Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 46
EHF-KEPPNIN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FH og Selfoss verða í eldlínunni í EHF-keppni karla í handbolta um helgina. Íslandsmeistarar Selfoss koma beint inn í 2. umferðina og mæta í dag Malmö á útivelli í fyrri leik liðanna. FH fær hins vegar norsku deildarmeistarana í Arendal í heimsókn í Kaplakrika kl. 17 á morgun. „Möguleikar okkar eru ágætir. Við þurfum bara að mæta hrikalega öflugir til leiks í fyrri leiknum á heimavelli, sýna tennurnar í byrjun og hversu sterkir við erum. Ef við byrjum vel og eigum góðan leik eig- um við alveg að geta unnið á heima- velli, og svo tökum við stöðuna eftir það,“ segir FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson. Eins og fyrr segir varð Arendal norskur deildarmeistari á síðustu leiktíð en liðið tapaði svo í úr- slitaeinvígi gegn Elverum í maí. Lið- ið féll út í 16-liða úrslitum Áskor- endabikars Evrópu. Í haust sat Arendal hjá í fyrstu umferð EHF- keppninnar en liðið hefur farið illa af stað í norsku úrvalsdeildinni og tapað þremur af fyrstu fjórum leikj- um sínum. Þess má geta að Nökkvi Dan Elliðason lék með Arendal fyrri hluta síðustu leiktíðar áður en hann gekk í raðir Selfoss. Vitum við hverju er að búast „Þetta er öflugt lið með stóra og sterka leikmenn. Þeir keyra gríðar- lega hratt fram völlinn, hlaupa mik- ið og leikirnir eru hraðir. Síðan hafa þeir verið að spila 1-2 útgáfur af varnarleik sem við höfum skoðað. Við vitum ágætlega við hverju er að búast. Lykilatriði fyrir okkur er klárlega að ljúka sóknunum okkar almennilega og ná að koma okkur í vörnina, því þeir refsa hiklaust og hlaupa hraðaupphlaupin grimmt. Það ætlum við líka að gera svo að vonandi verður þetta bara hraður og skemmtilegur leikur,“ segir Ás- björn. Ásbjörn og félagar í FH voru grát- lega nálægt því að komast í riðla- keppni EHF-keppninnar fyrir tveim- ur árum þegar þeir mættu Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð: „Við vorum gríðarlega nálægt því að komast í riðlakeppnina, töpuðum á einu útivallarmarki gegn Tatran Presov sem er hörkulið og var í Meistaradeildinni í fyrra. Það var svekkjandi. Möguleikinn er því fyrir hendi, en það er líka möguleiki á að fá mjög spennandi lið strax í þriðju umferð þegar stóru, þýsku liðin koma inn. Það er góð gulrót en fyrst og fremst er núna gaman að fá að bera sig saman við virkilega gott, norskt lið. Það yrði frábært að kom- ast í gegnum þetta einvígi.“ Norðmennirnir refsa hiklaust Morgunblaðið/Kristinn Magnússon EHF Ásbjörn Friðriksson skýtur að marki Vise frá Belgíu í 1. umferð.  FH tekur á móti Arendal í Kaplakrika á morgun og Selfoss spilar í Malmö í dag 46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Vináttulandsleikir kvenna Frakkland – Ísland .................................. 4:0 Eugénie Le Sommer 4., 17., Delphine Casc- arino 66., Mael Majri 85. Bandaríkin – Suður-Kórea..................... 2:0 Allie Long 45., Mallory Pugh 76. Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Ungverjaland – Svíþjóð .......................... 0:5 Magdalena Ericsson 13., Madelen Janogy 46., 51., Sofia Jakobsson 90., Loreta Kul- lashi 90. Lettland – Slóvakía ................................. 1:2 Karlina Miksone 3. – Patricia Hmirová 34., Jana Vojteková 74. Staðan: Svíþjóð 2 2 0 0 9:1 6 Ísland 2 2 0 0 5:1 6 Slóvakía 2 1 0 1 2:2 3 Lettland 2 0 0 2 2:6 0 Ungverjaland 2 0 0 2 1:9 0 A-RIÐILL: Tyrkland – Eistland ................................. 0:0 Slóvenía – Holland.................................... 2:4  Holland 9, Rússland 6, Slóvenía 3, Kós- óvó 3, Tyrkland 1, Eistland 1. B-RIÐILL: Danmörk – Bosnía.................................... 