Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Qupperneq 41
41www.virk.is
GREIN
eftir langtímaveikindi, einnig tækifæri til að
vinna sig upp í fyrri vinnugetu. Einungis
3% svöruðu því neitandi. Niðurstöður
benda því til að leggja þurfi enn meiri
áherslu á að skerpa viðbrögð vinnustaða
þegar kemur að endurkomu til vinnu
eftir langtímaveikindi þannig að það verði
viðurkennd venja og allir starfsmenn viti
hver sú stefna er.
Ástæða fjarveru
Það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers
vegna fólk er fjarverandi af vinnustaðnum.
Starfsfólk getur verið fjarverandi í leyfi
vegna sumarfría, fæðingarorlofs, námsleyfa
eða í skammtíma- og langtímaveikindum
en starfsfólk getur einnig verið fjarver-
andi án leyfis. Í könnuninni kom fram að
meginástæðan fyrir fjarveru þátttakanda
á síðasta ári voru umgangspestir eða hjá
um 72% þátttakenda. Stoðkerfisvandamál
var ástæðan hjá um 22% þátttakenda,
9% voru fjarverandi vegna streitu, 6%
vegna geðrænna vandamála en um 18%
tilgreindu ekki sérstaklega ástæðu fjarveru
þeirra.
Ánægja í starfi
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar
þá eru 75% þátttakenda mjög ánægðir eða
fremur ánægðir í vinnunni en einungis 7%
eru fremur óánægðir eða mjög óánægðir.
Þeir sem voru ósáttir með vinnuálagið voru
líklegri til að svara að þeir væru í meðallagi
ánægðir eða óánægðir í vinnunni í
samanburði við þá sem voru sáttir eða í
meðallagi sáttir við vinnuálagið og var
marktækur munur á milli hópanna*.
Vinnuvernd og heilsueflandi úrræði
Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert til
að auka ánægju starfsmanna í vinnunni
og þannig á óbeinan hátt haft áhrif á
fjarverutölur á vinnustaðnum. Mikilvægt er
að þar fari fram skipulagt vinnuverndarstarf
(s.s. skipaður öryggistrúnaðarmaður,
öryggisvörður eða öryggisnefnd, eftir stærð
vinnustaðar, áhættumat fyrir flest störf á
vinnustaðnum eða áætlun um forvarnir/
úrbætur). 65% þátttakenda svöruðu að
svo væri á þeirra vinnustað, 6% svöruðu
nei og 29% sögðust ekki vita það.
Þessar niðurstöður eru mjög svipaðar og
í könnuninni 2011. Marktækur munur
mældist milli aldurshópa og hærra hlutfall
þeirra í yngri aldurshópum söguðust ekki
vita um slíka starfsemi hjá vinnustaðnum*.
Þetta bendir til þess að fræða þarf yngri
starfsmenn betur um þessa mikilvægu
þætti á vinnustaðnum sem hafa það að
markmiði að stuðla að auknu öryggi og
ánægju starfsmanna.
Spurt var hvort boðið væri upp á einhvers
konar heilsueflandi úrræði á vinnutíma
eða utan hans og svöruðu 79% að svo
væri en 21% sögðu nei. Hærra hlutfall
þeirra sem voru óánægðir í vinnunni
svöruðu þessari spurningu neitandi en
þeir sem voru ánægðir eða í meðallagi
ánægðir og var marktækur munur á milli
hópanna*. Flest þátttökufyrirtækjanna
buðu upp á líkamsræktarstyrki, bæði
á líkamsræktarstöðvum og í sund og
buðu upp á heilsusamlegan mat í
mötuneytunum og ávexti yfir daginn.
Mörg veittu ákveðna samgöngustyrki til
starfsmanna sem hjóluðu eða gengu í
vinnuna og einnig voru gönguhópar leyfðir
á vinnutímanum eða starfsmönnum gert
kleift að stunda líkamsrækt á vinnutíma.
Önnur dæmi um heilsueflandi úrræði
sem þátttökufyrirtækin buðu upp á voru
meðal annars: dansnámskeið, reglulegar
heilsufarsmælingar og bólusetningar,
teygjuæfingaprógrömm á tölvum, nám-
skeið í streitustjórnun, sálfræðiaðstoð,
skjávinnugleraugu og leiðbeiningar um
rétta líkamsbeitingu og mat á vinnuum-
hverfi hjá sjúkraþjálfara.
Tækifæri til að þróast í starfi
Möguleiki til að þróast í starfi er mikil-
vægur starfsmönnum og rannsóknir sýna
að þessi þáttur hefur áhrif á starfsánægju
(Paterson, T.D., Luthans, F. & Jeung, W.
2014). Rúmlega 51% þátttakenda sögð-
ust alltaf, mjög oft eða fremur oft fá hjálp
frá næsta yfirmanni við að auka færni sína
í starfi á móti 21% sem sögðust fremur
sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei fá slíka
hjálp. Niðurstöður spurningakönnunar-
„Það er léttir að vera búin
að hugsa og útbúa vinnu-
ferli þegar kemur að veik-
indum starfsmanna og að
þeir þekki vinnuferlið, það
kemur ekki aftan að nein-
um, því þetta getur verið
viðkvæmt málefni.“
Tafla 2 Niðurstöður úr könnununum 2011 og 2014 sem tengjast markmiðum verkefnisins.
Er skráð starfsmannastefna á vinnustað? 48% 63% 39% 28%
Er sérstök umfjöllun um viðbrögð við
veikindafjarvistum í stefnu? 38% 64% 46% 31%
Fjallar stefna um að starfsmenn geti verið
boðaðir í samtal um fjarvistir? 51% 75% 33% 19%
Hafa stjórnendur markvisst samband ef
fjarvist er lengri en ein vika? 33% 45% 52% 45%
Hafa stjórnendur reglulega samband við
starfsmenn í langtímaveikindum? 26% 40% 66% 55%
Eru skráðar vinnureglur um viðbrögð þegar fólk
kemur til baka í vinnu úr langtímaveikindum? 11% 25% 69% 65%
Hefur þú rætt formlega við starfsmenn um
fjarvistir síðustu 12 mánuði? 29% 34% N/A N/A
Já
2011
Já
2014
Veit
ekki
2011
Veit
ekki
2014
Niðurstöður nokkurra spurninga frá
könn-uninni 2011 og 2014 sem
tengjast mark-miðum verkefnisins.