Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 14

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 14
14 www.virk.is V IR K Það er mismunandi hversu lengi ein- staklingar eru í þjónustu á vegum VIRK og getur verið frá nokkrum vikum upp í nokk- ur ár. Meðaltími þjónustu við einstaklinga er um þrettán mánuðir. Mynd 14 sýnir hvernig einstaklingar dreifast hlutfallslega eftir tímalengd þjónustu. Farsæl endurkoma til vinnu Það er mikilvægt að einstaklingar eigi greiða leið til baka í vinnu í kjölfar fjarveru vegna veikinda eða slysa. Hér getur sveigjanleiki og stuðningur í vinnu skipt öllu máli. Hjá VIRK hefur verið unnið að þróunarverkefni frá árinu 2011 sem nefnist „Virkur vinnustaður“. Tilgangur þessa verkefnis var eftirfarandi: • Stuðla að viðhorfsbreytingu – að gert sé ráð fyrir að allir hafi hlutverk í atvinnulífinu þrátt fyrir skerta starfsgetu af ólíkum ástæðum. • Starfsmenn og stjórnendur stuðli að forvörnum á vinnustað. • Stjórnendur nýti fjarverutölur sem stjórntæki og skapi vellíðan á vinnustað til að draga úr fjarveru. • Stjórnendur styðji starfsfólk til endurkomu til vinnu sem fyrst eftir langvarandi veikindi í samræmi við heilsufar. • Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld geti nýtt niðurstöður verkefnisins við að skipuleggja og byggja upp árangursríkar leiðir á þessu sviði. Um 30 vinnustaðir tóku þátt í þessu verkefni og niðurstaða þess liggur nú fyrir. Almennt má segja að verkefnið hafi haft jákvæð áhrif á þá vinnustaði er tóku þátt í verkefninu bæði hvað varðar líðan starfsmanna og fjarvistir. Í grein Jónínu Waagfjörð um þróunarverkefnið „Virkur vinnustaður“ í þessu ársriti er gerð nánari grein fyrir framkvæmd og niðurstöðum verkefnisins. Undirbúningur er hafinn að nýju þróunarverkefni þar sem lögð verður áhersla á endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. Áhersla verður lögð á að styðja sérstaklega við einstaklinga með langvinna sjúkdóma sem geta haft áhrif á starfsgetu og möguleika á vinnumarkaði til framtíðar. Nýta á þá þekkingu og reynslu sem hefur áunnist í verkefninu „Virkur vinnustaður“ sem og fleiri verkefnum hjá VIRK og teikna upp markvissari feril um endurkomu til vinnu fyrir einstaklinga sem lokið hafa starfsendurhæfingu. Þá er bæði verið að hugsa um þá sem hafa virkt vinnusamband en ekki síður þá sem eru ekki með vinnusamband því reynslan sýnir að erfiðara er fyrir þá einstaklinga að komast aftur inn á vinnumarkaðinn í kjölfar veikinda og slysa. Stefnt er að því að efla enn frekar eftirfylgni með einstaklingunum en hluti af því er að aðstoða fyrirtæki við að undirbúa vinnustaðinn og samstarfsmenn fyrir árangursríka endurkomu einstaklinga hvort sem þeir eru með fulla eða skerta starfsgetu. Stefnt er að því að verkefnið hefjist haustið 2015. 2012 2013 2014 Mat einstaklinga á ástæðum fjarvista frá vinnumarkaði 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0 Mynd 13 41% 37% 4% 4% 3% 4% 7% 38% 40% 5% 4% 2% 3% 8% 34% 43% 6% 3% 2% 3% 10% Sto ðke rfis van da má l Ge ðræ n v an da má l Ófl okk að Hja rta - / æð asj úkd óm ar Æx li Tau ga sjú kdó ma r An na ð Hve lengi eru einstaklingar í þjónustu hjá VIRK? Hlutfall einstaklinga á hverju tímabili, meðaltíminn er u.þ.b. 13 mánuðir 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0 0-3 mán. 3-6 mán. 6-12 mán. 12-18 mán. 18-36 mán. yfir 36 mán. Mynd 14 3% 13% 37% 22% 23% 2%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.