Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 19

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 19
19www.virk.is VIRK Fréttir Öllum tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, undirritaði ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra samkomulag stjórn- valda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða. Með samkomulaginu var bundinn endi á óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar þurftu að sæta um þjónustu hjá VIRK. Samkomulagð festir í sessi heildarkerfi atvinnu- tengdrar starfsendurhæfingar og tryggir að öllum sem á þurfa að halda býðst atvinnutengd starfsendurhæfing til að verða virkir á vinnu- markaði. Stjórnvísiverðlaun til Vigdísar Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, hlaut viðurkenningu Stjórnvísi sem besti yfir- stjórnandinn 2015. Í rökstuðningi Stjórnvísi segir m.a. að árangur og ávinningur VIRK undir stjórn Vigdísar, skýr framtíðarsýn hennar og markmið, uppbyggilegir stjórnunarhættir og jákvæðni skapi frjótt vinnuumhverfi sem dragi fram bestu eiginleika starfsmanna og sé þeim hvatning til að ná markmiðum sínum. Erlendir fagaðilar líta til VIRK í auknu mæli Árangur, uppbygging og fagleg þróun VIRK hefur vakið athygli erlendis og heimsóknum fagaðila fer fjölgandi. VIRK hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á samstarf og samskipti við erlenda aðila hvað varðar faglegar áherslur og árangursríka nálgun í starfsendurhæfingu, miðlað upplýsingum um starfsendurhæfingu á Íslandi og leitað samstarfs við þær þjóðir sem eiga mest sameiginlegt með okkur. Samstarf af þessum toga er VIRK mjög mikilvægt til að öðlast meiri og fjölbreyttari reynslu og þar með fleiri tækifæri til þess að gera þjónustu á sviði starfsendurhæfingar enn markvissari og árangursríkari.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.