Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og landsmenn hafa vafalaust tekið eftir í fjölmiðlum og á sam- félagsmiðlum undanfarna daga þá er hafin markaðsherferð um Selfoss, þar sem kostir bæjarins eru tíundaðir í laglegum auglýsingum. Herferðin er afrakstur af samstarfi sveitarfé- lagsins Árborgar og nokkurra lykil- fyrirtækja á Selfossi, sem ákváðu að vinna saman að því að hafa áhrif á ímynd bæjarins. Vignir Guðjónsson, framkvæmda- stjóri sjálfseignarstofnunarinnar Höfuðstaður Suðurlands ses. sem var sérstaklega stofnuð utan um verkefn- ið, segir að eftir að jákvæð niðurstaða íbúakosningar um nýjan miðbæ á Sel- fossi lá fyrir í ágúst í fyrra, þar sem hugmyndirnar um miðbæinn voru samþykktar með 60% atkvæða, hafi verið farið á fullt í ákveðna greiningar – og rannsóknarvinnu sem snéri að vörumerkinu Selfossi. „Stóra niðurstaðan var sú í einföldu máli, að þú getur ekki tekið miðbæ í einhverjum bæ og markaðssett hann út úr heildarsamhenginu. Ekki væri hægt að tala um miðbæ Selfoss öðru- vísi en að ræða um Selfoss sem bæ. Það var lykilniðurstaðan,“ segir Vign- ir. Fordómar til staðar Hann segir að í þessari greining- arvinnu hafi komið ýmislegt forvitni- legt í ljós varðandi viðhorf fólks utan og innan bæjarins til Selfoss. „Í ljós kom að viðhorf þeirra sem standa ut- an bæjarins mætti vera betra. Það eru ákveðnir fordómar í gangi. Menn minntust á bílaumferð, margmenni, skyndibita og svo ákveðna fortíðar- drauga sem ákveðin kynslóð tengir við Selfoss, eins og aflitað hár, spoil- era, buffalo-skó, hnakka og fleira.“ Vignir segir að viðhorf þeirra sem búa í bænum, eða komi þangað reglu- lega, hafi einnig verið skoðað, og þá hafi önnur mynd komið í ljós. „Því fólki líður ofboðslega vel, og þeir sem eru aðfluttir tala um að þetta sé allt öðruvísi bær en þeir héldu. Það var til dæmis talað um að þetta væri frábær staður til að ala upp börn. Þarna var því komin ákveðin gjá, og við þurftum að reyna að sýna fólki utan bæjarins fram á hvernig bærinn raunverulega er. Í grunninn snýst þetta um ímynd og ásýnd og þannig verður þetta markaðsátak til.“ Vignir segir að áætlun hafi verið lögð fyrir nokkur lykilfyrirtæki í bænum og svo sveitarfélagið sjálft. Á endanum hafi allir verið tilbúnir „að taka slaginn“ og hefja þessa vegferð. „Það er aðdáunarvert, og ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi ekki verið gert með þessum hætti áður hjá neinu sveitarfélagi hér á landi.“ Kostnaður 30-35 milljónir Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 30-35 milljónir króna. Fyrir- tæki greiða 75% þeirrar upphæðar og og Árborg um fjórðung. „Við erum með Íslensku auglýs- ingastofuna með okkur í þessu, en hún vann til dæmis með Íslandsstofu að Inspired by Iceland markaðsher- ferðinni. Það er ekkert launungarmál að sú herferð er ákveðin fyrirmynd fyrir okkur, enda gott dæmi um vel heppnað samstarf opinberra og einkaaðila. Við erum náttúrulega á miklu minni skala en leyfum okkur stundum að kalla þetta Inspired by Selfoss.