Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir á vegum íbúðaleigu- félagsins Bjargs hafa gengið vel á árinu, að því er Björn Traustason, framkvæmdastjóri félagsins, tjáði Morgunblaðinu. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignar- stofnun rekin án hagnaðarmark- miða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjöl- skyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norænni fyrirmynd. Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25% af heildartekjum leigjenda, að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Mikil tímamót urðu hjá félaginu í júní síðastliðnum, þegar fyrstu íbúðirnar voru afhentar leigutök- um. Fyrsti leigjandi félagsins fékk þá afhenta lyklana að íbúð við Móa- veg í Grafarvogi. Það var Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir. Síðan hafa bæst við 99 fjöl- skyldur sem hafa fengið afhentar íbúðir í Reykjavík og á Akranesi. Bjarg mun afhenda um 150 íbúðir á árinu og verða þá íbúar í íbúðum Bjargs orðnir á fjórða hundrað, að sögn Björns. Bjarg er með í undirbúningi framkvæmdir vegna 463 íbúða Bjarg er með um 400 íbúðir í byggingu og eru þær við Móaveg í Grafarvogi, Urðarbrunn og Silfra- tjörn í Úlfarsárdal, Hallgerðargötu við Kirkjusand og Hraunbæ ásamt því að 32 íbúða fjölbýlishús er í byggingu við Guðmannshaga á Akureyri. Þá er Bjarg með í undirbúningi framkvæmdir vegna 463 íbúða. Þær íbúðir verða í Bryggjuhverfi í Graf- arvogi, Gelgjutanga í Vogabyggð, í Skerjafirði, Hamranesi í Hafnar- firði, Þorlákshöfn, Sandgerði og nýju Björkuhverfi á Selfossi. Björn segir að Bjarg eigi í við- ræðum við önnur sveitarfélög um byggingu leiguíbúða en félagið leggur áherslu á að eiga í góðu samstarfi við aðila alls staðar á landinu. Frekari uppbygging er háð veit- ingu stofnframlaga sem ríki og sveitarfélög leggja til verkefna fé- lagsins. Fjármagn til stofnframlaga hefur verið af skornum skammti og umsóknir eru langt umfram fé til úthlutunar, segir Björn Í kjarasamningum 2015 var lofað að 2⁄3 stofnframlaga myndi renna til íbúða fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldna á vinnumarkaði. „Það hefur ekki gengið eftir en von- ir standa til að á haustþingi verði sú ráðstöfun staðfest,“ segir Björn Traustason. Opið fyrir umsóknir Opið er fyrir umsóknir um íbúð hjá Bjargi og eru nánari upplýs- ingar á vef félagsins bjargibuda- felag.is. Þegar fólk sækir um aðild fær það númer sem það nýtir þegar sótt er um ákveðnar íbúðir. Nú þegar eru á annað þúsund manns á lista. Bjarg afhendir 150 íbúðir í ár  Góður gangur í framkvæmdum félagsins  Bjarg er með um 400 íbúðir í byggingu á sex stöðum Morgunblaðið/Hallur Már Afhending Katrín Einarsdóttir var fyrsti leigjandi Bjargs. Hún tók við lyklum að íbúð við Móaveg. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum staðið að þéttingu byggðar á ýmsum reitum í borgarlandinu. Einn þessara reita liggur við Hraunbæ og Bæjarháls í Árbæjarhverfi. Borgarráð samþykkti í október í fyrra að úthluta Íbúðafélaginu Bjargi hses. lóð og byggingar- rétti á reit C. Byggingarrétturinn heimilar byggingu fjögurra fjölbýlishúsa á samtals 8.479 fermetrum ofan- jarðar. Framkvæmdir eru vel á veg komnar eins og efri myndin sýnir. Neðri myndin sýnir hvernig reiturinn mun líta út fullbyggður. Í húsunum verða sex stiga- gangar. Íbúðirnar verða 79 talsins, 2-5 herbergja og 45-100 fermetrar að stærð. Fasteignaþróunarfélagið Spilda ehf. fékk úthlutaðar tvær lóðir. Framkvæmdar eru ekki hafnar. Tölvumynd/Arkþing Þétting byggðar í Árbæjarhverfi Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum AÐEIN S 8 SÆT I LAUS Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. Um er að ræða kjúkling með rekj- anleikanúmerinu 215-19-35-1-04 sem seldur er undir vörumerkjum Ali, Bónuss og FK. Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekj- anleikanúmeri eru beðnir að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ. Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og í samræmi við innra eft- irlit fyrirtækisins er unnið að inn- köllun vörunar. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. „Til að varast óróleika hjá neyt- endum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neyt- endur eftir áprentuðum leiðbein- ingum,“ segir í tilkynningu. Morgunblaðið/Eggert Hænsn Grunur er um salmonellusmit og var því gripið til innköllunar á vörunni. Grunur um smit í ferskum kjúklingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.