Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Stundum er látið eins og um-ræðum eigi að ljúka þegar vísindamenn hafa tjáð sig. Í það minnsta ef flestir þeirra virðast á einu máli og fáir stíga fram og viðra aðra skoð- un. Í ritstjórnar- grein The Wall Street Journal í vikunni var bent á að ríkisvaldið og heilbrigðis- stofnanir hefðu haldið því að fólki að rautt kjöt væri slæmt fyrir heilsuna og tengdist fjölda sjúkdóma. „En hópur alþjóðlegra vísindamanna sem lagði mat á meira en 130 greinar og tugi rannsókna með tilviljanakenndum prófunum komst að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem tengdu rautt kjöt við krabbamein, hjarta- sjúkdóma og dauðsföll væru vafa- söm,“ segir WSJ.    Þá benti blaðið á að fyrir þrjá-tíu árum hefði fólki verið sagt að borða minni fitu, „en vís- indamenn hafa eftir það komist að þeirri niðurstöðu að þetta var slæm ráðgjöf og kann að hafa stuðlað að sykursýkisfaraldri með því að ýta undir aukna neyslu á kolvetnum“.    Loks kemur fram að nú hafilæknar sem vilji ýta undir grænmetisfæði lagt fram kvörtun hjá yfirvöldum gegn blaðinu, Annals of Internal Medicine, sem birti ofangreinda rannsókn um vísindagreinarnar um rauða kjöt- ið. Og T.H. Chan School of Public Health í Harvark heldur því fram að niðurstaðan kunni að „draga úr trausti almennings á vísinda- rannsóknum“.    En ætli traust á vísindarann-sóknum sé ekki frekar í hættu ef reynt er að þagga niður umræður um vísindarannsóknir. Vísindalegar staðreyndir? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Tækifæri og áskoranir við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi Ráðstefna á Grand Hótel 17. október 2019 08:00 Skráning og morgunverður 08:30 Setning ráðstefnu - Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri 08:40 Ávarp ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 08:50 Öryggisstjórnkerfi virkjana - Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun 09:10 Umhverfismat fyrir smærri virkjanir - Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun 09:30 Smávirkjanir og dreifikerfið - Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri tæknisviðs hjá RARIK 09:50 Kaffihlé 10:10 Smávirkjanir og flutningskerfið - Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs 10:30 Fjármögnun smávirkjana - Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar 10:50 Smávirkjanir í Noregi - Knut Olav Tveit, Daglig leder, Småkraftforeningen 11:10 Hafa orkufyrirtækin áhuga á að kaupa orku frá smávirkjunum - Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá HS Orku 11:30 Virkjanasaga Húsafells - Arnar Bergþórsson, stjórnarformaður Arnarlækjar 11:50 Samantekt og fundi slitið Fundarstjóri Erla Björk Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Orkustofnun Skráning á fundinn og útsending frá fundinum er á os.is ndi r Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meðferðartími mála hjá úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála styttist smám saman. Hann er þó enn um níu mánuðir. Formaður nefndarinnar vonast til þess að snemma á næsta ári verði málsmeð- ferðartíminn kominn niður í sex mán- uði. Á þriðja fjórðungi þessa árs bárust nefndinni 53 kærur sem er heldur meira en barst samtals fyrstu sex mánuði ársins. Á vef nefndarinnar kemur fram að vegna aukningarinn- ar séu líkur á því að kærumál ársins í heild verði heldur fleiri en meðaltal áranna 2012-2015. Samkvæmt því verða kærurnar að minnsta kosti 160 talsins sem er aðeins meira en síð- ustu tvö ár og gæti fjöldinn farið hátt í það sem nefndin þurfti að fást við á árinu 2016 sem var metár í sögu hennar. Meðalmálsmeðferðartími mála sem nefndin afgreiddi á þriðja árs- fjórðungi var sjö og hálfur mánuður og þegar litið er til fyrstu þriggja fjórðunga ársins sést að hann hefur verið tæpir níu mánuðir. Hefur máls- meðferðartími ekki verið styttri frá árinu 2017. Gert er ráð fyrir að máls- meðferðartími ársins í heild verði ekki meiri en 290 dagar, eða nokkuð á tíunda mánuð. Nanna Magnadóttir, formaður úr- skurðarnefndarinnar og forstöðu- maður skrifstofu hennar, segir að gott jafnvægi sé í kærum og með- ferðartíma. Skrifstofan sé vel mönn- uð sem og nefndin og gera megi ráð fyrir að meðal-meðferðartími haldi áfram að styttast, sérstaklega eftir að lokið sé við kúf af eldri málum. Nú eru 10 starfsmenn á skrifstofu nefnd- arinnar, þar með taldir formaður og varaformaður nefndarinnar sem þar eru í fullu starfi. Að auki eru sjö nefndarmenn í úrskurðarnefndinni. Lögboðið er að meðferð mála taki ekki lengri tíma en þrjá mánuði en sex ef mál eru viðamikil. Er þá talið frá þeim tíma sem öll gögn hafa bor- ist nefndinni. Nanna gerir ráð fyrir að við lok fyrsta fjórðungs næsta árs verði mál ekki eldri en sex mánaða. Þá verði hægt að ganga í það verk að flokka þau í almenn mál og viðameiri og ljúka þeim í kjölfarið á þeim tíma sem miðað er við. Stefnir í að hægt verði að afgreiða kærur á hálfu ári  Úrskurðarnefnd umhverfismála saxar á biðlistann Afgreiðslutími styttist Kærufjöldi Kærufjöldi Meðalafgreiðslutími Meðalafgreiðslu- tími, dagar 200 150 100 50 0 600 475 350 225 100 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 *Áætlun. Heimild: uua.is. 114 128 118 175 158 153 170* 213 302 364 285 276 321 290* Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um í gærmorgun að veita listakon- unni Steinunni Þórarinsdóttur sex milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar vegna listaverks hennar „Tákn“ sem stendur á þak- brún Arnarhvols, húsnæðis fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Þetta kemur fram á vef Stjórnar- ráðsins. Þar segir að verkið gæti verið uppi í eitt ár í viðbót eða til októbermánaðar 2020. Listaverkið er af ellefu mann- verum í líkamsstærð og hefur hlot- ið mikla athygli frá því það var sett upp í maí síðastliðnum. Tengist inn- setningin því að á árinu 2019 varp- ar Listasafn Reykjavíkur ljósi á list í almenningsrými, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Fær sex milljónir fyrir listaverkið „Tákn“ Ljósmynd/Stjórnarráðið Tákn Listaverkið mun standa áfram. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.