Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 10
10 www.virk.is V IR K Þjónustuaðilar í starfs- endurhæfingu um allt land Til þess að tryggja fjölbreytta og ein- staklingsmiðaða þjónustu kaupir VIRK þjónustu af fagfólki um allt land. Fjöldi þjónustuaðila sem eru í samstarfi við VIRK um starfsendurhæfingarúrræði er nú tæp- lega 700. Þar af eru 118 sjálfstætt starfandi sálfræðingar sem veita einstaklingum með geðrænan vanda bæði einstaklingsviðtöl sem og fjölbreyttar hópmeðferðir. Þá starfa einnig með VIRK rúmlega 200 sjúkraþjálfarar sem veita einstaklings- þjónustu og hópúrræði fyrir einstaklinga með stoðkerfisraskanir. Einnig hefur færst í aukana að fagaðilar, s.s. sálfræðingar og sjúkraþjálfarar, þrói saman úrræði sem taka mið af aðstæðum þeirra einstaklinga sem eru í þjónustu á vegum VIRK. Lögð er rík áhersla á að aðlaga menntun og starfsreynslu einstaklings að störfum sem eru í boði á vinnumarkaði. Einnig er skoðað hvernig hægt sé að byggja ofan á þekkingu sem er til staðar eða hvort starfstengd námsúrræði geti aukið starfsmöguleikana. Um 90 símenntunaraðilar veita náms- úrræði með það að markmiði að auka möguleika á vinnumarkaði. Rúmlega 80 þjónustuaðilar veita þjónustu sem flokkast sem heilsueflandi úrræði. Undir þann flokk fellur m.a. líkamsrækt með stuðningi íþróttafræðings, vatns- leikfimi og ýmis hópúrræði á vegum fag- aðila. Lögð er rík áhersla á að fagfólk vinni að því að gera einstakling ábyrgan fyrir eigin hreyfingu. Fjöldi þjónustuaðila veitir atvinnutengd úrr- æði og má þar helst nefna vinnuprófanir, úttekt og ráðgjöf á vinnustað við endur- komu til vinnu sem og undirbúning fyrir atvinnuleit. VIRK er með samning við átta starfs- endurhæfingarstöðvar en það er liður í því að tryggja að til staðar sé fagleg þekking og reynsla á sviði starfsendurhæfingar á öllu landinu. Á starfsendurhæfingarstöðvun- um er boðið upp á heildstæð einstaklings- bundin úrræði sem mæta þörfum ein- staklinga í samræmi við matsferil VIRK. Kaup VIRK á þjónustu fagaðila hafa aukist mikið á undanförnum árum og á árinu 2014 námu þau um 920 milljónum króna og voru stærsti útgjaldaliður VIRK á því ári. Mynd 6 sýnir þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu fagaðila frá árinu 2010 og mynd 7 sýnir skiptingu útgjalda milli mismunandi tegunda af úrræðum á árinu 2014. Samstarf við ýmsa fagaðila innan velferðarkerfisins VIRK hefur unnið markvisst að því að byggja upp samstarf við aðrar stofnanir innan velferðarkerfisins. Þessi samvinna hefur skilað góðum árangri á mörgum sviðum og hefur orðið til þess að margir einstaklingar sem glíma við mjög flókinn og þungan vanda hafa fengið markvissari og betri þjónustu en áður. Þetta er þáttur í því að byggja upp heildarkerfi þar sem þjónusta mismunandi aðila innan velferðarkerfisins er samræmd og hefur það að markmiði að koma einstaklingum til virkrar þátttöku á vinnumarkaði. VIRK gegnir í dag mikilvægu hlutverki innan velferðarkerfisins og hefur lagt mikið afl í að samþætta þjónustu atvinnutengdrar starfsendurhæfingar við þjónustu annarra Þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá fagaðilum um allt land 2010-2014 1.000.000.000 900.000.000 800.000.000 700.000.000 600.000.000 500.000.000 400.000.000 300.000.000 200.000.000 100.000.000 0 Árið 2010 Árið 2011 Árið 2012 Árið 2013 Árið 2014 Mynd 6 Kr Mynd 7 Skipting útgjalda á árinu 2014 vegna aðkeyptrar þjónustu frá samstarfsaðilum Sérhæfð starfsendurhæfingarúrræði Nám og námskeið Annað Sálfræðiþjónusta Sjúkraþjálfun Heilsuefling / líkamsrækt61%17% 7% 5% 6% 4%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.