Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landmám eyruglu hér á landi í kringum síðustu aldamót hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Bæði í ár og í fyrrasumar er talið að henni hafi gengið erfiðlega að koma upp ungum. Getgátur eru um að vosbúð vegna rigninga og kulda hafi gert eyruglu og ungum hennar erfitt fyrir í fyrra. Í sumar hafi þurrkar hins vegar sett strik í reikninginn og haft áhrif á fæðu- framboð. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og prófessor í dýrafræði við Há- skóla Íslands, hefur síðustu tvö ár fylgst skipulega með eyruglu og branduglu hér á landi. Hann segir að þessar rannsóknir séu skammt á veg komnar og því beri að forðast full- yrðingar um lífshætti og afkomu þeirra. Hann dregur þó ekki dul á að það sé spennandi verkefni að fylgjast með þessum hljóðlátu ránfuglum. „Ég viðurkenni fúslega að þó að ég starfi við fuglarannsóknir og lifi og hrærist í þessum heimi þá tekur hjartað aukaslag þegar ég sé brand- uglu eða eyruglu. Um snæugluna, þann tignarlega fugl, talar fugla- áhugafólk almennt af lotningu. Hún er sjaldgæf á alþjóðavísu og hér- lendis er hún á mörkunum að geta talist varpfugl. Það eru forréttindi að hafa tækifæri til að vinna með þessar tegundir,“ segir Gunnar. Ekki stórir stofnar Um stofnstærð fyrrnefndra uglu- tegunda liggja nákvæmar upplýs- ingar ekki fyrir. Ef miðað er við meðaltal síðustu tveggja ára þá voru þekkt 10-15 óðul eyruglu á sunnan- verðu landinu en raunveruleg stofn- stærð er óþekkt. Branduglur eru mun fleiri og á láglendi um allt land, en alls gætu varppörin verið 4-500. Óðul snæuglu áætlar Gunnar Þór, án ábyrgðar, að geti verið teljandi á fingrum annarrar handar. „Landnám eyruglu er staðreynd, en hægt er að fullyrða að hún sé sjaldgæf hér á landi þrátt fyrir að upplýsingar séu af skornum skammti. Við höfum leitað hennar í tvö ár nokkuð ítarlega og hún er ekki orðin mjög útbreidd. Það hjálpar okkur ekki í þessari vinnu að eyr- uglan er mjög felugjarn fugl og get- ur verið í námunda við bústaði eða þar sem fólk er á ferli en verður hennar ekki vart,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann að ekki þurfi að vera þversögn í því að vot- viðri hafi þrengt að eyruglu sumarið 2018, en þurrkar hafi haft slæm áhrif í sumar sem leið. „Samkvæmt greiningum á fæðu- leifum íslenskra eyrugla síðastliðin tvö ár eru hagamýs uppistaðan í vetrarfæðu þeirra, en yfir ungatím- ann á sumrin er fæðan fjölbreyttari og hún étur meira af fuglum, til dæmis þresti og hrossagauka. Þær tegundir eru háðar nægu framboði af ánamöðkum, sem ekki er að heilsa í miklum þurrkum, sem aftur kemur niður á þessum fuglum og gæti síðan komið niður á eyruglunni ef hún treystir á þá sem fæðu,“ segir Gunn- ar. Á liðnu sumri komu eyrugluung- ar fram á níu óðulum en óljóst er hversu margir ungar komust á legg. Ekki stúfmýs og læmingjar Gunnar segir afkomubrestinn hafa verið skýran sumarið 2018 þeg- ar væta og kuldi réðu ríkjum svo vik- um skipti, en þá komu aðeins fram ungar á þremur óðulum sem hurfu fljótlega og hafa líklega drepist. Hann segir að eyruglur hafi lausan fjaðraham, ólíkt til dæmis vaðfuglum og sjófuglum, og þoli illa langvarandi bleytu. „Svo má spyrja