“ Vignir segir að markmið herferð- arinnar sé að skapa Selfossi jákvæð- ari ímynd. Eins og kom fram í samtali við Bárð Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúa Árborgar, í Morg- unblaðinu fyrir ári síðan, er áformað að byggja um 200 íbúðir ár hvert í bænum árin 2019 til 2021. Á næsta ári mun hefjast uppbygging á nýju hverfi, svokölluðu Björkurstykki, þar sem gert er ráð fyrir skóla sem getur tekið við allt að 700 börnum. „Þessi herferð er fyrsta skrefið í langtímaverkefni og leggur grunninn fyrir komandi tíma. Jákvæðara við- horf styrkir miklu fleiri stoðir en möguleika til búsetu. Fleiri fjölskyld- ur munu vonandi fara í sunnudags- bíltúr á Selfoss, fleiri munu sækjast eftir því að halda þar viðburði eða árshátíðir, og svo framvegis. Að því leyti er þetta mjög framsýnt af sveit- arfélaginu,“ segir Vignir. Íslenskt handverk í miðbæ Vignir er jafnframt markaðsstjóri Sigtúns Þróunarfélags sem annast uppbyggingu nýs miðbæjar á Sel- fossi. Framkvæmdir eru hafnar og er ráðgert að endurbyggja þekkt gömul íslensk hús „Þarna er íslenskt hand- verk í aðalhlutverki og við leikum okkur að spila saman nýju og gömlu á fjölbreyttan hátt. Þetta verður ein- stakur miðbær, með flóru verslana og veitingastaða, sem er ekki til staðar í dag.“ Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur tveggja hekt- ara svæði í hjarta bæjarins verið helg- að þessum framkvæmdum. Vignir segir að fyrri áfangi miðbæj- arins verði opnaður vorið 2021 og framkvæmdum verði að fullu lokið 2022-2023. „Svo er ný brú í samgönguáætlun sem kemur eftir nokkur ár. Þjóðveg- urinn verður færður, sem mun stór- lega draga úr umferð um bæinn. Þeir sem ekki eiga erindi í bæinn munu fara framhjá. Það hægist á umferð og fyrir vikið verður Selfoss meira aðlað- andi fyrir íbúa og gesti.“ Vignir segir að vel hafi gengið að fá þjónustuaðila í nýja miðbæinn, og nokkrir séu búnir að taka frá pláss. „Við viljum skapa sérstöðu og hafa verslanir og þjónustu sem eru öðru- vísi. Þessi miðbær mun laða að sér fólk og í því felast mikil tækifæri fyrir rekstraraðila.“ Markaðsherferð Selfoss sækir innblástur í Inspired by Iceland  Ekki hægt að taka miðbæinn út úr heildarsamhenginu  Misræmi í upplifun Ímynd » Hnakkar, spoilerar, aflitað hár, hluti af ímynd sem fólk sem ekki býr í bænum hefur af Selfossi. » Íbúar sjá bæinn sem fjöl- skylduvænan og góðan bæ til að ala upp börn í. Selfoss Í framtíðinni verður umferð beint fram hjá bænum. Þeir sem ekki eiga erindi geta því ekið fram hjá. Selfoss verði meira aðlaðandi fyrir vikið. Selfoss Þrjár fjölskyldur eru í aðalhlutverki. Njörður Steinarsson og Sally Ann Vokes og börn; Aron Hinriksson og Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir og börn; Grímur Hergeirsson, Björk Steindórsdóttir og börn. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 STUTT ● Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september 2019 nam fob verðmæti vöru- útflutnings 50,9 milljörðum króna í mánuðinum og fob verðmæti vöruinn- flutnings 68,0 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 17,1 milljarð króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag- stofu Íslands. Í september 2018 voru vöru- viðskiptin til samanburðar óhagstæð um 14,3 milljarða króna á gengi hvors árs. Í september 2019 var verðmæti vöruútflutnings 2,1 milljarði króna hærra en í september 2018. Verðmæti