Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 ✝ Þórhallur Val-garð Aðal- steinsson fæddist á Húsavík 9. janúar 1947. Hann lést á heimili sínu Skóg- arbrekku, Sjúkra- húsi Húsavíkur, 28. september 2019. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jóhannes Hall- dórsson, f. 1913, d. 1996, og Margrét Guðný Tryggvadóttir, f. 1913, d. 1980. Þau eignuðust þrjú börn en tvö þeirra dóu ung. syni, dóttir hennar er Auður Teitsdóttir og unnusti hennar er Guðjón Viðarsson. 3. Rík- arður, f. 1973. Seinni kona Þórhalls var Björg Sveinbjörnsdóttir, f. 1945, hún lést árið 2008. Þórhallur nam bifvélavirkj- un hjá Jóni Þorgrímssyni á Húsavík og starfaði við það um árabil. Hann vann einnig á vinnuvélum og rak um tíma sitt eigið fyrirtæki, Vinnuvélar hf. Síðustu starfsárin vann hann hjá Bifreiðaeftirliti rík- isins, síðar Bifreiðaskoðun og sinnti ökukennslu samhliða því. Frá unga aldri spilaði hann á hljóðfæri og var meðal annars í hljómsveitinni Víbrum og Bartríóinu og skipaði tónlist alltaf stóran sess í hans lífi. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 5. októ- ber 2019, klukkan 13. Þórhallur giftist fyrri konu sinni, Svanhildi Þorleifs- dóttur, árið 1967, þau skildu. Börn þeirra eru: 1. Mar- grét Guðný, f. 1964, gift Heiðari Sigvaldasyni, dæt- ur hennar eru: a) Rebekka Ásgeirs- dóttir, gift Hólm- geiri Rúnari Hreinssyni og eiga þau dæt- urnar Rakel og Svönu, b) Sif Heiðarsdóttur, unnusti hennar er Ásgeir Kristjánsson. 2. Elín, f. 1967, gift Þórhalli Óskars- Af leiksviði lífsins er horfin enn ein hetja hlutverk sitt erfitt af æðruleysi tók. Blessuð sé sála þín, klökk við munum setja stundirnar saman, í minninganna bók. (SHL) Þessi kveðja eftir Sigríði Hörn Lárusdóttur á vel við þegar ég kveð pabba minn. Hann tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og jafnlyndi. Hann var dulur að eðlisfari en fór í gegnum sína erfiðleika á gríninu, „það er ekki minn stíll að kvarta,“ sagði hann við mig þegar ég nefndi við hann að hann kvartaði aldrei. Hann naut lífsins þrátt fyr- ir léleg lífsgæði og vissi ekki neitt betra en að hafa afkomendur sína í kringum sig. Þegar við systur sátum hver sínum megin við rúm- ið hans með fæturna undir sæng hjá honum malandi út í eitt með „Tollsarann“ í bakgrunni og nefndum að nú þyrfti hann að fá smá hvíld, sagði hann: Þetta er best. Hann naut þess þegar Rikki kom til landsins og grúskuðu þeir feðgar mikið saman í sambandi við tónlist og íslensku, var pabbi í essinu sínu þegar Rikki var að þýða bækur og þeir að spá í ís- lenska málfræði, en það var eins gott að tala og beygja rétt nálægt pabba. Hann kaus að vera í góðu skapi, alltaf til í tuskið og vildi að allir væru í stuði. Ef honum fannst eitthvað sniðugt þá fór það beint í Bankann, en hann rak Brandarabanka sem var opinn all- an sólarhringinn. Hann var að byrja að undirbúa Hlöðufellsfund með Ólahúsbræðrum, það voru fjörugir fundir, uppáhaldstónlist- in úr Hlöðufelli spiluð, gamli tím- inn rifjaður upp og hlátrasköllin í þeim félögum heyrðust um allt, það var mikill undirbúningur fyrir hvern fund og ákveðnir hlutir sem allir höfðu hver sitt nafn urðu að vera með. Tónlist skipaði mikinn sess í lífi pabba og stytti honum stundir play-listinn sem hann og Ella settu saman með uppáhalds- lögunum hans og heitir Tollsarinn og var reglulega bætt inn á er fjársjóður fyrir okkur núna. Tollajól, nýi listinn sem var í vinnslu og átti að koma út fyrir jól, mun gleðja okkur. Ég þakka öllu því góða fólki sem sinnti pabba mínum af alhug, þeir sem komu og styttu honum stundir, takk takk. Þú hefðir örugglega kvatt okk- ur systkinin eins og þú svaraðir alltaf þegar þú varst spurður um líðan: Ég hef aldrei verið betri! Margrét Þórhallsdóttir. Pabbi minn trúði á líf eftir þetta líf. Ef það á við rök að