2:0 Malta – Ítalía ............................................ 0:2  Danmörk 9, Ítalía 9, Bosnía 6, Ísrael 0, Georgía 0, Malta 0. C-RIÐILL: Hvíta-Rússland – Noregur...................... 1:7  Noregur 6, Wales 4, Hvíta-Rússland 3, Norður-Írland 1, Færeyjar 0. D-RIÐILL: Spánn – Aserbaídsjan .............................. 4:0  Tékkland 3, Spánn 3, Pólland 0, Aserba- ídsjan 0, Moldóva 0. E-RIÐILL: Albanía – Portúgal ................................... 0:1  Skotland 3, Finnland 3, Portúgal 3, Alb- anía 0, Kýpur 0. D-RIÐILL: Litháen – Sviss ......................................... 0:3  Sviss 6, Belgía 3, Króatía 3, Rúmenía 0, Litháen 0. Katar Al-Khor – Al-Arabi.................................. 1:3  Aron Einar Gunnarsson var í liði Al- Arabi en var borinn meiddur af velli rétt fyrir leikslok. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Pólland Slask Wroclaw – Jagiellonia .................. 1:1  Böðvar Böðvarsson sat allan tímann á bekknum hjá Jagiellonia. England B-deild: Birmingham – Middlesbrough................ 2:1 Þýskaland Hertha Berlín – Fortuna Düsseldorf ..... 3:1 B-deild: Darmstadt – Karlsruher......................... 1:1  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Frakkland B-deild: Valenciennes – Grenoble........................ 0:2  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Danmörk Nordsjælland – Lyngby .......................... 1:1 Frederik Schram var varamarkvörður hjá Lyngby. Holland B-deild: Cambuur – Excelsior .............................. 4:0  Elías Már Ómarsson kom inn á hjá Ex- celsior á 76. mínútu. Belgía B-deild: Lommel – Roeselare ............................... 2:1  Kolbeinn Þórðarson fór af velli á 85. mín- útu hjá Lommel. Stefán Gíslason þjálfar liðið.  Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare. KNATTSPYRNA Dominos-deild karla Þór Þ. – Stjarnan.................................. 80:92 KR – Grindavík..................................... 89:77 1. deild karla Álftanes – Skallagrímur ...................... 90:65 Snæfell – Vestri .................................. 64:114 Sindri – Hamar ................................... 88:102 Evrópudeildin Alba Berlín – Zenit Pétursborg......... 85:65  Martin Hermannsson skoraði sjö stig fyrir Alba, átti níu stoðsendingar og tók tvö fráköst en hann lék í 24 mínútur. Svíþjóð Borås – Wetterbygden Stars ............. 88:84  Elvar Már Friðriksson skoraði 22 stig fyrir Borås, tók sjö fráköst og átti sex stoð- sendingar á 28 mínútum. KÖRFUBOLTI Í VESTURBÆNUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Sjötta titilvörn KR í röð á Íslands- móti karla í körfubolta fór vel af stað í gærkvöldi. KR fékk Grindavík í heimsókn og vann öruggan 89:77- sigur. KR náði yfirhöndinni snemma og þrátt fyrir ágæt áhlaup Grindvík- inga inn á milli var sigur KR aldrei í hættu. Í hvert skipti sem Grindavík skoraði nokkur stig í röð og hótaði að gera leikinn spennandi skoruðu KR- ingar nokkur stig á móti og varð munurinn aldrei minni en sjö stig í seinni hálfleik. Lúxuslið KR-inga Fyrir leik var ljóst að verkefni Grindavíkur yrði erfitt þar sem eini atvinnumaður liðsins, Jamal Olase- were, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í læri. