Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Dr. Halldór Ingimar Elíasson, stærðfræð- ingur og prófessor em- eritus við Háskóla Ís- lands (HÍ), lést á Landspítalanum 1. október, 80 ára gamall. Halldór fæddist 16. júlí 1939 á Ísafirði og ólst upp í Hnífsdal, á Skagaströnd og Ak- ureyri. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Rósa Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur og húsfreyja og Elías Ingimarsson bóndi, út- gerðarmaður, kaupfélagsstjóri og frystihússtjóri. Systkini hans eru Jónas prófessor emeritus (f. 1938), Þorvarður fyrrverandi skólastjóri (f. 1940), Elías Bjarni fyrrverandi yf- irverkfræðingur (f. 1942) og Mar- grét listmálari í Svíþjóð (f. 1946). Halldór lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og hóf um haustið nám í eðlisfræði og stærðfræði við há- skólann í Göttingen í Þýskalandi. Hann lauk þaðan diplomprófi í stærðfræði árið 1963. Doktorspróf í stærðfræði tók Halldór við háskól- ann í Mainz í Þýskalandi árið 1964. Að loknu námi kenndi Halldór við MR veturinn 1964-1965. Hann vann að stærðfræðilegum rannsóknum við Insti- tute of Advanced Stud- ies í Princeton í Bandaríkjunum 1965- 1966 og var aðstoðar- prófessor við Brown- háskóla á Rhode Is- land í Bandaríkjunum 1966-67. Halldór var sérfræð- ingur við Raunvís- indastofnun HÍ 1967- 1970 og gestaprófessor við háskólann í Bonn í Þýskalandi 1970-1971 og við Warwick- háskóla í Englandi 1971-1972. Hann varð dósent í stærðfræði við verk- fræði- og raunvísindadeild HÍ 1972- 1973 og prófessor frá 1973. Halldór birti margar greinar um stærðfræði í viðurkenndum erlend- um stærðfræðitímaritum. Hann var ritstjóri Mathematica Scandinavica fyrir hönd Íslands 1973-1997. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Björg Cortes Stefánsdóttir, BA, kennari og læknaritari (f. 1947). Þau gengu í hjónaband 1970. Börn þeirra eru Stefán Valdimar (f. 1968), Anna Margrét (f. 1973) og Steinar Ingi- mar (f. 1975). Barnabörn Halldórs og Bjargar eru fimm talsins. Andlát Halldór I. Elíasson, prófessor emeritus Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef við viljum greiða okkar starfs- mönnum eitthvað umfram samninga þá er það okkar mál. Launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga semur um lágmarkskjör en hún telur sig hafa löggjafarvald og dómsvald í öllu saman,“ segir Tryggvi Harðar- son, sveitarstjóri Reykhólahrepps, um brottvísun sveitarfélagsins úr samráði sveitarfélanna í kjaravið- ræðum vegna greiðslu þess á launa- uppbót í trássi við vilja launanefndar sveitarfélaga. Auk Reykhólahrepps var Súðavík- urhreppi og Tjörneshreppi vikið úr kjarasamráðinu vegna brots á ákvæðum umboðs sem þeir veittu Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eins og fram kom í blaðinu í gær. Röng nálgun hjá launanefnd Að sögn Braga Þórs Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, ákvað hann í samráði við kjörna full- trúa að greiða ófaglærðum starfs- mönnum hreppsins eingreiðslu í sumar, vegna þess dráttar sem orðið hafði á kjaraviðræðum. Það hafi ver- ið gert í trássi við ábendingu frá launanefnd sveitarfélaga sem hann segir að hafi viljað halda uppi þrýst- ingi í kjaraviðræðunum. Verkalýðs- félögin höfðu þá vísað kjaradeildunni til ríkissáttasemjara. „Mér fannst þetta röng nálgun hjá launanefndinni. Áður var búið að ákveða að greiða öllum þessa ein- greiðslu. Mér fannst rangt að halda eftir greiðslu til lægstlaunaða fólks- ins,“ segir Bragi. Fjórir starfsmenn Súðavíkur- hrepps fengu eingreiðsluna sem var um 105 þúsund krónur. Reykjavík- urborg sem ekki er aðili að kjara- samráðinu greiddi þessa eingreiðslu. Það gerði Akranesbær einnig í sam- ráði við launanefndina eftir að verka- lýðsfélagið þar dró til baka vísun til ríkissáttasemjara. Eftir að viðræður hófust að nýju ákvað launanefndin að leggja til að eingreiðslan yrði greidd út nú í októ- ber. Hafa fjarlægst viðsemjendur Nú þurfa sveitarfélögin þrjú að annast sjálf samninga við sína starfs- menn. Þetta eru flóknir samningar við margar starfsstéttir, svo sem í grunnskólum, leikskólum, íþrótta- miðstöðvum, í áhaldahúsum og á skrifstofum sveitarfélaganna. Tryggva Harðarsyni líst ekki illa á það. „Ég mun semja við þau félög sem við þurfum að semja við. Ég reikna með að þeir verði að mestu samhljóða samningum sambandsins. Síðan verður það mat þessara sveit- arfélaga hvort þau vilji gera eitthvað öðruvísi. Ég reikna ekki með að það verði lakari samningar en sam- bandið gerir, fyrir starfsfólkið,“ seg- ir Tryggvi. Hann segir að þróunin hafi orðið sú að sveitarfélögin hafi verið að fjarlægjast sína viðsemjendur með samningum í gegnum miðstýrt apparat sem öllu vilji ráða. „Ég tel gott fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum að þurfa að hugsa aðeins um þetta sjálfir,“ segir Tryggvi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Súðavík Aðeins rúmlega 500 íbúar eru alls í sveitarfélögunum þremur sem vísað var úr samráði um kjaraviðræður. Líst vel á að gera eigin kjarasamninga  Vísað úr kjarasamráði vegna eingreiðslu til starfsfólks YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL TRAUST Í 80 ÁR VERÐ 29.900,- Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 20% afsláttur af bleiku frá: Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.