styðj- ast þá væri gott að vita til þess að í Sumarlandinu fái hann sinn lík- amlega styrk aftur en haldi samt krafti andans. Sá kraftur var ein- stakur og öllum til eftirbreytni. Og gleðin og sprellið endalausa. Orðatiltækin dásamlegu, öllu gef- ið nýtt nafn, bara til að gera lífið pínu skemmtilegra. Og við hlóg- um að öllu og grínuðumst með allt. Lífið með pabba var eitt langt hláturskast. Þó var hann dulur, flíkaði ekki tilfinningum sínum, sagði alltaf allt fínt og að lífið væri dásamlegt þrátt fyrir allt. Það var svo magnað að sjá að þrátt fyrir að líkamleg heilsa væri ekki beys- in síðustu árin þá var hann alltaf svo ungur í anda og átti vini á öll- um aldri. Og það sem skipti máli var tungumálið okkar, hann vildi að allir töluðu rétt mál og leiðrétti alla, alltaf. Svo var það tónlistin, hún var honum í blóð borin. Pabbi spilaði í hljómsveitum á sínum yngri árum og það var bara alltaf tónlist við öll tækifæri og við sungum og sungum, elskuðum góða texta og góðan hljóðfæra- leik. Og þegar tæknin leyfði að hægt var að finna öll gömlu lögin á netinu þá var hann í essinu sínu og er lagalistinn hans á Spotify þvílík gjöf fyrir okkur afkomend- ur því það er pabbi í tónum. En mestu máli í hans lífi skiptum við, afkomendurnir. Það er ekki sjálf- gefið að upplifa og vera sýnd endalaus ást og væntumþykja og án allra skilyrða. Það gerðum við. Ég vil þakka öllum góðu vinum og ættingjum pabba fyrir vinátt- una og starfsfólkinu á Skógar- brekku fyrir góðu umönnunina og að vera alltaf til í grín og glens. Elsku pabbi, þú tókst það lag- lega. Elín Þórhallsdóttir. Ástkær faðir minn er látinn eft- ir áratuga átök við miskunnar- lausan sjúkdóm. Óhræddur ark- aði hann út á vígvöllinn vopnaður óbugandi bjartsýni, jákvæðni og æðruleysi ásamt húmor sem átti sér engan líka og háði þar hetju- lega baráttu með bros á vör til hins síðasta. Pabbi var einstak- lega sterkur og skemmtilegur persónuleiki, góður, fjölbreyttur, örlátur og hæfileikaríkur. Þegar ég hugsa um pabba þá heyri ég tónlist. Hann var fæddur tónlistarmaður og tónlist var hans líf. Sjö ára gamall eignaðist hann sína fyrstu harmóniku og náði tökum á henni samdægurs, en afi hans Halldór var flinkur harmón- ikuleikari. Seinna kom hljóm- sveitin Víbrar til sögunnar, þar sem hann lék á píanó og hljóm- borð um árabil. Hann stofnaði Bar-tríóið sem starfaði um tíma á Hótel Húsavík og síðar Mánatríó- ið ásamt meðlimum úr Víbrum. Bernskuheimili okkar í Sól- brekkunni ómaði oftar en ekki af tónlist, gegndi oft hlutverki æf- ingahúsnæðis og var þá glatt á hjalla. Hann átti safn af orgelum, hljómborðum og synthesizerum sem var ótrúlega spennandi og kenndi okkur systkinunum að spila. Á meðal minna ljúfustu bernskuminninga eru kvöld- stundir foreldra okkar; pabbi að æfa og útsetja lög og mamma að hlusta með sitt handverk, en þau voru bæði tónlistarunnendur og sköpunargleðin nokkuð sem þau áttu sameiginlegt. Sem unglingur spilaði ég á trommur í pönkhljóm- sveit, sem átti ekki upp á pallborð- ið hjá pabba, en það að við strák- arnir fengjumst við tónlist studdi hann eindregið. Stundum tromm- aði ég með þegar pabbi var að æfa, og hann kenndi mér klass- íska rokk-takta og ýmsa tækni. Það var yndislegt að fylgjast með þeim feðginum þegar Ella systir fór að læra á sóxófón og hann var að leiðbeina henni, en samband þeirra var einstakt alla tíð. Pabbi var einn af þeim sem spiluðu á það hljóðfæri sem var við höndina. Hann kenndi mér að logsjóða, mannganginn, allt um braghátt því pabbi var hagyrtur. Þegar ég stálpaðist áttum við feðgar það til að skjóta fram fyrripörtum og botna á víxl. Pabbi bar tilfinningar sínar ekki á torg, en gat hlustað með skilningi á aðra. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, þó svo að hann hefði sínar skoð- anir á hlutunum og gæti verið stríðinn, en prakkari var hann alla tíð. Ég hef heldur aldrei heyrt hann kvarta. Ekki einu sinni þeg- ar sjúkdómurinn var að ganga frá honum. Það var aldrei neitt að og hann hafði það alltaf fínt að eigin sögn. Öðrum eins andlegum styrk hef ég aldrei kynnst. Elsku systur og pabbastelpur Magga og Ella, missir ykkar er ólýsanlegur og þið hafið alltaf reynst honum svo ómetanlega vel. Hann vissi ekkert betra en að fá ykkur báðar í heimsókn í Skóg- arbrekku, enda ómuðu hlátra- sköllin um gangana í hvert skipti. Elsku afa- og langafastelpur Re- bekka, Auður, Sif, Rakel og Svana, augu hans ljómuðu alltaf þegar á ykkur var minnst, hann var svo stoltur af ykkur og elskaði ykkur svo mikið. Eitt af því síðasta sem pabbi sagði við mig þegar ég hitti hann í vor var: „Lífið er til þess að lifa því.“ Elsku pabbi minn, þetta skal ég muna. Takk fyrir allt. Ríkarður Þórhallsson. Elsku hjartans afi okkar. Nú þegar komið er að kveðjustund streyma minningarnar fram og af nógu er að taka. Minningarnar eru um yndislegan afa og einstak- an stuðpinna. Afi var búinn að vera mikill sjúklingur í mörg ár. Árið 1993 greindist hann með MS-sjúkdóm- inn sem smám saman dró úr hon- um mátt. Þrátt fyrir að vera bundinn við hjólastól og rúmfast- ur meira og minna undir það síð- asta, lækkaði stuð „levelið“ alls ekki. Þó að líkaminn gæfi sig fylgdi hugurinn ekki með. Við munum varla eftir honum nema í stuði og til í allt. Það var voðalega gott að koma í „hvíldarinnlögn í Friðheima“ en það kallaði hann herbergið sitt á Skógarbrekku. Hjúfra sig í góða stólinn hans, hlusta á góða tónlist og opna brandarabankann þar sem brandarar á borð við „að bakka aftur á bak“, „ekki málið sagði maðurinn og át kálið“ og „nú tókst það laglega“ var hent fram. Öll lækninga- og hjálpartæki höfðu sitt nafn, t.d. Birna spyrna sem var púðinn sem hann notaði til að spyrna sér ofar í rúmið, Begga bjalla sem var bjallan á herberginu hans á Skógabrekku og Halli píp sem var sondan því hún pípti reglulega. Svo voru mörg önnur nöfn sem ekki er við hæfi að komi hér fram. Við erum þakklátar fyrir að hafa verið svo heppnar að að hafa fengið þessum einstaka snillingi úthlutað sem afa. Við trúum því að nú sé mikil gleði í sumarland- inu og þau hafi sameinast hann og Björg hans, sem hann saknaði svo mikið. Brandarabankinn sé alveg galopinn, brandararnir fljúgi og slagarar eins og Kúkur í lauginni hljómi. Starfsfólki á Hvammi, sjúkradeild HSN Húsavík og síð- ast en ekki síst Skógarbrekku þökkum við af öllu hjarta fyrir að hugsa svona vel um afa okkar. Þið eruð öll einstök. Ást og söknuður, elsku afi. Við ætlum að halda brandarabankan- um opnum og hafa þína sýn á lífið sem fyrirmynd. Við þökkum líka fyrir „yarrann“, þú veist hvað við eigum við. Elsku fjölskyldan okkar, minn- ingin um einstakan pabba, afa og langafa lifir alltaf. Þínar afastelpur fimm og fylgi- fiskar, Rebekka, Auður, Sif, Rakel og Svana. Maður eldist í hvert sinn sem einhver deyr sem þekkti mann þegar maður var barn. Nú þegar Þórhallur er dáinn verð ég allt í einu ósköp gömul. Öll sumur, lengra aftur en ég man, var ég í Hliðskjálf á Húsavík hjá Möggu og Alla. Þar var María sem kenndi mér að lesa kornungri, þar kom Óli bróðir hennar sem var nánast konunglegur, enda bjó hann í Kö- ben eins og kóngurinn, þar voru Sigmundur gamli og Njáll og þar var Þórhallur. Hann var stóri bróðir minn á sumrin sem ég kvaddi á haustin og hitti aftur að vori í þessu undursamlega sum- arlandi sem Húsavík æsku minn- ar var. Framan af áttum við oft sam- leið þótt hann væri eldri. Ég naut góðs af leikföngum, bókum og spilum sem hann átti. Fjaran var ekki langt undan og einhverju sinni vorum við að kasta spýtum sem hundur sótti út í öldurnar. Svo fór hundurinn og þá fékk ég hlutverk hans. Við vorum lengi að