan árangur í starfsendur-
hæfingarferlinu.
Í mars 2015 störfuðu 48 ráðgjafar á
vegum VIRK hjá stéttarfélögum um allt
land. Ráðgjafar eru til staðar í öllum
helstu þéttbýliskjörnum landsins auk
þess sem þeir veita þjónustu á fleiri
stöðum á landsbyggðinni. Reynt er eftir
fremsta megni að tryggja að þjónustan sé
aðgengileg um allt land og á mynd 3 má sjá
dreifingu á stöðugildum ráðgjafa um landið.
Ráðgjafar VIRK hafa undantekningarlítið
háskólamenntun á sviði heilbrigðis-,
félags- eða menntavísinda og margir
þeirra hafa meistaragráðu í sínu fagi. Nýir
ráðgjafar hjá VIRK fá sérstaka handleiðslu
hjá sérfræðingum VIRK fyrsta árið í starfi
en auk þess er öllum ráðgjöfum reglulega
boðið upp á fræðslu sem hefur það að
markmiði að efla hæfni þeirra og færni til
starfa. Mynd 2
Stjórn VIRK
Framkvæmdastjórn
VIRK
Framkvæmdastjóri
Starfsendurhæfing
Fræðsla,
þjálfun og
mannauðsmál
Rýni
Fjármál og samningar
Gæða- og öryggismál
Upplýsingatækni
Almannatengsl og útgáfa
Mat og
eftirlit
Forvarnir
og
rannsóknir
Mynd 1
Hlutverk VIRK
VIRK mótar, samþættir og hefur
eftirlit með þjónustu á sviði
starfsendurhæfingar sem miðar
markvisst að atvinnuþátttöku
einstaklinga í kjölfar veikinda
eða slysa.
Framtíðarsýn
til 2020
• VIRK hefur í samstarfi við
fagaðila, fyrirtæki og stofnanir
skilað samfélagslegum ávinningi
þar sem dregið hefur verulega
úr nýgengi á örorku.
• VIRK byggir á gagnreyndri
þekkingu, rannsóknum og
reynslu sem tryggir samþætta,
árangursríka og örugga þjónustu
á sviði starfsendurhæfingar.
• VIRK hefur í samvinnu
við fagaðila, fyrirtæki og
stofnanir unnið að því að ryðja
úr vegi hindrunum gegn aukinni
atvinnuþátttöku einstaklinga
með skerta starfsgetu.
• VIRK er virt þekkingarsetur og
leiðandi í rannsóknum og þróun
á sviði starfsendurhæfingar.
Gildi
• Fagmennska
• Virðing
• Metnaður