Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Qupperneq 57
57www.virk.is
AÐSEND GREIN
skerðingarákvæða almannatryggingalaga.
Auk þessa þá óttast þeir að þeim bjóðist
ekki sá stuðningur sem þeir telja sig
þurfa þegar á vinnumarkaðinn er komið
(Corbiere, Negrini, og Dewa, 2013; Lloyd,
2010; McDaid, 2008; Krupa, 2007, 2010;
Swanson, Becker, Drake og Merrens,
2008; Topor, 2012; Waghorn, 2010).
Hlutverkasetur
Hlutverkasetur var stofnað árið 2005
með það að markmiði að nýta reynslu og
þekkingu einstaklinga með geðraskanir
til atvinnusköpunar. Það að hafa tekist á
við geðraskanir og náð tökum á lífi sínu,
þrátt fyrir einkenni, skapar verðmæta
reynslu, rétt eins og skólaganga og
almenn starfsreynsla gera (Elín Ebba
Ásmundsdóttir, 2009). Eftir efnahags-
hrunið 2008 þegar fjöldinn allur af full-
frísku fólki missti vinnuna og festu, víkkaði
Hlutverkasetur út starfsemina og sinnti,
auk atvinnutengdrar starfsendurhæfingar,
almennri virkni sem forvörn til að fyrirbyggja
niðurbrot og veikindi (Hlutverkasetur, e.d.).
Í Hlutverkasetri er m.a. í boði fjölbreytt
félagsleg dagskrá til að viðhalda áhuga
á atvinnuþátttöku, draga úr einangrun
og auka lífsgæði. Reykjavíkurborg studdi
Hlutverkasetur með þjónustusamningi árið
2009, Verslunarmannafélag Reykjavíkur
(VR) og velferðarráðuneytið fylgdu í
kjöfarið. Notendahópur Hlutverkaseturs
breikkaði og starfsemin varð æ
fjölþættari. Hugmyndafræðileg nálgun
starfseminnar er Faglíkanið um iðju
mannsins (Kielhofner, 2009) og Valdefling
„Empowerment“ (Chamberlin, 1997; Elín
Ebba Ásmundsdóttir, 2011; Hanna Björg
Sigurjónsdóttir, 2006). Faglíkanið um iðju
mannsins byggir á nauðsyn þess að hafa
hlutverk í lífinu, á ákveðnu dagsskipulagi,
eflingu trúar á eigin áhrifamátt og að unnið
sé með umhverfisþætti sem áhrif geta haft
á heilsu og vellíðan. Valdefling snýst um
að breyta sjálfsskilningi þeirra sem þurfa
á aðstoð að halda, að þeir sjái sig sem
einstaklinga sem hafi rétt til að bregðast við
þjónustuveitendum, skipulagi og stjórnun
þjónustunnar, aðstoðinni sem þeir fá og
því lífi sem þeir kjósa að lifa.
Notandi spyr notanda (NsN) er dæmi
um verkefni sem skapað hefur störf þar
sem reynsla og þekking geðsjúkra nýtist
vel. Síðan 2010 hafa að jafnaði verið
um fjögur launuð NsN hlutastörf í boði í
Hlutverkasetri. Yfir 20 einstaklingar hafa
verið ráðnir í skemmri eða lengri tíma við
verkefnið. NsN verkefnið nýtist m.a. til
að meta gæði þjónustu við einstaklinga
með geðraskanir, út frá þeirra eigin
sjónarhorni. Áherslur notenda eru settar
í forgrunn í gerð fræðsluefnis og/eða við
þróun þjónustunnar (Björgen og Almvik,
2006; Harpa Ýr Erlendsdóttir og Ingibjörg
Ólafsdóttir, 2005; Harpa Ýr Erlendsdóttir
og Valdís Brá Þorsteinsdóttir, 2004;
Kolbrún Hjálmtýsdóttir og Elín Ebba
Ásmundsdóttir, 2010).
