Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 52
52 www.virk.is
UPPLÝSINGAR
V
IÐ
TA
L
Það er
ótrúlega margt hægt
Nanna Briem yfirlæknir
Valur Bjarnason félagsráðgjafi
Gott er að koma inn í hlýjuna í Laugarási úr hinu
íslenska roki og rigningu. Auðfundið er á andrúmsloft-
inu innandyra að þar ríkir sú von sem fleytir fólki
gegnum ákomur í lífsins ólgusjó. Laugarásinn er deild
frá Landspítala fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á
byrjunarstigi. Afar vel virðist að starfseminni búið í glæsi-
legum húsakynnum og ekki þarf að skima lengi yfir hóp
skjólstæðinga til að sjá að þar ríkir notalegur félagsandi.
Nanna Briem yfirlæknir tekur á móti blaðamanni og nær
í Val Bjarnason félagsráðgjafa. Saman ætla þau að fara
yfir stöðu á IPS-verkefninu, sem er starfsendurhæfing fyrir
ungt fólk með geðrofssjúkdóma og er samstarfsverkefni
VIRK og Laugaráss.
„Þörfin á IPS hefur aukist, bæði af því að hér eru nú
fleiri skjólstæðingar, eru að nálgast hundrað, og einnig
af því að við erum búin að átta okkur betur á þessu
meðferðarúrræði,“ segir Nanna Briem geðlæknir.
„Þetta hefur líka spurst út á meðal þjónustuaðila og þeir
eru í auknum mæli að leita til okkar,“ segir Valur Bjarnason
félagsráðgjafi.
Valur og Nanna