Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir á vegum íbúðaleigu- félagsins Bjargs hafa gengið vel á árinu, að því er Björn Traustason, framkvæmdastjóri félagsins, tjáði Morgunblaðinu. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignar- stofnun rekin án hagnaðarmark- miða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjöl- skyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norænni fyrirmynd. Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25% af heildartekjum leigjenda, að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Mikil tímamót urðu hjá félaginu í júní síðastliðnum, þegar fyrstu íbúðirnar voru afhentar leigutök- um. Fyrsti leigjandi félagsins fékk þá afhenta lyklana að íbúð við Móa- veg í Grafarvogi. Það var Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir. Síðan hafa bæst við 99 fjöl- skyldur sem hafa fengið afhentar íbúðir í Reykjavík og á Akranesi. Bjarg mun afhenda um 150 íbúðir á árinu og verða þá íbúar í íbúðum Bjargs orðnir á fjórða hundrað, að sögn Björns. Bjarg er með í undirbúningi framkvæmdir vegna 463 íbúða Bjarg er með um 400 íbúðir í byggingu og eru þær við Móaveg í Grafarvogi, Urðarbrunn og Silfra- tjörn í Úlfarsárdal, Hallgerðargötu við Kirkjusand og Hraunbæ ásamt því að 32 íbúða fjölbýlishús er í byggingu við Guðmannshaga á Akureyri. Þá er Bjarg með í undirbúningi framkvæmdir vegna 463 íbúða. Þær íbúðir verða í Bryggjuhverfi í Graf- arvogi, Gelgjutanga í Vogabyggð, í Skerjafirði, Hamranesi í Hafnar- firði, Þorlákshöfn, Sandgerði og nýju Björkuhverfi á Selfossi. Björn segir að Bjarg eigi í við- ræðum við önnur sveitarfélög um byggingu leiguíbúða en félagið leggur áherslu á að eiga í góðu samstarfi við aðila alls staðar á landinu. Frekari uppbygging er háð veit- ingu stofnframlaga sem ríki og sveitarfélög leggja til verkefna fé- lagsins. Fjármagn til stofnframlaga hefur verið af skornum skammti og umsóknir eru langt umfram fé til úthlutunar, segir Björn Í kjarasamningum 2015 var lofað að 2⁄3 stofnframlaga myndi renna til íbúða fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldna á vinnumarkaði. „Það hefur ekki gengið eftir en von- ir standa til að á haustþingi verði sú ráðstöfun staðfest,“ segir Björn Traustason. Opið fyrir umsóknir Opið er fyrir umsóknir um íbúð hjá Bjargi og eru nánari upplýs- ingar á vef félagsins bjargibuda- felag.is. Þegar fólk sækir um aðild fær það númer sem það nýtir þegar sótt er um ákveðnar íbúðir. Nú þegar eru á annað þúsund manns á lista. Bjarg afhendir 150 íbúðir í ár  Góður gangur í framkvæmdum félagsins  Bjarg er með um 400 íbúðir í byggingu á sex stöðum Morgunblaðið/Hallur Már Afhending Katrín Einarsdóttir var fyrsti leigjandi Bjargs. Hún tók við lyklum að íbúð við Móaveg. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum staðið að þéttingu byggðar á ýmsum reitum í borgarlandinu. Einn þessara reita liggur við Hraunbæ og Bæjarháls í Árbæjarhverfi. Borgarráð samþykkti í október í fyrra að úthluta Íbúðafélaginu Bjargi hses. lóð og byggingar- rétti á reit C. Byggingarrétturinn heimilar byggingu fjögurra fjölbýlishúsa á samtals 8.479 fermetrum ofan- jarðar. Framkvæmdir eru vel á veg komnar eins og efri myndin sýnir. Neðri myndin sýnir hvernig reiturinn mun líta út fullbyggður. Í húsunum verða sex stiga- gangar. Íbúðirnar verða 79 talsins, 2-5 herbergja og 45-100 fermetrar að stærð. Fasteignaþróunarfélagið Spilda ehf. fékk úthlutaðar tvær lóðir. Framkvæmdar eru ekki hafnar. Tölvumynd/Arkþing Þétting byggðar í Árbæjarhverfi Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum AÐEIN S 8 SÆT I LAUS Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. Um er að ræða kjúkling með rekj- anleikanúmerinu 215-19-35-1-04 sem seldur er undir vörumerkjum Ali, Bónuss og FK. Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekj- anleikanúmeri eru beðnir að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ. Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og í samræmi við innra eft- irlit fyrirtækisins er unnið að inn- köllun vörunar. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. „Til að varast óróleika hjá neyt- endum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neyt- endur eftir áprentuðum leiðbein- ingum,“ segir í tilkynningu. Morgunblaðið/Eggert Hænsn Grunur er um salmonellusmit og var því gripið til innköllunar á vörunni. Grunur um smit í ferskum kjúklingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.