Samstarf höfundanna, Sylviane Lecoultre
og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, hófst
árið 1982 þegar þær störfuðu saman
sem iðjuþjálfar á geðdeild Landspítalans.
Markmið og starfsemi iðjuþjálfunar er
að einstaklingar með geðraskanir skili
sér út á vinnumarkaðinn en fordómar
og þekkingarleysi hafa oft hindrað
atvinnuþátttöku þeirra. Þessir einstaklingar
fá sjaldan þá eftirfylgd og stuðning sem þeir
þurfa við dagleg störf inni á heimilum sínum
og/eða á vinnustað. Starfsendurhæfing
hefur að mestu farið fram innan
veggja sjúkrahúsa eða á sérhönnuðum
starfsendurhæfingarstöðvum (Elín Ebba
Ásmundsdóttir og Sólrún Óladóttir,
2011; United Kingdom Department
of Health, 2007). Lítið fjármagn hefur
verið veitt til málaflokksins að aðstoða
einstaklinga á vettvangi en það er kjarninn
í hugmyndafræði iðjuþjálfa. Með tilkomu
verkefnisins Atvinna með stuðningi (AMS)
og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur
staðan gjörbreyst til batnaðar.
Fimm árum eftir stofnun Hlutverkaseturs
hófst formleg samvinna Hlutverkaseturs
og iðjuþjálfunar geðsviðs Landspítala
Háskólasjúkrahúss (LSH) við eftirfylgd
einstaklinga á vinnumarkað. Sylviane
Lecoultre vann á geðsviði LSH jafnframt því
að vinna með hópi notenda í Hlutverkasetri
sem reynslu höfðu af vinnumarkaðnum. Í
sameiningu greindi hópurinn kerfislægar
hindranir í bótakerfinu og hvers konar
stuðningur væri nauðsynlegur til að
fólk með geðraskanir ætti afturkvæmt
á vinnumarkaðinn. Niðurstaða hópsins
varð sú að einstaklingar með langvinnar
geðraskanir þyrftu einstaklingsmiðaða
þjónustu. Hópurinn kom því á framfæri við
lykilfólk í starfsendurhæfingu hve mikilvægt
væri að notendur væru hafðir með í
ráðum við reglugerðasmíðar, breytingar á
bótakerfinu og við þróun á þjónustu fyrir
þá. Þetta var í takt við áherslur félags- og
heilbrigðismálaráðuneytisins sem setti
nálgun valdeflingar á oddinn 2006 og í
samræmi við geðheilbrigðissáttmálann
sem heilbrigðisráðherrar í Evrópu undir-
rituðu í Helsinki 2005 (Félagsmála-
ráðuneytið, 2006; Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið, 2005; WHO,
2005).
„Margir þeirra sem
tóku þátt í Útrás
nýttu sér dagskrá
Hlutverkaseturs.
Þátttakan gat verið
hluti af starfsmati, til
að efla ákveðna færni,
og/eða til að máta sig
í vinnuhlutverk sem
hluta af starfsþjálfun.“
Aðdragandi
Upphaf verkefnisins Útrás átti sér langan
aðdraganda þar sem bæði fagfólk og
notendur lögðu hönd á plóg (Elín Ebba
Ásmundsdóttir, 2004, 2007, 2008, 2011;
Sylviane Lecoultre, 2009). Það er allra
hagur að auka atvinnuþátttöku fólks með
geðraskanir. Fræða þarf atvinnulífið um
þarfir einstaklinga með skerta starfsgetu,
vinna gegn fordómum og mismunun
og vekja áhuga háskólasamfélagsins
á mikilvægi málaflokksins með tilliti til
félagsauðs og hagsældar. Á seinustu
árum hefur orðið „útrás“ vakið blendnar
tilfinningar en Útrás einstaklinga með
geðraskanir frá einangrun yfir í þátttöku er
ætlað sem jákvætt innlegg í orðræðuna.