Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 24
24 www.virk.is V IR K Ráðgjafar VIRK Viðmót og framkoma ráðgjafa vöktu og vekja hjá mér traust á starfsemi VIRK 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 63% 26% 7% 3% 1% Mjög sammála Sammála ÓsammálaHvorki sammála né ósammála Mjög ósammála Að starfa sem ráðgjafi hjá VIRK er fjölbreytt og krefjandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á Íslandi. Ráðgjafar VIRK gegna lykilhlutverki í starfs- endurhæfingu einstaklinga í þjónustu VIRK. Ráðgjafar eru nú 48 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig starfa þeir á tíu starfsstöðum úti á landi. Gerðar eru þær menntunar- og hæfniskröfur til ráðgjafa að þeir hafi háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda og víðtæka reynslu á sviði ráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar. Ráðgjafastarfið krefst framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulundar ásamt sveigjanleika og færni í að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð. Einnig er æskilegt að ráðgjafi hafi mikla skipulagshæfni, góða þekkingu á vinnumarkaði, velferðarkerfinu og því nærsamfélagi sem hann starfar í. Þegar ráðgjafi hefur störf hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði eru tilnefndir sérfræðingar sem handleiða hann mark- visst fyrstu níu mánuðina í starfi. Þrír sérfræðingar skipta með sér handleiðslunni og ber hver sérfræðingur ábyrgð á henni þrjá mánuði í senn. Eftir þessa níu mán- uði ákveður sérfræðingateymið hvort þörf sé á áframhaldandi stuðningi og þá hvernig. Mikil áhersla er lögð á að nýr ráðgjafi tileinki sér strax frá byrjun faglegt verklag og þá hugmyndafræði sem VIRK byggir á. Gátlisti er því settur fram til að tryggja samræmda móttöku nýrra ráðgjafa sem tiltekur þær faglegu áherslur sem styðja ráðgjafann í að finna fyrir öryggi og starfsánægju í nýju umhverfi. VIRK gerir ráðgjöfum sínum kleift að viðhalda faglegri þekkingu og færni í umfangsmiklu ábyrgðarstarfi. Í boði er öflug fræðsludagskrá fyrir ráðgjafa þar sem þverfaglegt teymi sérfræðinga hjá VIRK og utanaðkomandi aðilar koma að kennslu. Miklar kröfur eru gerðar til þekkingar á ólíkum þáttum s.s. starfsendurhæfingu, velferðarkerfinu, vinnumarkaðnum, „Áhugahvetjandi sam- tali“, þjónustu, gæðamálum, umbóta- starfi, samskiptahæfni, siðareglum og að ráðgjafar uppfylli stefnu, gildi og ferla VIRK ásamt lagalegum kröfum. Hlutverk og ábyrgð Ráðgjafi hefur umsjón með málum ein- staklings í þjónustu og er tengiliður hans í starfsendurhæfingarferlinu. Markmiðið er að viðhalda og/eða efla virkni til vinnu og varðveita vinnusamband einstaklings. Meginhlutverk ráðgjafa er að þjónusta einstakling á eftirfarandi hátt: • Veita stuðning, ráðgjöf og hvatningu þar sem stuðst er við „Áhugahvetjandi samtal“ með áherslu á styrkleika einstaklings. • Skrá upplýsingar um stöðuna samkvæmt útgefnum verkferlum í gæðahandbók VIRK. • Virða þagnarskyldu og tryggja góða umgengni við trúnaðargögn. • Leiðbeina um úrræði með það að markmiði að einstaklingur verði virkur á vinnumarkaði. • Bera ábyrgð á gerð og eftirfylgd einstaklingsbundinna áætlana í samstarfi við heilbrigðis- og velferðarkerfi. • Eiga samstarf við sérfræðinga VIRK og utanaðkomandi fagaðila í starfsendurhæfingu þar sem markmiðið er að tryggja þverfaglega nálgun í einstaklingsmálum. • Vera tengiliður við vinnuveitanda einstaklings þegar við á sem og aðra fagaðila. • Stuðla að samhæfingu í öllu ferlinu og tryggja gott upplýsingaflæði. Súluritin hér til hliðar sýna niðurstöður úr þjónustukönnun sem einstaklingar eru beðnir að taka þátt í við lok þjónustu.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.