Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Um þessar mund- ir eru liðin 66 ár síð- an við Jón Ólafur Þórðarson sáumst fyrst í Barna- skólanum á Ísafirði þar sem við hófum samferð okkar um lífið. Við fylgdumst síðar að í gegnum Gagnfræðaskólann á Ísafirði og Menntaskólann á Akureyri, en þaðan urðum við samstúdentar. Eftir það skildi leiðir um stund, en Jón Ólafur fór í lögfræði og varð seinna fulltrúi hjá sýslu- manni á Ísafirði og sat um nokkur ár í bæjarstjórn Ísafjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Ólafur var sérstæður mað- ur; glaðsinna, hreinskiptinn, vafn- ingalaus og talaði alltaf tæpi- tungulaust; fór sínar eigin leiðir í ýmsum efnum og kom þetta ekki sízt fram í tali hans en við félagar hans nefndum þetta gjarnan Jónsólöfsku, en hann hafði nautn af því að gefa ýmsu því sem dag- lega kom upp á sín sérstöku nöfn. Hann fór til dæmis ekki til Banda- ríkjanna eða Kanada – heldur usu og könudu, tengdasonur hans vann ekki hjá Volkswagen heldur fáví og bjó um skeið í úlfaborg og Jón Ólafur Þórðarson ✝ Jón ÓlafurÞórðarson fæddist 16. janúar 1946. Hann varð bráðkvaddur 23. september 2019. Útför hans fór fram 4. október 2019. svo mætti lengi telja. Hann fór að sama skapi ekki með löndum fram í and- stöðu eða stuðningi við menn og málefni heldur myndaði hann sér algerlega á eigin spýtur skoðan- ir og hélt þeim hik- laust fram. Hann var sjálfstæðismað- ur í bezta skilningi þess orðs og nefndi Moggann allt- af Sossann. Um miðbik ævinnar sáumst við sjaldnar, en hittumst alla ævi öðru hvoru og voru það gleðistundir. Svo var það fyrir nokkrum árum, að ég hafði frum- kvæði að því að við sem vorum leikfélagar á Ísafirði í fyrndinni kæmum aftur saman og héldum hópinn á efri árum. Þeim sið höfum við haldið síðan að hittast alltaf einu sinni í mán- uði og skiptast á skoðunum og þá gjarnan leitað uppi fiskstaði og nú um nokkurra ára skeið hefur Messinn á Grandanum verið okk- ur athvarf. Það er því skarð fyrir skildi og við söknum vinar í stað. Við félagarnir af Messanum, ég, Veturliði Guðnason, Magnús E. Finnsson, Finnur Birgisson, Ólaf- ur Karvel Pálsson og Halldór Guðbjarnason sendum allir hug- heilar samúðarkveðjur til Böddu og barna hans, systkina og ann- arra aðstandenda. Blessuð sé minning okkar gamla félaga. Bárður G. Halldórsson. Tíminn er eins og fugl; fugl sem flýgur hratt; hraðar en hönd á festir og getur ekki stöðvað. Það henti nú í fyrri viku þegar ég fregnaði ótímabært og skyndilegt fráfall vinar míns og æskufélaga, Jóns Ólafs Þórðarsonar. Við höfum þekkst eins lengi og minni mitt nemur; ólumst upp á Ísafirði og ásamt fleirum fylgd- umst við að og hleyptum heim- draganum áfram út í heiminn, með þá öruggu og bjargföstu til- finningu í brjósti að lífið væri óbreytanlegt að því leyti að allir værum við til staðar áfram hver fyrir annan. Auðvitað vissum við að óend- anleikinn væri tálsýn og við yrð- um hrifsaðir einn af öðrum á brott, en það bara náði ekki upp í hugann. Við vorum bara sömu púkarnir og fyrr og það var tilveran sjálf að hittast mánaðarlega, rifja upp gamlar minningar, karpa um hver hefði gleymt og hver myndi best. Það var liður í tilverunni að hitt- ast og gleðjast. Tilfinningin er eins og að hluti af manni sjálfum sé horfinn nú þegar ég horfi yfir farinn veg og minnist Nonna og allra uppá- tækja okkar ungra púka, ung- linga með brilljantín í hári og síð- ar ábyrgðarfullra ungra manna sem festum ráð okkar hver á sinn hátt. Tilfinningin er vond og það er sárt að finna tómið sem hellist yfir um leið og maður áttar sig á að endalokin eru óumflýjanleg. Það fyrsta sem flögraði um huga minn þegar ég horfði yfir okkar samvistir á okkar umliðnu ævi var ferð okkar fjögurra vina um miðja síðustu öld inn í Djúp. Við vorum rétt fermdir og höfðum tæplega hleypt heim- draganum áður, í það minnsta ekki einir. Já, við vildum skoða okkur um og fara landleiðina inn í Djúp, tjalda og vera alvöru full- orðnir strákar við ekkert smeyk- ir. Seyðisfjörður var áfangastað- urinn og það var enginn skottúr. Enginn bílvegur var kominn og var því gripið til þess ráðs að aka inn í Súðavík og fá bát til að skutla okkur inn að Eyri í Seyðisfirði. Við vorum ágætlega haldnir með einn olíulampa sem lýsti vel og eitt lítið varaljós. Leiðin var löng en inni á Kleifum beið bóndi í dyrunum. Einhver okkar hvíslaði eftir að bóndi hafði vísað á gott tjaldstæði í túninu: „Sáuð þið ekki strákar að hann hafði haglabyss- una innan við dyrnar?