Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 44

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 44
44 www.virk.is UPPLÝSINGAR G R E IN að ræða á vinnustaðnum. Hátt hlutfall fjarveru getur hins vegar oft bent til þess að um aukna langtímafjarveru vegna veikinda sé að ræða á vinnustaðnum. Það er hins vegar ekki hægt að staðfesta nema skoðað sé hvernig þetta hlutfall skiptist milli skammtíma- og langtímafjarveru og því afar mikilvægt að skrá lykiltölur miðað við lengd fjarveru. Þannig má nýta þessar upplýsingar til að aðstoða við eftirfylgni og stjórnun á fjarveru innan vinnustaðarins. Niðurlag Samkvæmt niðurstöðum spurningakönn- unarinnar þá hefur að mörgu leyti tekist að ná þeim markmiðum sem sett voru fram í byrjun verkefnisins. Niðurstöður sýna að aukin vitund var meðal starfs- manna þátttökufyrirtækjanna um fjar- verustefnu vinnustaðanna og hver við- brögð þeirra voru við veikindum. Einnig sýndu niðurstöður að þegar kemur að endurkomu til vinnu eftir langtímaveikindi þá er aukin vitund um mikilvægi þess að gefa starfsmönnum tækifæri á að koma til baka í skert starfshlutfall og vinna sig upp í fyrri starfsgetu yfir ákveðinn tíma. Lykiltölur sem safnað var á meðan á verkefninu stóð voru einnig betri með tilliti til fjarveru starfsmanna en sömu tölur fyrir þrjú árin áður en verkefnið byrjaði (tafla 3). Ekki var mikill munur á meðaltali milli áranna sem verkefnið náði yfir (tafla 4). Mikilvægt er að skoða hvernig hlutfall fjarveru skiptist milli skammtíma- og langtímafjarveru vegna veikinda en á minni vinnustöðum geta langtímaveikindi eins starfsmanns haft mjög mikil áhrif á heildartöluna og gefið ranga mynd af veikindafjarveru á vinnu- staðnum. Ef við viljum hafa áhrif á fjarveru á vinnustaðnum þá er markviss eftirfylgni og nákvæm skráning á lykiltölum fjar- veru mjög mikilvægur þáttur. Einnig er mikilvægt að greina hvort um eitthvert sérstakt mynstur fjarveru sé að ræða og reyna að greina undirliggjandi ástæður. Þannig er hægt að aðstoða þá einstaklinga betur sem eiga við heilsubrest að stríða sem gerir þeim erfitt að mæta í vinnuna. Atvinnurekandinn hefur þannig tækifæri á að koma fyrr að málunum og reyna að koma til móts við starfsmanninn og þannig draga úr líkum á því að starfsmaður fari í langtíma veikindaleyfi. Þegar stjórnendur eru að skoða hvaða stuðningur gæti verið viðeigandi fyrir starfsmanninn þá þarf að: • Skoða hvers konar aðlögun á vinnustaðnum þarf að eiga sér stað sem kemur til móts við þær takmark- anir sem starfsmaðurinn hefur. • Bjóða starfsmanninum að koma til baka í skert starfshlutfall og vinna sig upp eftir getu í fyrra starfshlutfall. • Íhuga hvort hægt sé að breyta vinnuskyldum starfsmannsins á meðan hann er að vinna sig aftur í fyrri getu. • Finna hugsanlega aðra vinnu innan fyrirtækisins ef þess er þörf. • Koma á reglulegum samtölum við starfsmanninn þar sem farið er yfir hvernig gangi, bjóða frekari stuðning og greina frekari vandamál sem koma upp í ferlinum. Mikilvægt er að innleiða öfluga fjarveru- stefnu þar sem fram kemur hvenær og hvernig tilkynna eigi fjarveru, hvernig hún er skráð, hver viðmið vinnustaðarins eru og stefnan þarf að eiga við um alla starfsmenn vinnustaðarins. Einnig á að koma fram hver stefna vinnustaðarins er þegar kemur að endurkomu til vinnu eftir langtímaveikindi, hvernig halda á sambandi við fjarverandi starfsmann og upplýsingar um samtal um endurkomu til vinnu. Í slíku samtali má byrja að undirbúa starfsmann fyrir endurkomu til vinnu og skoða hvað hægt er að gera til að undirbúa vinnustaðinn og samstarfsmenn til að tryggja árangursríka endurkomu til vinnu. Þarna gefst einnig tækifæri til að benda starfsmanninum á að leita sér frekari aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins eða í starfsendurhæfingu ef bataferlið er ekki að ganga sem skildi. Í þessum samtölum er hægt að greina þær hindranir og undirliggjandi vandamál sem geta verið að hindra endurkomu til vinnu en í viðtalinu er einnig hægt að veita stuðning þar sem við á. Fjarverusamtölin, bæði skammtímafjarverusamtöl og samtöl um endurkomu til vinnu, gefa því stjórnandanum tækifæri til að koma að málinu snemma og aðstoða starfs- manninn eins og mögulegt er þannig að hann geti verið áfram í vinnunni ef um er að ræða skammtímafjarverusamtal eða snúið fyrr aftur til vinnu ef um er að ræða samtal um endurkomu til vinnu. Í þessum samtölum er einnig hægt að ræða væntingar starfsmannsins og stjórn- andans þegar kemur að endurkomu til vinnu og starfsmaðurinn getur sagt frá sínum áhyggjum og beðið um hjálp ef hann þarf. Þessi samtöl tryggja að fjarverustjórnunin sé skipulagður ferill sem er samræmdur, skýr og sanngjarn. Þannig eru fjarverusamtölin partur af for- varnarhlutverki fjarverustefnunnar og eru til góðs fyrir bæði starfsmanninn sem og vinnuveitandann. Á heimasíðu VIRK er hægt að nálgast ýmist efni sem tengist fjarverustjórnun auk nákvæmra leiðbeininga um það hvernig innleiða má slíka stefnu á vinnustöðum. Þar er einnig aðgangur að excel-skjalinu sem útbúið var fyrir verkefnið til skráningar á lykiltölum og fylgja því nákvæmar leiðbeiningar. * Kíkvaðrat/ANOVA Heimildir Foreman, P., Murphy, G. & Swerissen, H. (2006). Barriers and facilitators to return to work: A literature review. Australian Institute for Primary Care, La Trobe University, Melbourne. Gabbay, M., Taylor, L., Sheppart, L. et al (2011). NICE guidance on long-term sickness and incapacity. British Journal of General Practice, March; e118-e124. Ingibjörg Þórhallsdóttir (2012). Skiptir vinnustaðurinn máli við endurkomu í vinnu? Ársrit VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs 2012. http://www.virk.is/static/files/VIRK_ arsrit_2012.pdf Sótt í mars 2015. Paterson, T.A., Luthans, F. & Jeung, W. (2014). Thriving at work: Impact of psychological capital and supervisor support. Journal of Organizational Behavior, 35; 434-446. Svava Jónsdóttir (2012). Frísk fyrirtæki. Virkir vinnustaðir. Ársrit VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs 2012. http://www. virk.is/static/files/VIRK_arsrit_2012.pd Sótt í mars 2015. Waddell, G., Burton, A.K., Kendall, N.A.S (2008). Vocational rehabilitation – what works, for whom, and when? London: The Stationery Office.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.