Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 34
34 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Dásamlegt kaffi nýmalað, engin hylki. – AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Klassíski kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Tekið verður við sam- skotum fyrir vinasöfnuð okkar í Kapkoris í Ke- níu. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Um- sjón Sonja Kro og Jón Ágúst Eyjólfsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Ný- stofnaður barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Þorgerður Þor- kelsdóttir leikur á hljóðfæri. Sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szkláner organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helgadóttur og Hrannars Inga Arnars- sonar. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson, ný- vígður prestur til Austfjarðaprestakalls, annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari er Bjart- ur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu. BESSASTAÐASÓKN | Bessastaðasókn tekur þátt í fjölskylduhátíð í Víðistaðakirkju 6. októ- ber. Rúta bíður okkar í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 en lagt verður af stað kl. 10.50 og komið heim kl. 13.30. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hallgrímsmessa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Kór Breiðholtskirkju syngur, stjórnandi er Örn Magn- ússon. Sunnudagaskóli á sama tíma. Ensk bænastund og barnastarf k. 14. Prestur er Tos- hiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi. Bleik guðsþjónusta og innsetning kl. 14. Kristján Jóhannsson og Tónbræður syngja, Jón- as Þórir við hljóðfærið. Bolvíkingar aðstoða. Gestur Pálmason les ritningartexta og Berglind Halla Elísdóttir syngur. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur inn í embætti tvo presta í Fossvogsprestakall, sr. Evu Björk Valdimarsdóttur og sr. Maríu Ágústsdóttur. DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskólinn kl. 10.30. Bleik messa kl. 20. Kvöldmessa þar sem stundin er helguð árvekniátaki gegn krabbameini. Sóley Guðmundsdóttir segir okkur reynslusögu sína tengda þeim vágesti. Kór Eg- ilsstaðakirkju syngur. Organisti er Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir leiðir stundina og flytur hug- vekju. Kaffisopi eftir messu og tekið við frjálsum fram- lögum til Krabbameinsfélags Austurlands. Ekki spillir að mæta í bleiku! FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón Ómar þjónar ásamt Mörtu og Ásgeiri. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja. Kaffi og djús eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölskylduhátíð kl. 14. Barna- og kríla- kórar koma fram og syngja ásamt kirkjukórn- um. Hljómsveit kirkjunnar spilar. Kaffisala Kvenfélagsins verður í safnaðarheimilinu að lokinni fjölskylduhátíð. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghóp- urinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunn- ari Gunnarssyni, organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Klassísk messa kl. 14. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og org- anisti er Jóhann Baldvinsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunn- arsson prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir þjónar ásamt messu- þjónum og fermingarfjölskyldum. Ásta Haralds- dóttir annast tónlist ásamt félögum úr Kirkju- kór Grensáskirkju. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni segir frá málverkasýningu sinni í anddyri kirkjunnar. Konfekt og kaffi. Við guðsþjónustu í Bústaðakirkju kl. 14 setur prófastur nýskipaða presta Fossvogsprestakalls inn í embætti. Á þriðjudag er kyrrðarstund kl. 12 og opið hús til kl. 14. Á fimmtudag er núvitundarstund kl. 18.15-18.45. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Messa með altarisgöngu sunnudag kl. 14 í há- tíðarsal Grundar. Prestur er Auður Inga Ein- arsdóttir heimilisprestur Grundar. Grundarkór- inn leiðir söng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur er Sighvatur Karlsson og hann og Pétur Ragnhildarson sjá um messuna. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu og Svanfríðar Gunnarsdóttur. Kirkjuvörð- ur er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduhátíð í Víðistaðakirkju kl. 11. Sameiginleg fjöl- skylduhátíð þjóðkirknanna í Hafnarfirði, Garða- bæ og Álftanesi. Hoppukastalar, andlitsmálun, leikir og fjör, Sirkus Íslands, blöðrulistamenn, hljómsveit, leiklistarhópur, leikþáttur Miskunn- sami Samverjinn, barnakórar, pylsur og djús. Hátíðin fer fram í Víðistaðakirkju og í íþrótta- húsi Víðistaðaskóla. