Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 56

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 56
56 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð S E N D G R E IN Útrás Einstaklingar með geðraskanir út á vinnumarkaðinn Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi og dósent Sylviane Lecoultre iðjuþjálfi Útrásin byrjaði sem tilraunaverkefni á vegum Hlutverkaseturs en hefur nú fest sig í sessi. Þróunar- og nýsköpunarstyrkur frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði gerði það kleift að ráða tvo starfsmenn í verkefnið. Verkefnið fellur að framtíðarsýn VIRK sem er m.a. að stuðla að eflingu og fjölbreytni atvinnutengdra úrræða, breyta viðhorfum á vinnustöðum til að auka virkni fólks með skerta starfsgetu og að allir geti haft hlutverk í atvinnulífinu þrátt fyrir skerðingu. Sérstaða Útrásar felst í því að fylgt er eftir löngun og vilja atvinnuleitandans, að nýta vinnustaðinn til endurhæfingar og að veita eftirfylgd til lengri tíma. Einstaklingar með geðraskanir hafa ósjaldan slæma reynslu af vinnumarkaði, sjálfstraust þeirra er oft í molum, þeir hafa ekki trú á eigin getu og eru óvirkir. Þeir finna fyrir fordómum, auk eigin fordóma, og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveitendur eru líka óöruggir gagnvart þessum hópi og þurfa stuðning til að vinna úr örðugleikum og efasemdum sem upp geta komið. Flestir sem fá lífeyri sökum geðraskana hafa löngun og getu til að vinna upp að ákveðnu marki en fáir sækja þó út á vinnumarkaðinn. Margir treysta sér ekki í fullt starf og/eða óttast að glata bótum eða bera lítið úr býtum vegna Sylviane og Elín Ebba

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.