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu en gæði og reynsla KR-inga voru of mikil. KR er með enn sterkara lið en oft áður með inn- komu leikmanna eins og Jakobs Arn- ar Sigurðarsonar, Michaels Craions, Matthíasar Orra Sigurðarsonar og Brynjars Þórs Björnssonar. Krist- ófer Acox og Björn Kristjánsson léku ekki með KR vegna meiðsla og Brynjar lék aðeins þrjár mínútur, þar sem hann er að stíga upp eftir meiðsli. KR var því án þriggja sterkra leikmanna langstærstan hluta leiks, en þrátt fyrir það var leik- mannahópurinn sá sterkasti í deild- inni. KR-liðið er orðið lúxuslið og ætti að vinna sinn sjöunda meistaratitil í röð. Stigaskor KR-inga dreifðist vel og allir lögðu í púkkið. Michael Crai- on skoraði 23 stig og Helgi Már Magnússon gerði 16. Það er lítið út á frammistöðu Grindavíkur að setja. Úrslitin eru al- gjörlega eðlileg, sérstaklega í ljósi þess að atvinnumaður liðsins var ekki með. Grindavík er með sterka leik- menn eins og Sigtrygg Arnar Björns- son, Ingva Þór Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Dag Kár Jónsson. Þeir verða allir að eiga stjörnuleik til að Grindavík geti unnið KR og svo þarf atvinnumaður að leggja sitt af mörk- um. Ingvi skoraði 22 stig og Sig- tryggur 21, en Ólafur Ólafsson gerði lítið fyrstu þrjá leikhlutana og Dagur Kár Jónsson var ekki góður. Bekkur Grindavíkur hafði lítið fram að færa; einungis níu stig, á meðan KR skor- aði 27 stig af bekknum. KR er með betri leikmannahóp, meiri breidd, meiri reynslu og meiri gæði. Grinda- vík reyndi, en verkefnið var of strembið. Leitin að sjö- unda titlinum í röð byrjaði vel  KR sannfærandi gegn Grindavík Morgunblaðið/Hari Slagur Matthías Orri Sigurðarson og Sigtryggur Arnar Björnsson í kröpp- um dansi í viðureign KR og Grindavíkur í gærkvöld. Stjörnumenn hófu leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með góðum úti- sigri gegn Þór í Þorlákshöfn, 92:80, í gærkvöld. Króatíski bakvörðurinn Nikolas Tomsick skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna gegn sínum gömlu sam- herjum í Þór en þar lék hann í fyrra og sló í gegn. Jamar Bala Akho skoraði 18 stig og tók 14 fráköst, Kyle Johnson skoraði 13 og þeir Ægir Þór Steinarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson 12 hvor. Hjá Þór var Emil Karel Einarsson með 19 stig, Halldór Garðar Hermanns- son 16 og Vladimir Nemcok skoraði 13 stig. Góður á gamla heimavellinum Morgunblaðið/Hari Góður Nikolas Tomsick var stigahæstur Stjörnumanna. Martin Hermannsson og samherjar hans í þýska liðinu Alba Berlín fóru vel af stað í gærkvöld í Evrópu- deildinni, sterkustu deild Evrópu, þegar þeir unnu sannfærandi sigur á rússneska liðinu Zenit Péturs- borg, 85:65, í Berlín. Þetta var fyrsti leikur Alba af 34 í þessari umfangsmiklu deild í vetur. Martin átti langflestar stoðsendingar í liði Alba, níu talsins, en skoraði auk þess sjö stig og tók tvö fráköst. Stutt er á milli leikja hjá liðinu því næsti leikur Alba í þýsku deildinni fer fram á morgun. vs@mbl.is Sigur í fyrsta leiknum af 34 Ljósmynd/Alba Berlín Áfangi Martin Hermannsson er kominn á blað í Evrópudeildinni. DHL-höllin, Dominos-deild karla, 1. umferð, föstudag 4. október. Gangur leiksins: 7:5, 15:11, 20:13, 28:17, 35:19, 42:24, 42:26, 46:34, 50:42, 58:45, 61:51, 65:58, 71:60, 77:66, 79:72, 89:77. KR: Michael Craion 23/15 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/5 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 13/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Matthías Orri Sigurðarson 10/8 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 9/7 fráköst/8 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árna- son 7. KR – GRINDAVÍK 89:77 Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn. Grindavík: Ingvi Þór Guðmundsson 22/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/5 stoðsendingar, Ólaf- ur Ólafsson 13/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 8/5 fráköst, Björgvin Haf- þór Ríkharðsson 6/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Nökkvi Már Nökkvason 3. Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Leifur S. Garðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson. Áhorfendur: 400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.