Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 32
32 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L Áður en botnlanginn í mér sprakk var búið að finna lækni starfandi á Mayo Clinic í Bandaríkjunum, sem hafði þekkingu til að aftengja blóðtappagildruna ásamt því að fóðra æðarnar sem höfðu skemmst vegna blóðtappans. Læknirinn kom til landsins og framkvæmdi þessa aðgerð í september, sem tókst snilldarlega vel. Ég fékk „klapp á bakið“ fyrir hve gott tók við þar sem skemmdinni sleppti, sem myndi hjálpa til í eftirleiknum. Þess má geta að afar fáar svona aðgerðir hafa verið gerðar í heiminum og þessi læknir hefur framkvæmt þær flestar. Ég varð fyrir ítrekuðum áföllum eftir aðgerðina. Blóðþynningin, sem var mér nauðsyn, tók að valda blæðingum í meltingarvegi. Alltaf þegar ég hélt að ég væri að komast af stað, var ég slegin niður aftur. Það var ekki gott. Það var ekki fyrr en í byrjun apríl 2013 sem mér var treyst til að fara í eiginlega endurhæfingu sem hófst í Hveragerði.“ Hafði ekki gert mér grein fyrir hve veik ég var Hvernig gekk endurhæfingin? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hve illa haldin ég var. Ég var alltaf að leita leiða og skrifa niður það sem ég hélt að kæmi að gagni. Hvern einasta dag í veikindunum fór ég hluta úr degi eftir getu í tölvuna og las og skrifaði, þó ég kæmist varla „Ég vissi ekki einu sinni að VIRK væri til. Það var ekki í mínum orðabókum að þurfa að leita sér hjálpar einhvers staðar,“ segir Margrét Alice Birgisdóttir. „Fyrir tólf árum greindist ég með sára- ristilbólgu (Colitis ulscerosa). Á sama tíma og ég var með slæmar, blæðandi ristilbólgur var ég að fá blóðtappa í lungun. Vegna þess hve erfiðlega gekk að blóðþynna mig, af því að ég var með þennan blæðandi ristilsjúkdóm, var sett upp hjá mér títaníumgildra í stóra bláæð í kviðarholi, sem fyrirbyggja átti að fleiri blóðtappar færu í lungun. Það var svo fyrir þremur árum síðan að þessi gildra stíflast og þegar það uppgötvast þá er í henni tólf til fimmtán sentímetra blóðtappi sem veldur svo miklum þrýstingi í æðakerfinu að stórar bláæðar frá fótum leggjast saman. Ég vaknaði einn góðan veðurdag og var á leið í vinnu þegar ég fékk nístandi verk í spjaldhrygginn og hélt að ég væri komin með brjósklos. Ég reyndi nokkrum sinnum að komast á fætur en sársaukinn kom alltaf jafnslæmur og leiddi niður í báða fætur. Ég fór úr sokkunum sem ég var farin að nota vegna fótkulda og sá að fætur mínir voru svarbláir og í framhaldinu fór ég upp á bráðadeild og þar var greind þessi stífla í blóðtappagildrunni. Þetta var alvörumál því blóðtappinn hafði vaxið í gegnum síuna og var farinn að skjóta litlum töppum í lungun. Blóðþynning var hafin samhliða því að velta fyrir sér öðrum möguleikum í stöðunni því þó ristilbólgurnar væru búnar að vera til friðs í langan tíma þá var ákveðin blæðingarhætta Margrét Alice Birgisdóttir heilsumarkþjálfi Það er ekki á Margréti Alice Birgisdóttur að sjá að hún hafi nokkurn tíma á ævinni verið veik. Hún býður blaðamanni brosandi í bæinn. „VIRK gerði það best fyrir mig að leyfa mér að „sitja í farþegasætinu“ um tíma,“ segir hún. Hún var dýrmæt sú stund við það að hefja þynningu. Horfurnar voru ekki taldar neitt sérstaklega spennandi og úrræðin fá. Þeir svartsýnustu töldu jafnvel að innan fimm ára yrðu fæturnir á mér orðnir bólgnir og allir í sárum og innan tíu ára gæti þurft að taka þá.“ Í öndunarvél Hvað var tekið til bragðs? „Ég er keppnismanneskja að eðlisfari og heilsumarkþjálfi að mennt. Ég trúði því að einhvers staðar væru til úrræði og í samvinnu við lækni fór ég að leita leiða annars staðar frá. Ekki var talið að hægt yrði að þynna niður þennan stóra blóðtappa af því hann var orðinn svo gamall, nánast orðinn að örvef. Þessir atburðir urðu upp úr áramótum og í maí 2012 var ég aðeins farin að skrönglast um. Á þessum tíma var ég sjálf búin að vinna með fæðið, borðaði ekkert sem talið var að gæti valdið bólgum, þar nýttist mér óskaplega vel reynsla mín og menntun. Í byrjun júní gerðist það að botnlanginn í mér springur og enn stóð á tæpu. Á fullri blóðþynningu og enn með þennan blóðtappa var framkvæmd kviðarhols- aðgerð á elleftu stundu. Næstu daga var barist við mikla sýkingu og lífhimnubólgu í öndunarvél á gjörgæsludeild og ég var vægast sagt mikið veik. Eftir aðgerð lá ég mikið, því enn átti ég erfitt með gang. Ég glímdi við samgróninga í kviðarholi, með þeim verkjum sem þeim fylgja og því til viðbótar fékk ég slæmt liðskrið, sennilega af allri legunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.