Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íeina tíð vareftirlits-samfélagið keppikefli alræð- isríkja og efni í hrollvekjur. Nú er það orðinn veru- leiki og fáir kippa sér upp við það. Nánast allar okkar athafnir skilja eftir sig fótspor og snjalltæknin gerir það að verkum að rekjanleikinn á að- eins eftir að verða meiri. Flestir ganga um með snjallsíma. Þeir veita ekki að- eins upplýsingar um það í hverja við hringjum og hverjir hringja í okkur. Út frá þeim má rekja ferðir manna um borg og bý. Greiðslukortin gera kleift að rekja eyðslusögu okkar, ekki bara í hvað við eyð- um peningum, heldur hvar við eyðum þeim. Þá er hægt að sjá hvað við lesum og skoðum á netinu auk þess sem margir setja þar inn upplýsingar um sjálfa sig án þess að velta fyrir sér að þar muni verða hægt að finna þær og fletta upp um aldur og ævi. Víða hefur myndavélum ver- ið komið fyrir á almannafæri. Sagt er að í London sé vart hægt að snúa sér við án þess að vera einhvers staðar í mynd, en Reykjavík er alls ekki und- anskilin í þeim efnum. Lög- regla er með eftitlitsmynda- vélar og þær er einnig að finna í verslunum og fyrirtækjum. Nú ætla stjórnvöld að bæta um betur og eru komin fram áform um að setja upp víðtækt eftirlitskerfi á helstu umferð- aræðum á höfuðborgarsvæð- inu. Hið yfirlýsta markmið er ekki eftirlit heldur gjaldtaka til að fjármagna löngu tíma- bærar samgöngufram- kvæmdir. Útfærslan á þessari gjaldheimtu liggur ekki fyrir. Svo virðist þó sem setja eigi upp kerfi, sem greini bílnúmer og reki ferðir manna um borg- ina þannig að eftir á megi senda reikning. Sambærilegar upplýsingar er að finna í snjallsímum eða upptökum myndavéla, en það þarf að hafa fyrir því að sækja þær. Veggjaldakerfið snýst hins vegar sérstaklega um að skrásetja ferðir manna og það nokkuð nákvæmlega því að það verður að vera hægt að sýna fram á að gjaldtakan sé á rökum reist ef einhver sér til dæmis ástæðu til þess að vefengja hana. Samfara allri þeirri upplýs- ingaöflun, sem fylgir snjall- væðingu samfélagsins, fer áhersla á persónuvernd vax- andi. Eftir því sem auðveldara verður að safna upplýsingum og geyma, samkeyra þær og greina, verður brýnna að tryggja að vel sé með þær farið. Nú er verið að innleiða ný per- sónuverndarlög. Þeim fylgja kvaðir um að fara varlega með upp- lýsingar og fyrirtækjum gert að marka sér skýra stefnu um hvernig þau umgangist upp- lýsingar, til dæmis um við- skiptavini sína, og gæti þess að þær verði ekki misnotaðar. Þessari áherslu á persónu- vernd ætti að fylgja viðleitni af hálfu hins opinbera til þess að gæta hófs í söfnun upplýs- inga. Ein leið til þess að koma í veg fyrir misnotkun upplýs- inga er að safna þeim ekki saman. Fyrr í vikunni birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem kom fram að veggjöld gætu varðað persónuvernd. Þar sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að skoða þyrfti hugmyndir um veggjöld í nýja samgöngusáttmálanum út frá persónuverndarlögum: „Þetta er stórt atriði í nýrri persónuverndarlöggjöf, hversu mikið við viljum láta rekja okkar ferðir,“ sagði hún. Helga nefndi að í Kína væru ferðir einstaklinga raktar óspart og upplýsingarnar not- aðar í stigagjöf fyrir fólk og bætti við: „Þá er spurningin hvernig samfélagi við viljum lifa í. Við höfum skilning á því að fleiri og fleiri skref borg- aranna séu skráð en sá skiln- ingur á sér ákveðin takmörk.