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Umsjón: dr. Sigurður Árni Þórðarson og Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri og djákni. Fermingarbörn og hópur messuþjóna aðstoðar. Organisti er Douglas A. Brotchie. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Bogi Benediktsson og Rósa Árnadóttir stýra barnastarfinu. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár- degismessa miðvikud. kl. 8 og hádegisfyr- irlestur kl. 12. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía kór Háteigskirkju leiðir messusöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhanns- son. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Séra Karen Lind Ólafsdóttir og Lára Bryndís organisti sjá um stundina. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu. HRAFNISTA Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli, 4. hæð. Fé- lagar úr kór Áskirkju syngja. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Ritningarlestra les Kristín Guð- jónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma kl. 13 með lofgjörð og fyrirbænum. Ald- ursskipt barnastarf. Ólafur H. Knútsson prédik- ar. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Í fjölskyldumessu kl. 11 syngur Barnakór Keflavíkurkirkju við und- irspil Arnórs Vilbergssonar organista. Sunnu- dagaskólaleiðtogarnir Helga, Ingi Þór og Jó- hanna leiða stundina og sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Jóhanna Árnadóttir og Jóhann Kristbergsson eru messuþjónar. Albert Hinriksson og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson leiðir ásamt sunnudagaskólakennurum. Skóla- kór Kársnesskóla syngur. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjón- ar. Kór Langholtskirkju syngur og organisti er Magnús Ragnarsson. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og tekur Sara Grímsdóttir vel á móti börnunum. Léttur hádegisverður eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elín Sigríður Jónsdóttir syngur einsöng. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimili á meðan. Kaffi og sam- vera á eftir. 8.10. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin íhugun. Hús- ið opnað kl. 19.40. 9.10. Foreldrasamvera kl. 10-12. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista. 10.10. Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Hádeg- ismatur og opið hús á eftir. Hásalurinn, Hátúni 10. Helgistund með sr. Davíð Þór og sr. Hjalta Jóni. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson prédikar og þjón- ar til altaris ásamt Kristjáni Björnssyni vígslu- biskupi, sem vísiterar Lindakirkju um þessar mundir. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Um- sjón með barnastarfinu hafa Margrét H. Atla- dóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Bleik messa kl. 11 í til- efni af bleikum október. Guðmunda Egilsdóttir segir frá reynslu sinni. Félagar úr Krabba- meinsfélagi Árnessýslu lesa. Kirkjukór og ung- lingakór Selfosskirkju syngja undir stjórn Edit Molnár, prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. Fjölskyldusamvera á sama tíma í safn- aðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar, og að messu lokinni er borin fram súpa í safn- aðarheimilinu. Allur ágóði af súpunni rennur til Krabbameinsfélags Árnessýslu. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20, ath. breyttan messutíma. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar og Kór Seljakirkju flytur tónlist undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða al- mennan safnaðarsöng. Sveinn Bjarki og leið- togar sjá um sunnudagaskólann. Kaffiveit- ingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna. VÍDALÍNSKIRKJA | Batamessa kl. 17. Helga Björk Jónsdóttir djákni og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna fyrir altari. Vinur í bata flytur vitnisburð. Jóhann Baldvinsson leikur á orgel. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur ein- söng og Davíð Sigurgeirsson leikur undir. Létt máltíð í safnaðarheimili eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sameig- inleg fjölskylduhátíð þjóðkirknanna í Hafn- arfirði, Garðabæ og á Álftanesi – fer fram í Víðistaðakirkju og íþróttahúsi Víðistaðaskóla kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í kirkjunni og Sirkus Íslands, hoppukastalar, andlitsmálun, pylsur og djús, leikir og fjör á eftir í íþróttasalnum. Orð dagsins: Sonur ekkjunnar í Nain. (Lúk. 7) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonAkureyri Glerárkirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.