Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 33

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 33
33www.virk.is VIÐTAL hjálparlaust um húsið. Þetta var vinnan mín þá og ég bað vini og vandamenn að hafa ekki samband við mig fyrr en í fyrsta lagi í hádeginu. Það gat tekið mig allt að einum og hálfum tíma, bara að fara framúr, í sturtu og klæða mig. Og oft var þetta óskaplega erfitt og niðurdrepandi. Þegar ég kom á Reykjalund, um það bil þremur mánuðum eftir endurhæfingu í Hveragerði áttaði ég mig á í hve slæmu ástandi heilsa mín var. Ég hafði alltaf verið að berjast og oft var ég skelfingu lostin. Það komu dagar þar sem ég hugsaði: „Ég get þetta ekki. Þetta er of mikið umfang til þess að ég ráði við það.“ En alltaf var nóg sem fékk mig til að halda áfram. Ég á gott net í manni mínum, þremur dætrum, tengdasonum og barnabörnum. Slíkt er ómetanlegt.“ Hvað gerði VIRK fyrir þig? „Það var mikið. Ráðgjafinn þar fékk mig til að horfast í augu við staðreyndir og leyfa sjálfri mér að gefa eftir og skilja að ég þurfti að slaka á. Ég er búin að þurfa að mæta hroka mínum mörgum sinnum á þessu veikindatímabili. Áður en ég veiktist var ég í fjallaprógrammi og gekk á fjöll í frístundum mínum. Hafði til dæmis nýlega gengið á Hvannadalshnjúk þegar ég veiktist vegna stóra blóðtappans. Það var því ekki inni í sjálfsmynd minni að veikjast. Heilsuljón eins og ég að veikjast? Nei. Ég gat ekki viðurkennt þetta fyrir sjálfri mér á hverju sem gekk. Ég hafði starfað innan heilbrigðisgeirans lengi, útskrifaðist sem sjúkraliði 1981 og hafði unnið bæði á gjörgæsludeild og bráðamóttöku, reynsla sem hjálpaði mér heilmikið. Hún veitti mér innsýn inn í heilbrigðisheiminn, olli því að ég lít ekki á lækna sem almáttuga. Þeir eru mannlegir eins og aðrir og álit eins ekki endilega neinn lokadómur.“ Vildi eiga venjulegt líf Hvernig var andleg heilsa þín í þessu öllu saman? „Í Hveragerði hrundi ég saman þegar líða fór að heimferð. Ég fór að hugsa: „Hvað á ég að gera þegar ég kem héðan út?“ Þar hafði verið haldið utan um mig eins og unga í hreiðri. Þá var það sem sjúkraþjálfarinn minn stakk upp á að ég hefði samband við VIRK, því ég væri svo langt frá því að vera endurhæfð. Ég væri bara að leggja af stað í miklu lengra ferli. Fljótlega þegar ég kom í samstarfið við VIRK var ég talin heppilegur kandídat fyrir Reykjalund. Það var virkilega erfitt að þurfa að kyngja því. Ég byrjaði á að gera stutta könnun á hve lengi fólk væri þar yfirleitt í meðferð. Svona fjórar vikur, - ég hugsaði: „Allt í lagi, ég lifi það af.“ Ég var ekki inniliggjandi heldur kom snemma á morgnana og fór heim um hádegi. Í meira en eitt og hálft ár hafði ég meira og minna þurft að reiða mig á aðstoð annarra. Mig langaði til að geta verið með fjölskyldu minni í því sem hún var að gera, eiga „venjulegt“ líf. Ég var sjö mánuði í meðferð á Reykjalundi. Allan þann tíma var ég í stöðugu sambandi við ráðgjafann hjá VIRK. Hann tók „töffarann“ úr höndunum á mér. Sagði við mig þegar ég mætti á fundi: „Hættu þessu og slakaðu á.“ Þetta þekkti ég ekki. Á Reykjalundi sögðu læknarnir við mig: „Yfirleitt erum við að ýta fólki út strax og það er fært til þess, það eru ekki mörg tilvik þar sem við reynum að halda fólki á staðnum.“ Í fyrstu vildi ég komast úr meðferðinni sem þó var óskaplega góð. Ég var í þrekæfingum, sundleikfimi, göngum og hjá sjúkraþjálfara, svo eitthvað sé nefnt. Ég fékk mikið aðhald á Reykjalundi. Eða, eins og maðurinn minn sagði: „Þú ert farin að æfa þig eins og afreksíþróttamaður.“ Samstarfið við VIRK var gott Fékkst þú sálfræðiaðstoð? „Ég taldi sjálf að ég hlyti að þurfa þess og ráðgjafinn varð við beiðni minni um sálfræðitíma fyrir mig. En ferlið var eðlilegt miðað við allt sem á undan var gengið. Ég vissi það, en var þó hrædd um að veikjast aftur og hvað yrði um mig í framtíðinni. En ég trúði að ég yrði aftur hraust. Þannig var mín sjálfsímynd oftast. Hún var dýrmæt sú stund þegar ég fyrst var án verkja. Í dag er ég hætt hjá VIRK fyrir nokkru síðan. Ég er eðlilega enn að vinna með aukaverkanir af öllu sem á undan er gengið og fyrir löngu orðin meðvituð um að þetta er langhlaup. Ég vinn hluta úr degi sem sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi í nafni: Fyrir fólk, ásamt því að vera þriðjungur fyrirtækisins: Á heildina litið, sem vinnur á fjölbreyttan hátt að heilsueflingu í sinni víðustu mynd. Þarna get ég nýtt saman nám og persónulega reynslu ásamt því að það er orðið að ástríðu að hvetja til þess að fólk axli í ríkari mæli ábyrgð á eigin heilsu í samvinnu við þá sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar. Síðasta vor var ég með erindi: Mín leið, á meltingarráðstefnu í Salnum í Kópavogi. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var að jákvæðustu viðbrögðin í salnum komu frá læknum. Mér þótti afar vænt um það því ég er sannfærð um að því meiri sem samvinnan er á milli ólíkra fagaðila, því betri árangur fyrir einstaklinginn sem leitar heilsu sinnar. Þetta kom afar vel í ljós í samstarfinu við VIRK, sem mér finnst flott „concept“. Mér leið alltaf eins og ég væri á hlutlausu og þægilegu svæði þegar ég var hjá ráðgjafanum sem við þær aðstæður vann trúnað minn og traust. Hjá honum gat ég tjáð mig hindrunarlaust, þurfti ekki að vera annað en ég var hverju sinni. Það sem VIRK gerði best fyrir mig var að varpa ljósi á þær staðreyndir hve veik ég í raun var og ég vildi ekki, þrátt fyrir allt, horfast í augu við, þegar ég hóf samstarfið. Aðstoðin fólst í að taka mig örþreytta úr ökumannssætinu, sem ég svo sannarlega þurfti mest af öllu á að halda. Þaðan fór ég í farþegasætið um stund, það er; þurfti ekki að hugsa fyrir öllum sköpuðum hlutum. Fékk styrk, stuðning og áhuga fyrir því sem ég var að gera til að endurheimta sem mest af minni góðu heilsu. Þetta var ómetanlegt tímabil í uppbyggingu eftir ítrekuð áföll og allt sem þeim fylgir og fyrir það er ég og verð óendanlega þakklát.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir „Þetta var ómetanlegt tímabil í uppbyggingu eftir ítrekuð áföll og allt sem þeim fylgir og fyrir það er ég og verð óendanlega þakklát.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.