“ Sagði Helga í samtalinu að persónuverndarstofnanir í Evrópu legðu um þessar mundir áherslu á að skoða það sem hún kallaði rekjanleika alls í snjallborginni. Helga nefndi að yfirvöld gætu skoðað hvort slík vinnsla persónuupplýsinga væri heim- il á grundvelli almannahags- muna. Ný skattheimta vekur alltaf spurningar. Bætist hún ofan á aðra skattheimtu eða tekur hún við af gjaldtöku, sem lögð verður niður? Er hún nauð- synleg ef hún er ekki viðbót? Þeim mun ríkari ástæða er til að spyrja ef skattheimtunni fylgir mikill kostnaður, jafnvel þannig að hátt hlutfall skatts- ins eða gjaldsins fer í að reka kerfið. Það getur ekki verið góð nýting á almannafé. Þegar við bætast þær spurningar um friðhelgi einkalífs og persónuvernd, sem hér hafa verið settar fram verður enn meiri ástæða til að staldra við og endurskoða þessar hugmyndir um að rekja ferðir borgaranna. Hugmyndir um að rekja ferðir almenn- ings til að innheimta veggjöld eru var- hugaverðar} Meira eftirlit? S tjórnendur og starfsfólk heil- brigðiskerfisins standa daglega frammi fyrir fjölda erfiðra ákvarðana sem varða líf og heilsu fólks og forgangsröðun er því liður í daglegum störfum þeirra. Auknir möguleikar við greiningu og með- ferð sjúkdóma með sívaxandi kostnaði gera auknar kröfur um að ríkið sem greiðandi heilbrigðisþjónustunnar for- gangsraði því fjármagni sem er til um- ráða. Mikilvægt er að forgangsröðun af hálfu stjórnvalda byggist á skýrum við- miðum og siðferðilegum gildum sem öllum eru kunn og ljós þegar erfiðar ákvarðanir eru teknar, hvort sem um er að ræða heil- brigðisstarfsfólkið eða sjúklingana. Ljóst er að þær flóknu spurningar sem stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og aðrir veitendur heilbrigðisþjónustu í landinu glíma við krefjast þess að víðtæk umræða hafi farið fram í samfélaginu um þau gildi og þá forgagnsröðun sem gilda skal. Þess- ari vinnu er ætlað að stuðla að skarpari sýn á grundvöll heilbrigðisþjónustunnar og má benda á að víða á Norðurlöndum hefur verið ráðist í svipaða vinnu með aðkomu almennings, heilbrigðisstétta og þings. Heilbrigðisþing sem haldið verður 15. nóvember næstkomandi verður tileinkað þessum umfjöllunarefnum. Yfirskrift þingsins er „Siðferðileg gildi og forgangsröðun í heil- brigðisþjónustu“ en þingið er liður í vinnu sem framundan er við gerð þings- ályktunartillögu um þessi mál sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi næsta vor. Um þessi gildi þarf að ríkja almenn sátt í samfélaginu en þingsályktunar- tillögu um siðferðileg gildi og forgangs- röðun er ætlað að skapa þá samfélagslegu sátt sem ríkja þarf um þessi stóru og krefjandi viðfangsefni heilbrigðisþjónust- unnar. Heilbrigðisþingið er öllum opið og skráning fer fram á vefnum heilbrigdis- thing.is þar sem einnig verða birt drög að dagskrá þingsins og fleiri upplýsingar. Ég hlakka til þess að taka þátt í þinginu og hvet alla áhugasama til þess að skrá sig til þátttöku á heilbrigðisþingi. Það er mikilvægt að sem flestir komi að umræðunni, hvort sem er einstaklingar, fé- lagasamtök, hagsmunaaðilar, heilbrigðisstofnanir, vísindafólk eða stjórnmálahreyfingar. Mótun gilda og forgangsröðunar í heilbrigðisþjónustunni er grundvallarmál. Svandís Svavarsdóttir Pistill Gildi og forgangsröðun Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Loftgæði eru yfirleitt mikilhér á landi og talin þaumestu í Evrópu. And-rúmsloftið að jafnaði hreint og lítið mengað. Eftir sem áður fer loftmengun oft á tíðum yf- ir öll viðurkennd heilsuverndar- mörk. Eru ýmsar uppsprettur þessara mengunarefna í andrúms- loftinu, aðallega frá bílaumferð. Flugeldagleðin í kringum áramótin á einnig stóran hlut í stærstu svif- rykstoppunum. Umdeilt er hvort banna eigi almenna notkun flugelda en fyrir liggur að loftmengunin getur um áramót farið margfalt yfir heilsuverndarmörk við til- teknar veðuraðstæður. Gunnar