Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 68

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 68
68 www.virk.is U P P LÝ S IN G A R UPPLÝSINGAR Hér er fjallað um bókina: Handbook of Voca- tional Rehabilitation and Disability Evaluation: Application and implementation of the ICF. Bókinni er ritstýrt af Reuben Escorpizo, Debra Homa, Sören Brage og Gerold Stucki og er gefin út af Springer International Publishing Switzerland árið 2015. Skert starfsgeta (disability) hefur áhrif á lífsgæði einstaklinga, samfélög og hagkerfi þjóða og er vaxandi vandamál sem bregðast þarf við. Í þeim tilgangi hafa verið sett fram markmið til úrbóta á alþjóðavísu (UN, WHO, ILO o.fl.). Til að geta brugðist við vandanum er nauðsynlegt að geta lýst minnkaðri starfsgetu eða fötlun á samræmdan, gagnsæjan hátt og ráða yfir matsaðferðum sem eru viðeigandi þvert yfir mismunandi menningarheima og heilbrigðiskerfi. Slíkt myndi meðal annars auðvelda samanburð rannsókna. Við þurfum þannig að geta talað sama tungumál óháð fagstéttum eða menningarmun. Samhliða því þurfum við að finna árangursríkar leiðir í starfsendurhæfingu og styðja þannig við endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað þrátt fyrir hindranir. Í bókinni Handbook of Vocational Rehab- ilitation and Disability Evaluation: Application and Implementation of the ICF er leitast við að varpa ljósi á þetta vandamál og hvernig hægt er að nýta ICF kerfið (Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu) til að ná fram sameiginlegum skilningi og samræma vinnulag. Þó ICF kerfið sé ekki matstæki heldur flokkunarkerfi þá má byggja á því til að draga skipulega fram þá þætti sem hafa áhrif á starfsgetu og vinna þarf með í starfsendurhæfingu, velja á milli mismunandi áherslna í starfsendurhæfingu og meta starfsgetu þegar endurhæfing telst fullreynd. Leitað er leiða til að brúa bilið frá ICF kerfinu yfir í matstæki og finna leiðir til að gera það einfalt og áhrifaríkt í notkun. Bókin er 567 blaðsíður, hún skiptist í fjóra hluta og 25 kafla. Í lok hvers kafla er ítarlegur heimildalisti ásamt spurningum tengdum efni kaflans og svörum við þeim. Í fyrsta hluta bókarinnar (Introduction) er í meginatriðum fjallað um grunnhugtök í starfs- endurhæfingu, hugtök tengd mati á skertri starfsgetu og innbyrðis tengsl þeirra. Grunnur ICF kerfisins er stuttlega útskýrður og kynnt eru mismunandi kjarnasöfn. Tvö þeirra eru kjarnasett fyrir mat á skertri starfsgetu eða fötlun (disability evaluation) og kjarnasett fyrir starfsendurhæfingu (vocational rehabilitation). Í öðrum hluta bókarinnar (State of the Field: Vocational Rehabilitation and Disability Evalu- ation) er fjallað um mismunandi áherslur í starfsendurhæfingu og greiningu á þeim þáttum sem valda minnkaðri starfsgetu hjá mismun- andi sjúklingahópum. Ítarlega er fjallað um þá sem búa við langvinna stoðkerfisverki, heila- skaða eftir höfuðhögg (traumatic brain injury), Handbook of Vocational Rehabilitation and Disability Evaluation: Application and implementation of the ICF Ragnheiður Jónsdóttir Sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild Sjúkrahúss Akureyrar og matsstjóri fyrir Virk Bókarýni

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.