Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áform eru uppi um að setja upp mathöll í gamla pósthúsinu, Pósthússtræti 5 í Reykja- vík. Jafnframt er sótt um leyfi til útiveitinga í porti Pósthússtrætis 3, sem er gamla lög- reglustöðin. Fasteignafélagið Reitir er eigandi húsanna. Sendi félagið fyrirspurn til borgaryfirvalda og spurði hvort leyfi fengist fyrir veitinga- starfsemi, mathöll, á 1. hæð og í kjallara gamla pósthússins. Einnig var spurt hvort leyfi fengist til að byggja yfir port á lóð Póst- hússtrætis 3 og útbúa þar setsvæði í tengslum við mathöllina. Það yrði saga til næsta bæjar ef vínveitingar yrðu heimilaðar í portinu, þar sem ölvað fólk var fært til geymslu í lög- reglustöðinni á árum áður. Inngangar í mat- höllina eru áformaðir tveir, annar í Póst- hússtræti og hinn um fyrrnefnt port við Hafnarstræti. Erindi Reita er nú til meðferðar hjá skipu- lagsfulltrúa og byggingafulltrúa. Reitir taka fram í erindinu að mathöll í Pósthússtræti 5 styðji hugmyndir í deiliskipulagi um starfsemi á jarðhæð sem glæði mannlíf í miðbænum. Húsið við Pósthússtræti 5 var reist árið 1915. Það er klassískum stíl og er síðasta verk Rögnvalds Ólafssonar sem kallaður hefur ver- ið fyrsti íslenski arkitektinn, að því er fram kemur á heimasíðu Reita. Þetta er þriðja pósthúsið við samnefnda götu. Þegar Íslands- póstur hætti rekstri pósthúss þar í nóvember 2018, lauk einnar og hálfrar aldar póst- starfsemi við götuna. Pósthússtræti 3, gamla lögreglustöðin, er hlaðið steinhús reist árið 1882. Hönnuður þess var Fredrik Anton Bald forsmiður. Brotaþak var sett á húsið 1926 í stað valmaþaks. Hönn- uður þess er Guðjón Samúelsson húsameist- ari. Bæði húsin hafa verið friðuð af mennta- málaráðherra og tekur friðunin til ytra borðs húsanna. Þrjár mathallir eru nú starfandi í höfuð- borginni, Hlemmur Mathöll, Grandi Mathöll og Höfði Mathöll. Mathöll verði í gamla Pósthúsinu  Vínveitingar mögu- lega í porti gömlu lögreglustöðvarinnar Morgunblaðið/Ómar Pósthúsið gamla Í meira en heila öld fóru bréf og bögglar um hendur póstmanna í þessu húsi. Líklegt er að matur og drykkir komi í staðinn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að til skemmri tíma litið muni það reynast áskorun fyrir íslenska lífeyrissjóði að ná 3,5% viðmiðunar- ávöxtun í nýju vaxtaumhverfi. Vextir fara lækkandi. Fram kom í Morgun- blaðinu í gær að vextir af íbúða- lánum eru nú sögulega lágir á Íslandi. Gunnar segir aðspurður að lífeyrissjóðir búi ekki við lögbundna 3,5% ávöxtun heldur sé hún til viðmiðunar. „Til lengri tíma litið ræður endanleg ávöxtun eigna því hver réttindi og lífeyris- greiðslur verða. Sé litið yfir langt tímabil hafa verðbréfasöfn, sem eru að jöfnu skuldabréf og hlutabréf, skilað þeirri ávöxtun. Hér á landi hafa lífeyrissjóðir skilað þeirri ávöxtun og rúmlega það frá upptöku verðtryggingar árið 1980. Vextirnir jafnvel neikvæðir Núna erum við hins vegar í sér- stöku umhverfi. Vextir eru sögulega lágir hér og á flestum vestrænum fjármálamörkuðum, jafnvel nei- kvæðir. Það er ljóst að það er áskor- un fyrir lífeyrissjóðina að ná 3,5% ávöxtun. Það verður hins vegar að hafa í huga að ávöxtunin, 3,5%, er vegin ávöxtun eignaflokka sem líf- eyrissjóðirnir fjárfesta í. Þótt ávöxt- un skuldabréfa sé lítil geta sjóðirnir náð 3,5% ávöxtun ef ávöxtun hluta- bréfa er góð,“ segir Gunnar. Spurður hvort lægri vextir geti leitt til meiri áhættutöku við fjárfest- ingar til að tryggja ávöxtun segir Gunnar að vissulega geti þetta um- hverfi „leitt til þess að menn auka áhættu í eignasöfnum, með því að auka vægi hlutabréfa eða annarra eignaflokka sem eru áhættumeiri en skuldabréf“. „Við vitum ekki hversu lengi vextirnir verða svo lágir en til skamms tíma má búast við því að það verði áskorun fyrir lífeyrissjóði að ná þessari viðmiðunarávöxtun.