Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Það er annar taktur í lífinu íÁrneshreppi á Ströndumen gengur og gerist, ótrufl-aður af skarkala og ati samtímans. Þeim fækkar jafnt og þétt, sem eru tilbúnir að helga sig búskap á þessum slóðum. Í myndinni Síðasta haustið fylgj- umst við með Úlfari Eyjólfssyni og Oddnýju Þórðardóttur, bændum á Krossnesi og þeirra daglega lífi. Þau hafa ákveðið að bregða búi og eru að undirbúa að sækja fé af fjalli í síð- asta skipti. Myndin hefst á svarthvítum myndum af voldugum skýjabólstr- um og hrjóstrugri náttúru og yfir er lesið ljóð, sem vísar til upphafs alls og hringrásar lífsins. Þetta upphaf gæti verið tilvísun til þess að frá upphafi vega hefur mannkynið verið upp á náttúruna komið eða þá að á þessum slóðum hefur verið búskap- ur við erfið skilyrði svo öldum skipt- ir. Myndin er tekin á filmu í hlutföll- unum 4:3 líkt og hún væri gerð fyrir lampasjónvarp á liðinni öld. Hér er hvorki háskerpa á ferðinni, né væng- haf breiðtjaldsins, hvorki loftmyndir úr drónum né aðrar æfingar og það skilar sérstakri áferð og hófstillingu, sem hentar efninu fullkomlega. Náttúran verður ekki eins og á póstkorti eða í kynningarmyndbandi fyrir ferðamenn, heldur samtvinnuð viðfangsefninu, hluti af hversdags- tilverunni. Frásögnin í Síðasta haustinu er hæg, en um leið grípandi. Úlfar fer niður í fjöru að sækja rekavið, sem hann notar til að gera við fjárhúsin. Hann rær til fiskjar. Oddný reiðir fram siginn fisk í matinn og skyr með bláberjum. Þegar leitir nálgast koma barnabörnin í heimsókn og una sér hið besta í sveitinni. Helstu vísbendingarnar um ver- öldina fyrir utan þeirra veröld eru samtöl barnanna um lífið á félags- miðlum netheima og Rás 1 í Ríkis- útvarpinu, sem hljómar í eldhúsinu og fjárhúsinu. Þar má heyra dánar- tilkynningar og viðtöl þar sem einn viðmælandi hefur meðal annars áhyggjur af því að það geti orðið af- drifaríkt fyrir íslenskuna haldi enska áfram að ryðja sér til rúms í daglegu tali, ekki síst í heimi netsins og snjalltækjanna. Þessi innrás enskunnar er víðs fjarri veruleik- anum í eldhúsinu á Krossnesi. Nokkur uppbrot eru í myndinni. Þegar féð er sótt á fjöll verður hraðaskipting. Tónlist er sparlega notuð, en undir atriðum þar sem fé rennur af fjalli og gangnamenn og smalahundar stökkva fimlega á eftir því yfir urð og grjót heyrist skruðn- ingatónlist. Einn helsti styrkleiki Síðasta haustsins er að sagan er sögð án þess að fara út fyrir efnið. Það er ekkert farið út í virkjanamál, sem örugglega hafa verið efst á baugi í hreppnum á þessum tíma, enda hefði þetta þá orðið allt önnur mynd. Ferðamennskan mætir einnig af- gangi þótt þarna sé í túnfætinum Krossneslaug, sem dregur örugg- lega að flesta ferðalanga á þessum slóðum. Fyrst og síðast sjá þó hjónin á Krossnesi til þess að myndin gangi upp. Þau ganga í sín daglegu störf án þess að láta myndavélar og töku- lið hafa minnstu áhrif á sig og sú til- finning vaknar aldrei að þau séu að leika fyrir myndavélina eða láti hana hrekja sig inn í skel. Það er rétt eins og þau hafi aldrei gert annað en að koma fram á hvíta tjaldinu. Í Síðasta haustinu segir frá heimi á undanhaldi. Vorið áður en tökur hófust fyrir þremur árum birtist frétt í Morgunblaðinu um að bænd- um í Árneshreppi myndi að fækka um 30% við að bændur á þremur bæjum, Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi, myndu bregða búi þá um haustið. Í fréttinni Sagði Pálína Hjaltadóttir á Bæ að mikið þyrfti að breytast ætti enn að vera heilsárs- byggð í Árneshreppi eftir tíu ár. Síð- asta haustið er fallegur og eftir- minnilegur minnisvarði um líf á hjara veraldar. Óður til hverfandi tíma Leitir Fé smalað af fjalli í heimildarmyndinni Síðasta haustið. Bíó Paradís – RIFF Síðasta haustið bbbbn Leikstjóri: Yrsa Roca Fannberg. Handrit: Elín Agla Briem og Yrsa Roca Fannberg. Íslensk. 78 mín. Heimildarmynd sýnd í flokkinum Vitranir á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Sýnd í Bíó Paradís 6. okt. kl. 17.15. