Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er æsispennandi fjölskyldusýning sem byggist á íslenska þjóðsagnaarfinum,“ segir Agnes Wild, leikstjóri nýjustu sýningar leik- hópsins Umskiptinga sem nefnist Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist sem frumsýnd verður í Samkomuhúsinu á Akureyri í dag, laugardag, kl. 13. „Verkið fjallar um tvo krakka sem heita Bjartur og Sóley. Fyrir algjöra slysni tekst þeim að opna gátt inn í heim íslenskra þjóð- sagna. Saklausum samnem- anda þeirra, Jóni Árnasyni, nafna þjóðsagnasafnarans, er í kjölfarið rænt af Húm- skollunni skelfilegu svo Sól- ey og Bjartur leggja upp í háskaför honum til bjargar. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem hinar ýmsu kynjaverur íslenskra þjóðsagna koma fyrir, svo sem nykurinn, sem er dul- arfull hestskepna með öf- uga hófa sem á að lifa í vötnum. Þjóðsagan segir að takist nykrinum að lokka menn á bak hlaupi hann með þá í vatnið og reyni að drekkja þeim. Svo hitta þau líka skoffín og skuggabaldur, marbendil, drauga og álfinn Blæ. Einnig koma við sögu Möðruskotta og Vallamóri, sem brunnu inni á Möðruvöllum í gamla daga. Umskiptingar, sem skrifuðu handritið í samvinnu við mig, nota líka alls kyns minni og hluti úr þjóðsagnaheiminum,“ segir Agnes og nefnir sem dæmi fjögurra laufa smárann, flotsteina og fleiri galdrahluti. „Allt eru þetta hlutir sem hjálpa krökkunum að finna Jón,“ segir Agnes og tekur fram að allt fari vel að lokum. Spurð um titil verksins segir Agnes leikhóp- inn vera að leika sér með þá hugmynd að Jón Árnason þjóðsagnasafnari hafi á sínum tíma gleymt einni sögu. „Í leikritinu hittum við fyrir eina þjóðsagnapersónu sem er alls ekki ánægð með það að hafa gleymst,“ segir Agnes og tek- ur fram að hún vilji að öðru leyti ekki gefa of mikið upp um framvindun. Segir hún sýn- inguna, sem er um tveir tímar með hléi, hugs- aða fyrir börn sex ára og eldri. Aðspurð segist Agnes þekkja alla í leik- hópnum vel. „Ég hef unnið með þeim í ýmsum öðrum verkefnum, en þetta er í fyrsta sinn sem ég leikstýri Umskiptingum og fæ tæki- færi til að vinna með þeim öllum í einu,“ segir Agnes, en atvinnuleikhópinn Umskiptinga skipa Birna Pétursdóttir, Jenný Lára Arnórs- dóttir, Margrét Sverrisdóttir, Sesselía Ólafs- dóttir og Vilhjálmur B. Bragason. „Umskipt- ingar fara með hlutverkin í sýningunni, ásamt Hjalta Rúnari Jónssyni og Jóhanni Axel Ing- ólfssyni,“ segir Agnes og tekur fram að Sess- elía og Vilhjálmur, sem nefna sig Vandræða- skáldin, hafi samið tónlistina sem Kristján Edelstein útsetti. „Katrín Mist Haraldsdóttir sér um dans- og sviðshreyfingar, Auður Ösp Guðmundsdóttir annast leikmyndar- og búningahönnun, Heiðar Sveinsson er ljósa- hönnuður og Gunnar Sveinbjörnsson hljóð- hönnuður.“ Agnes hefur á síðustu árum sett upp fjölda sýninga sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Þeirra á meðal er Bunraku-brúðusýningin Á eigin fótum með leikhópunum Miðnætti og Lost Watch Theatre Company, gaman- leikurinn Djákninn á Myrká með Miðnætti og Ronja ræningjadóttir hjá Leikfélagi Mosfells- bæjar sem árið 2015 var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleiks- hússins. Endar alltaf með barnaleikhús „Einhvern veginn enda ég alltaf á því að búa til barnaleikhús, líka þegar það hefur ekki ver- ið ætlunin í upphafi,“ segir Agnes og hlær. „Mér finnst svo æðislega gaman að búa til leik- hús fyrir börn. Þau eru svo skemmtilegir og hreinskilnir áhorfendur sem yndislegt er að leika fyrir. Mér finnst svo skemmtilegt hvað þau eru sönn, þau hlæja innilega ef eitthvað er fyndið, eru hrædd ef eitthvað er hræðilegt og hika ekki við að segjast vilja fara heim ef þeim leiðist,“ segir Agnes og bendir á að næstu sýn- ingar hennar í vetur séu líka barnasýningar. Þar er um að ræða Bunraku-brúðusýningin Geim-mér-ei sem Miðnætti frumsýnir í maí, Tréð sem Agnes gerir í samvinnu við Söru Marti Guðmundsdóttur og frumsýnd verður á Listahátíð í Reykjavík og jólasýningin Jóla- ævintýri Þorra og Þuru sem Agnes semur í samvinnu við Sigrúnu Harðardóttur. Spurð hvernig sér hafi líkað vistin á Akureyri síðustu vikur segir Agnes dásamlegt að vinna þar. „Mér finnst æðislegt að vera hérna fyrir norðan. Þar sem ég bý alla jafna fyrir sunnan er það að koma hingað norður eins og að fara í vinnustofu þar sem ég get ein- beitt mér 100% að verkefninu. Svo spillir ekki fyrir að Samkomuhúsið er frábært leikhús með góðan anda. Mér líður alltaf eins og ég sé heima hjá mér í Samkomuhúsinu.