“ og var ekki laust við smá titring og spennu í röddinni. Þessi ferð var ævintýri. Við vorum hreinlega í Undralandi bæði í Seyðisfirði og Hestfirði og nutum þess að vera menn með mönnum og bera ábyrgð á sjálf- um okkur. Svona eftir á að hyggja þroskuðumst við með ógnarhraða á þessum fjórum dögum. Það verður skarð fyrir skildi sem ekki verður fyllt næst þegar við félagarnir borðum saman. All- ir eigum við eftir að sakna Jóns Ólafs mikið. Þegar við hittumst síðast var svo bjart yfir honum, hann leit vel út og nýlega kominn úr fríi. Það var ekki helgríma sem varði hans ljómandi bros og glampa í augum. Fjarri lagi, en enginn má sköpum renna. Jón Ólafur var sérstakur kar- akter og þorði alla tíð að vera hann sjálfur; traustur, heiðarleg- ur og sannur vinur. Fólkinu hans sem nú syrgir votta ég mína dýpstu samúð. Magnús E. Finnsson. Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirð, lést í faðmi fjölskyldunnar að kvöldi 28. september á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigurlaug, Guðrún, Bjarni, Anna María og fjölskyldur Ástkær bróðir, frændi og mágur, KAJ DEVANEY Tampa, Flórída, lést föstudaginn 27. september eftir stutt veikindi. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elizabeth A. Devaney David A. Devaney Deirdre A. Devaney David R. Scott Christian J. Devaney Phineas J. Scott Ólafur W. Scott Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALGARÐUR SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður, lést á Skjóli mánudaginn 30. september í faðmi fjölskyldunnar. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 11. október klukkan 13. Elísabet Kristjánsdóttir Hulda Björk Valgarðsdóttir Kristján Valgarðsson Pétur Valgarðsson Sigurður Valgarðsson tengdabörn og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi ÞORSTEINN JÓNSSON fv. framkvæmdastjóri lést á hjúkrunarheimilinu Höfða fimmtudaginn 26. september. Úförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 10. október klukkan 13. Margrét Þórarinsdóttir Anna Berglind Þorsteinsd. Guðmundur Valgeirsson Jón Ágúst Þorsteinsson Sigríður Sigurðardóttir afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seli í Skaftafelli sem lést 24. september verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. október klukkan 13. Kjartan Ragnarsson Sigríður Margrét Guðmundsd. Guðmundur Örn Ragnarsson Jónína Lára Einarsdóttir Hörður Ragnarsson Jónína Sigurlaug Marteinsd. Inga Sigríður Ragnarsdóttir Stefan Klar barnabörn og langömmubörn Elsku besta Ella okkar. Um leið og við kveðjum þig langar okkur að þakka fyrir allar góðu stundirnar á lífsleiðinni. Grunnur að vináttu okkar var lagður í Viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands þar sem við nokkrir félagar tókum okkur saman sem leshóp og sem stuðningur hvert við annað. Les- stofan í Nóatúni var valin sem samastaður okkar og þar áttum við margar gleði- og gæðastund- ir. Grunnur að ævilangri vináttu var lagður á þessum árum. Vor- boðinn varð til. Síðan þá hafa makar bæst í hópinn og við höf- Elín Magnadóttir ✝ Elín Magna-dóttir fæddist 13. júní 1964. Hún lést 20. september 2019. Útför Elínar fór fram 1. október 2019. um fylgt hvert öðru í gegnum lífið með gleði, virðingu og væntumþykju að leiðarljósi. Að kveðja þig er eitt það erfiðasta sem við höfum tekist á við og mikið skarð er höggvið í okkar hóp. Samverustund- ir okkar verða ekki fleiri að sinni en hugur okkar mun að eilífu vera hjá þér. Í hjarta okkar hvílir þú, í hug- um okkar lifir þú, í sálum okkar rennum við saman, í verki mun- um við framhalda umhyggju þinni fyrir fjölskyldu þinni, ætt- ingjum og vinum. Hvíldu í friði, elsku besta Ella okkar, og Guð veri með fjöl- skyldu þinni á þessum erfiðu tím- um. Þínir vinir í Vorboðanum. Vilhjálmur Vilhjálmsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.