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Listahátíðin List án landamæra er eini vettvangurinn á Íslandi sem ein- beitir sér að því að koma list fatlaðra listamanna á framfæri, að undan- skildu Safnasafninu fyrir norðan. Við erum aftar- lega á merinni miðað við hin nor- rænu löndin, þar eru bæði söfn og gallerí sem sýna reglulega verk fatlaðra lista- manna. List án landamæra er því gríðarlega mik- ilvægur vett- vangur fyrir fatlaða listamenn á Ís- landi. Allur sýnileiki eykur jafn- rétti,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Listar án landa- mæra 2019. „Hátíðin verður sett í Gerðubergi í dag og þar mun Bjöllukórinn koma fram. Gjörningalistamennirnir Kol- beinn Jón Tumason og Sigurður Reynir Ármannsson ætla að flytja gjörning. Flutt verður brot úr nýju sviðsverki, Fegurð í mannlegri sam- búð, en það er unnið í samstarfi við ungt fatlað fólk. Forsetafrúin okkar, Eliza Reid, ætlar að opna hátíðina formlega og veita Atla Má Indriða- syni viðurkenningu sem listamanni Listar án landamæra 2019 en hann er með verk á samsýningunni sem verður opnuð í Gerðubergi samhliða opnunarhátíðinni. Einnig verða myndbandsverk sýnd á víð og dreif um húsið,“ segir Ragnheiður og bætir við að verk eftir Atla Má prýði allt markaðsefni fyrir hátíðina. „Það verður hægt að fá í sér- útgáfu í stóru prenti mynd af plakat- inu okkar með verki eftir hann. Við gefum líka út lítið hefti með úrvali af myndum af verkum hans, en Atli Már gerir æðislegar skissubækur þar sem hann teiknar sjálfan sig og vini sína sem Drakúla og límir myndirnar síðan saman.“ Gígja og Ísak Óli selja verk sín Ýmislegt verður í boði á hátíðinni dagana fimmtán sem hún stendur yfir. „Í næstu viku verða aðallega utandagskrárviðburðir, til dæmis opin vinnustofa í Ási, og um næstu helgi verður listaverkamarkaður í Gerðubergi. Þar munu fatlaðir lista- menn og handverksfólk selja verk sín, til dæmis Gígja Guðfinna Thor- oddsen og Ísak Óli og margir fleiri. Við verðum með ritlistarsmiðju fyrir fatlaða listamenn sem Guðrún Eva Mínervudóttir leiðir í skapandi skrif- um og þátttakendur ætla að lesa upp úr verkum sínum á lokatónleikum hátíðarinnar í Gerðubergi laugar- daginn 19. okt. Bjöllukórinn sér um tónlistina, en þau eru nýkomin úr tónleikaferð í Noregi og ætla að flytja dagskrá sína þaðan, sambland af íslenskum lögum í þeirra einstöku bjölluútfærslu. Á lokadeginum 20. október verður utandagskrár- viðburður í Iðnó með Tjarnarleik- hópnum, en hann setur á svið verk eftir Ólaf Hauk Símonarson, Köttur- inn sem fer sínar eigin leiðir.“ Allur sýnileiki eykur jafnrétti Ljósmyndir/Owen Fiene Bjöllukórinn Flytur tónlist bæði á opnunarhátíð og á lokatónleikunum.  Listahátíðin List án landa- mæra hefst í dag Atli Már Indriðason Listamaður Listar án landamæra 2019. Opnunarhátíð Listar án landa- mæra verður í dag, laugardag 5. október, í Gerðubergi kl. 15-17 og allir eru velkomnir. Hátíðin stend- ur til 20. okt. og ókeypis er á alla viðburðina. Ragnheiður Maísól Hljómsveitin Slagarasveitin kemur fram á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga í kvöld kl. 20.30. Stofnendur og meðlimir Slagara- sveitarinnar frá því sveitin var stofn- uð 1986 eru Geir Karlsson á bassa, Ragnar Karl Ingason á gítar og Skúli Þórðarson á trommur. Einnig leika með Stefán Ólafsson á gítar og söngvarinn Valdimar Gunnlaugsson. Aðgangur er ókeypis. Sveit Slagarasveitin hóf störf 1986. Slagarasveitin á Sjávarborg í kvöld „Heyr oss himn- um á“ er yfir- skrift haust- tónleika sem haldnir verða í Seltjarnarnes- kirkju á morgun kl. 16. Þar kemur Björg Þórhalls- dóttir sópran fram ásamt Söngfjelaginu undir stjórn Hilmars Arnar Agn- arssonar. „Á efnisskránni eru trúarleg og andlega nærandi verk, sem flutt voru á vel heppnaðri tón- leikaferð þeirra um Slóvakíu sl. vor,“ segir í tilkynningu. Trúarleg og and- lega nærandi verk Björg Þórhallsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.