vöruinnflutnings í september 2019 var 5,0 milljörðum króna hærra en í sept- ember 2018. Vöruviðskipti óhagstæð í september um 17,1 ma. Skip Innflutningur var mikill. ● Krónan styrktist um 2,5% í sept- ember gagnvart evru og stóð í 135 kr. í lok mánaðar- ins í samanburði við 138,4 kr. í lok ágúst samkvæmt Hagsjá Landsbank- ans. Velta á gjaldeyrismarkaði jókst lítillega á milli mánaða í september og var 16,2 ma. kr. í samanburði við 14,2 ma. í ágúst. Seðlabankinn greip inn í þann 16. sept- ember og keypti evrur fyrir 2 ma. Styrktist krónan um 1,2% þann dag. Krónan styrktist í sept- ember gagnvart evru Gengi SÍ keypti evrur fyrir 2 ma. Aron Þórður Albertsson skrifar frá Beijing aronthordur@mbl.is Netsölurisinn Alibaba Group Holding hyggst á næstu árum einbeita sér í auknum mæli að því að byggja fyrir- tækið upp á alþjóðavísu. Þá verði minni áhersla lögð á markaðssetn- ingu á kínverskri grundu enda býr fyrirtækið nú að gríðarlega stórum viðskiptavinahópi þar í landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í til- kynningu sem Alibaba sendi frá sér á mánudag skömmu áður en fyrirtækið hóf fjárfestakynningu sína í Hangzhou í austurhluta Kína. Yfirlýs- ingin var í takti við það sem Zhang Yong, forstjóri Alibaba, hafði gefið út á tuttugu ára afmæli fyrirtækisins 11. september sl. Það var jafnframt fyrsta yfirlýsing hans í starfi en hann tók við sem forstjóri Alibaba 10. sept- ember sl. af Jack Ma Yun. „Sú staðreynd að Alibaba setur al- þjóðavæðingu framar eftirspurn inn- anlands sýnir að fyrirtækið er tilbúið að veðja á meiri vöxt á alþjóðavísu en innanlands. Það verður þó að teljast eðlilegt enda er sá markaður alltaf að færast nær því að vera mettur,“ sagði Li Yi, sérfræðingur í félagsvísindum hjá Internet Research Center of the Shanghai Academy of Social Sciences, þegar kínverskir fjölmiðla- menn inntu hann eftir viðbrögðum. Í umræddri tilkynningu var farið ítarlega í saumana á markmiðum Ali- baba til skamms og langs tíma. Óhætt er að segja að fyrirtækið stefni á gíf- urlegan vöxt á næstu árum, en meðal þess sem fram kemur þar er að fyrir- tækið stefni á selja vörur fyrir sam- tals um 1,4 trilljónir bandaríkjadala á næstu fimm árum. Þannig muni fyrir- tækið jafnframt halda áfram að stækka að því er fram kemur í fram- angreindri tilkynningu. Þá gera stjórnendur Alibaba aukinheldur ráð fyrir því að undir lok árs 2036 verði viðskiptavinir þess á heimsvísu orðnir tveir milljarðar ásamt því sem starfs- mannafjöldi fyrirtækisins verði alls um 100 milljónir talsins.  Viðskiptavinir tveir milljarðar árið 2036 og starfsmenn 100 milljónir Alibaba hyggst sækja fram á alþjóðamarkaði 5. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.6 124.18 123.89 Sterlingspund 151.92 152.66 152.29 Kanadadalur 92.66 93.2 92.93 Dönsk króna 18.125 18.231 18.178 Norsk króna 13.505 13.585 13.545 Sænsk króna 12.484 12.558 12.521 Svissn. franki 123.5 124.2 123.85 Japanskt jen 1.1536 1.1604 1.157 SDR 168.64 169.64 169.14 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.7336 Hrávöruverð Gull 1504.0 ($/únsa) Ál 1696.0 ($/tonn) LME Hráolía 57.54 ($/fatið) Brent GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.