hvort eðlilegt sé að eyrugla komi upp mörgum ungum á hverju ári. Við vitum ekki nákvæm- lega um fæðu þeirra og hér á landi eru ekki þessir stóru nagdýrastofnar eins og stúfmýs og læmingjar sem eru víða hennar helsta fæða. Þessa hópa vantar hér á landi og ef eyrugl- an ætlar að sérhæfa sig í nagdýrum hér þá hefur hún í raun bara haga- músina sem eina kostinn. En hún hefur líka þann möguleika að til- einka sér fjölbreyttara fæðuval og éta fugla í auknum mæli en hvernig þessu er raunverulega háttað kemur í ljós með áframhaldandi rann- sóknum,“ segir Gunnar Þór. Úhh – úhh – úhh Á heimasíðu Náttúruminjasafns- ins, nmsi.is, fjallar Jóhann Óli Hilm- arsson fuglafræðingur um eyruglu. Þar segir að eyruglan sé ánægjuleg viðbót við fátæklega íslenska uglu- fánu. Ástæðan fyrir fáum tegundum af ættbálki ugla hér á landi, miðað við grannlöndin, sé fábreytt nag- dýrafána, en nagdýr séu alfæða flestra ugla. Hann segir eyruglu vera meðal- stóra uglu, náskylda og mjög líka branduglu. „Hún er auðgreind á löngum fjaðraeyrum sem sjást að- eins þegar fuglinn situr. Eyrun hafa ekkert með heyrn fuglsins að gera,“ skrifar Jóhann Óli. Þó svo að eyruglan sé mun laumu- legri en branduglan er auðveldast að staðfesta varp hennar með því að hlusta vel eftir henni á síðkvöldum; síðla vetrar tilkynna karlarnir yfir- ráð sín yfir óðulum með söng: úhh – úhh – úhh. Hljóðið sem stálpaðir ungar gefa frá sér þegar þeir betla mat er áberandi, sérstaklega þegar foreldrarnir eru nærri, segir á vefn- um. Hjartað tekur aukaslag  Landnám eyruglu ekki þrautalaust  Ánægjuleg viðbót við fátæklega íslenska uglufánu  Síðustu tvö ár eru þekkt 10-15 óðul eyruglu  Fuglafræðingur segir áhugamenn tala um snæuglu af lotningu Ljósmynd/Alex Máni Guðríðarson Með bráð Eyrugla með hagamús í gogginum, en nagdýr eru helsta fæða hennar. Hún étur þó einnig fugla hérlendis. Ljósmynd/Alex Máni Eyrugla Hefur orpið hér í um 20 ár. Gunnar Þór Hallgrímsson Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Snæugla Sjaldgæf og tignarleg. Ljósmynd/Alex Máni Brandugla Finnst um allt land. Spurður hvort varp nýrrar tegundar hafi verið staðfest í sumar segir Gunnar Þór svo ekki vera. Meðal sjaldgæfra tegunda nefnir hann grátrönu, en svo virðist sem teg- undin hafi verið að koma sér fyrir síðustu ár. Vart varð við varp silki- toppu á þremur stöðum í sumar. Varp hennar hefur verið staðfest einu sinni áður, og þá einnig á þrem- ur stöðum. Fullorðnar og ungar landsvölur hafa sést við Höfn í Hornafirði sem bendir til varps. Hann segir að einnig sé spurning hvort hettusöngvari hafi orpið hér í sumar en nokkrir fuglar sáust í skógarlundi við Skóga síð- sumars og það gæti bent til varps. „Í Evrópu eru margar tegundir skógarfugla og þar á meðal tegundir sem hafa möguleika á að flækjast hingað og setjast hér að. Með hlýrra veðurfari og stækkun búsvæða með skógrækt opnast möguleikar fyrir þessar tegundir,“ segir Gunnar. Sóknarfæri fyrir skógarfugla HLÝRRA VEÐURFAR OG STÆKKUN BÚSVÆÐA Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Vetur Varp silkitoppu var staðfest í sumar, en þær hafa verið óreglulegir gestir á landinu í mörg ár. GRÆNT ALLA LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.