“ „Gaman að búa til leikhús fyrir börn“ Ljósmynd/Daníel Starrason Leiðangur Sóley (Margrét Sverrisdóttir), Blær (Vilhjálmur B. Bragason) og Bjartur (Jóhann Axel Ingólfsson) í Galdragáttinni og þjóðsögunni sem gleymdist í uppfærslu Umskiptinga.  Umskiptingar frumsýna í Samkomuhúsinu á Akureyri leiksýninguna Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist  „Þetta er æsispennandi fjölskyldusýning sem byggist á íslenska þjóðsagnaarfinum“ Agnes Wild Það verður líflegt í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15 þegar fjórar myndlistarsýningar verða opnaðar: Fjölröddun Bjargar Eiríksdóttur, Verkafólk Halldóru Helgadóttur, sýning Knut Eckstein ég hefengan- áhuga á nokkrusemerstærraen lífið og samsýningin Síðasta Thule. „Ég hef verið upptekin af hæfi- leika okkar til að eiga í samskiptum við umhverfið í gegnum skynjun,“ er haft eftir Björgu í tilkynningu frá safninu. „Skynjunin er ákveðið und- ur sem opnar umhverfinu leið inn í líkamann. Þannig höfum við mögu- leika á að hrífast í náttúru og finna fyrir tengingu við hana. Fyrir mér er þessi upplifun eða merkingar- bæra reynsla eins og marglaga skynjun eða nokkurs konar pólíf- ónía, þar sem hvert lagið vefst um annað innra með mér,“ segir Björg. Heiðrar minningu verkafólks Um sýningu Halldóru segir m.a. að á árunum eftir stríð hafi verið mikill uppgangur í iðnaði á Akureyri og flestir bæjarbúar tengdir verk- smiðjunum á Gleráreyrum á ein- hvern hátt en starfsemi verksmiðj- anna lagðist af á tíunda áratugnum og það eina sem eftir stendur af sögu þeirra er að finna á söfnum bæjar- ins. „Með því að rýna í gamlar ljós- myndir og færa þær í lítillega breyttri mynd upp á strigann, lang- ar mig að heiðra minningu þess fólks sem áður átti svo stóran þátt í að byggja upp bæinn sem við búum í,“ segir Halldóra m.a. um verk sín. Knut Eckstein „býður áhorfand- anum upp á ákveðinn viðsnúning eða ranghverfu – hvorki meira né minna en skynhrifin, eða áhrifin af risa- vöxnu, þrívíðu landslagsmálverki sem hægt er að ganga inn í“, eins og segir í tilkynningu. Þegar komið er inn í rýmið munu áhorfendur ekki sjá neitt kunnug- legt til að styðjast við. „Á dökkgrænu plasti sem þekur allt gólfið munu ljósgrænar ræmur af plastfilmu virðast fljóta yfir, á meðan efsta lagið – gegnsætt segl – er strekkt yfir allt yfirborðið og tengir þannig þessa krafta sjónrænt saman, samtímis því að skapa upp- lifun af óendanlegri dýpt,“ segir m.a. um sýninguna. Nyrsti hluti hins kannaða heims Á samsýningunni Síðasta Thule eru verk listamanna sem tengjast listrænum hluta International Com- mittee for Christopher Columbus, listamenn frá bæði gamla og nýja heiminum, sem hafa lengi vonast eft- ir að geta haldið listsýningu á Ís- landi. „Í endurminningum sínum minnt- ist Kristófer Kólumbus á eyjuna Thule og í bréfum Seneca er vitnað til Ultima Thule sem nyrsta hluta hins kannaða heims. Það er því í anda landkönnuðanna sem ítalskir listamenn leggja upp í för til Íslands / Ultima Thule með verk sín, til að taka þátt í sýningunni í Listasafninu á Akureyri og opna þannig leiðina til nyrsta hluta hins nýja heims og sí- heillandi dulúðar hans,“ segir í til- kynningu. Við opnun myndlistarsýninganna mun sönghópurinn Arctic Opera flytja tónlist frá endurreisnartíma- bilinu og Bruno Aloi, formaður ICCC, og Finnur Friðriksson, dós- ent við Háskólann á Akureyri, flytja erindi. Fjölröddun, verkafólk, viðsnúningur og Thule Verkafólk Eitt verka Halldóru Helgadóttur af sýningunni Verkafólk.  Fjórar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri Söguhringur kvenna býður upp á danssmiðju undir stjórn Yuliana Palacios, dansara frá Mexíkó, á morg- un, sunnudag, kl. 15 í Gerðubergi. „Líkamar okk- ar og vöðvaminni verða helstu viðfangsefni nám- skeiðsins. Kafað verður í þá visku- brunna sem líkamar okkar eru í áhugaverðri smiðju sem sameinar dans, hreyfingu og allt þar á milli,“ segir í tilkynningu. Allar konur eru velkomnar og þátttaka er endurgjaldslaus. Yuliana Palacios með danssmiðju Yuliana Palacios Flautuleikararnir Karen Erla Kar- ólínudóttir og Pamela De Sensi og píanóleikarinn Steingrímur Þór- hallsson koma fram á hádegis- tónleikum í Lista- safni Íslands í dag kl. 12.10. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð safnsins og Íslenska flautukórsins sem hefur það markmið að gefa fólki kost á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlist- ar. Á efnisskránni eru verk eftir Ernesto Köhler, Hector Berlioz, Jacques Ibert og Ian Clarke. Flaututónar á hádegistónleikum Pamela De Sensi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.