Guðmundsson lungna- læknir er einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir starfshóp umhverf- isráðherra, sem er að meta hvort takmarka eigi notkun flugelda. Hann telur að starf hópsins hafi dregist allt of mikið á langinn því þetta sé ekki flókið mál í sjálfu sér. Gunnar vill að almennri flugelda- notkun verði hætt hér á landi. „Ég tel að við getum ekki boðið lungnasjúklingum upp á það að verða fyrir öllum þessum óþæg- indum,“ segir hann. „Við vitum ekki nákvæmlega hver heilsufars- áhrifin eru af því að fá svona mikla mengun á stuttum tíma, því það hefur aldrei verið skipulega rann- sakað,“ bætir hann við. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi flug- eldasala til almennings eigi að hverfa en í staðinn væri hægt að hafa einhverjar afmarkaðar flug- eldasýningar og reyna að koma upp ljósasýningum, t.d. ef hægt væri að búa til einhverjar fallegar ljósasýningar með grænu íslensku rafmagni þá væri það ekkert síðra.“ Gunnar segir mengunargildin fara langt yfir heilsuverndarmörk á nýársnótt og setji Íslendingar Evr- ópumet í því. „Og það veit enginn hver áhrifin eru t.d. á börn því mengunin gæti haft áhrif á lungna- þroska barna seinna meir,“ segir hann og bendir á að þessi siður Ís- lendinga að skjóta upp flugeldum í íbúðarhverfum hafi ekki síst áhrif á börn sem vegna hæðar sinnar anda svifryksmenguninni kannski ennþá meira að sér en hinir fullorðnu. Fara verði mjög gætilega í þessu. Svifrykið alvarlegast Á Íslandi er það loftmengun frá bílaumferð sem helst hefur áhrif á heilsu fólks að því er fram kemur í nýbirtri grein í Læknablaðinu um loftmengun á Íslandi og áhrif henn- ar á heilsu manna eftir Gunnar Guðmundsson sem rætt er við hér framar, Ragnhildi Guðrúnu Finn- björnsdóttur lýðheilsufræðing, Þor- stein Jóhannsson umhverfisfræðing og Vilhjálm Rafnsson prófessor emeritus. „Nú er staðan þannig að ef loftmengun fer yfir heilsuvernd- armörk í þéttbýli á Íslandi er það oftast vegna svifryksmengunar frá vegyfirborði. Sem dæmi má nefna að árið 2018 fór svifryksmengun á mælistöðinni við Grensásveg 18 sinnum yfir heilsuverndarmörk, þar af voru 17 skipti vegna mengunar frá umferð þar sem ryk frá veg- yfirborði er stærsti hlutinn,“ segir í grein þeirra. Samanburður á loftgæðum í Evr- ópu leiðir í ljós að hér eru færri ótímabær dauðsföll af völdum loft- mengunar en í nokkru öðru landi í Evrópu. En skv. mati Umhverfis- stofnunar Evrópu árið 2018, m.a. á sambandi milli loftmengunar og heilsufarsbrests, má rekja allt að 60 ótímabær dauðsföll til útsetn- ingar svifryks á Íslandi á hverju ári. Getur haft áhrif á lungnaþroska barna Morgunblaðið/Ómar Áramót Lungnasérfræðingur segir ekki hægt að láta lungnasjúklinga búa við öll þau óþægindi sem fylgi svifryksmenguninni af völdum flugelda. Miklar framkvæmdir eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu en talsverð loftmengun getur verið frá byggingarsvæðum, bæði út- blæstri vinnuvéla og ryki sem þyrlast upp. Bent er á í grein- inni í Læknablaðinu að talsverð rykmengun geti komið frá óhreinindum sem berast með vörubíladekkjum út í almenna gatnakerfið. Dæmi séu um að götur í þéttbýli séu moldugar mörg hundruð metra út frá framkvæmdasvæði og svif- ryksmengun frá þessu jarðvegs- ryki því talsverð í nágrenninu. Grípa megi til mótvægis- aðgerða, t.d. með notkun dekkjaþvottavéla fyrir vörubíla áður en þeir aka út fyrir fram- kvæmdasvæðið. Þær hafi lítið verið notaðar hér en þess eru þó dæmi í dag, m.a. við Land- spítalaframkvæmdirnar þar sem dekk vörubíla munu vera hreinsuð reglulega. Mikilvægt að hreinsa dekk BYGGINGARSVÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.