“ Spurður um jákvæðar hliðar þess- arar þróunar segir Gunnar lægri vexti geta lækkað þröskuldinn þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfest- ingar. Fjármagnskostnaður fari enda lækkandi. „Það getur leyst úr læðingi drifkraft í hagkerfinu. Jafn- framt getur það leitt til þess að fjár- magn, sem að öðru jöfnu myndi leita í skuldabréf, leitar í aðrar fjárfest- ingar. Það á ekki aðeins við lífeyris- sjóðina heldur sparnað almennt.“ Mögulega hærri afborganir Gunnar bendir á að alla jafna sé öfugt samband á milli vaxta og eignaverðs og að lágir vextir geti leitt til hækkunar eignaverðs. „Það er jákvætt fyrir þá sem taka lán að vextir lækka en samt ber að fara varlega. Lækkun vaxta getur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði og hærra húsnæðisverðs. Þannig að í staðinn fyrir að borga lægri vexti borgi fólk hærri afborg- anir,“ segir Gunnar og ráðleggur fólki að setja skuldsetningu í sam- hengi við laun áður en ákvörðun um húsnæðiskaup með lántöku er tekin. „Mín ráðlegging er að skuldsetn- ing verði helst ekki hærri en þrenn til fern árslaun. Jafnframt að stefnt sé að því að skuldir verði uppgreidd- ar fyrir eftirlaunaaldur.“ Áskorun að ávaxta lífeyri við lága vexti  Vaxtalækkanir gætu ýtt undir eignaverð á Íslandi næstu ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Uppbygging Horft til austurs eftir Smyrilshlíð á Hlíðarenda í Reykjavík. Dæmi um innvexti Tvær sparileiðir bornar saman Vextir (%) 2006* 2009** Grunnþrep 7,53 1,3 Vaxtaþrep 1 8,13 1,3 2 8,63 1,8 3 9,13 2,1 4 9,63 2,4 5 10,13 2,5 6 10,63 Ekki í boði Fjármagnstekju- skattur 10% 22% *Uppleið–Glitnir. **Vaxtaþrep–Íslandsbanki, vextir fara stighækkandi eftir því sem fjárhæð er hærri. Gunnar Baldvinsson Festi hf., móðurfélag N1 og Krón- unnar, vill koma fyrir bensíndælum við verslanir Krónunnar í Skógar- lind 2 í Kópavogi og áformaða verslun á Norðurhellu 1 í Hafnar- firði. Þetta kom fram í bréfi Hin- riks Arnar Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra hjá N1, sem lagt var fyrir heilbrigðisnefnd Hafnar- fjarðar- og Kópavogssvæðis á dög- unum. Ekki náðist í Hinrik í gær, né Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar Í bréfi Hinriks kemur fram að stöðvarnar verði sjálfsafgreiðslu- stöðvar og á þeim verði einungis selt bensín, dísel og rúðuvökvi. Með því að vera ekki með hraðdælu, lit- að dísel né Ad Blue verði spornað við því að atvinnutæki komi inn á stöðvarnar, sem verði á bílastæðum verslana Krónunnar. Eins verði tryggt að olíuflutningar fari fram utan afgreiðslutíma umræddra verslana. Krónan hefur áður lýst yfir áformum um að bensínstöðvar verði á bílaplani verslana. Umsókn þess efnis hlaut ekki náð fyrir aug- um borgaryfirvalda í Reykjavík þar eð stefna borgarinnar væri að fækka slíkum stöðvum. Vilja reisa nýjar bensínstöðvar við Krónuna Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 122.200 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Skoðunarferðir innifaldar. sp ör eh f. Skemmtileg jólaferð til borgarinnar Regensburg í Bæjaralandi. Þessi miðaldaborg á sér meira en 2.000 ára sögu og hefur hún um árabil verið á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður í dagsferð til gömlu virkisborgarinnar Nürnberg. Aðventan er einstakur tími í Þýskalandi, þegar ljúfan ilminn af jólaglöggi og ristuðum möndlum leggur yfir og tendrar sanna jólastemningu í hjörtum fólks. Jólaferð til Regensburg 28. nóvember - 1. desember Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.