bjástra við að þurrka fötin mín svo Magga kæmist ekki að þessu. Það voru ekki beint guðsorð sem voru lesin yfir Þórhalli þann dag- inn. Eitt sumarið var hann lengi veikur og þá byggðum við vegi og hús um allt gólf og taflmennirnir fengu ýmis hlutverk. Það þurfti alls konar persónur í þennan bæ okkar. Svo átti hann bækur, eins og reyndar fleiri í þessu merka húsi. Hjá honum las ég til dæmis allar bækurnar um Kára litla og Lappa. Hann varð töffari mjög snemma, brilljantín og sveipur – það var hann! Hann gat spilað á hvaða hljóðfæri sem var og var því í hinum ýmsu hljómsveitum, eins og Víbrum, sem spiluðu á böllum úti um allar sveitir. Eins og hendi væri veifað var hann trú- lofaður Svönu og líka orðinn pabbi, langt fyrir aldur fram og svo fór að frumburðurinn, Mar- grét, var að mestu alin upp hjá foreldrum hans. En þau Svana áttu seinna Ellu og Rikka og ég varð svo fræg að passa Ellu sum- arpart þó ekki hafi verið farið mörgum orðum um barnapíu- hæfileika mína hvað mín eigin systkini varðar. Svo fór samt að lífið lék ekki alltaf við hann Þórhall. Í áratugi er hann búinn að kljást við MS- sjúkdóminn. Seinni konuna sína, hana Björgu, missti hann í klær MS og sjálfur er hann nú fallinn fyrir þessum skelfilega vágesti. Það var einstakt að hitta hann alltaf fyrir brosmildan og glaðan þrátt fyrir að vera gersamlega upp á aðra kominn með alla hvers- daglegustu hluti. Að vera kominn á elliheimili fyrir sextugt er ekki það sem flesta dreymir um. Alltaf var eins og við hefðum hist í gær og fátt skemmtilegra en að rifja upp með honum hinar ýmsu persónur og gamansögur frá æsku okkar. Hann kunni að segja sögur og hlæja og var óspar á að gera grín að sjálfum sér og aðstæðum sínum. Dætur hans héldu einstaklega vel utan um hann og afaprinsess- urnar þrjár og langafagullin tvö voru hans fjársjóður. Elsku Þórhallur, ég veit að þín hefur beðið breiður faðmur en við sem eftir sitjum huggum okkur við að þú fáir hvíld frá þjáning- um. Skilaðu kveðju og hittumst heil. Hildur Ellertsdóttir. Á fallegum haustdegi þegar sólin skín, dagurinn er tekinn að styttast og laufkrónur trjánna falla til foldar hefur Þórhallur frændi minn lagt í sína hinstu för. Ég trúi því að ástvinir hans sem á undan eru farnir hafi tekið fagn- andi á móti honum. Nú er hann frjáls og laus úr fjötrum MS- sjúkdómsins. Ég minnist hans fyrst þegar ég var þriggja ára og hann, stóri frændi á sjötta ári, var að kenna mér að valhoppa á ganginum heima hjá foreldrum hans. Hann var hugmyndaríkur og góður drengur. Eitt sinn bauð hann okkur nokkrum krökkum heim til sín að leika við sig því hann ætlaði að halda tombólu í her- berginu sínu. Vinningarnir voru leikföng og dót úr herberginu hans. Þegar tombólunni lauk ætl- uðum við að skila dótinu aftur en það var ekki við það komandi, við mættum eiga það. Hann ætti nóg. Honum var nefnilega aldrei sárt um dótið sitt þrátt fyrir að vera alinn upp sem einbirni. Allt- af var mikill og góður samgangur á milli heimilanna því feður okkar voru bræður og afar kært var með þeim. Stutt var að hlaupa suður í Hliðskjálf til að leika við frænda og heimsækja Halldór afa okkar, sem var í heimili hjá þeim. Oft var Marý Anna systir mín með í för. Í einni slíkri ferð vildi frændi sýna okkur bílskúrinn þar sem hann hafði fengið aðstoð við að útbúa smáleikvöll. Þar voru rólur og rennibraut sem gerð var úr kallíttplötu og fest í dyragat sem lá niður í hlöðu, áfasta bíl- skúrnum. Bauð hann svo krökk- unum í nágrenninu að leika sér þarna. Eftir að við fjölskyldan fluttum út í Kvíslarhól var alltaf mikil til- hlökkun þegar von var á Hlið- skjálfarfjölskyldunni í heimsókn. Allir gátu leikið sér saman þó ald- ursmunur væri þó nokkur á milli okkar stóru krakkanna og bræðra minna, Alla og Stebba. Eitt sum- arið kom frændi færandi hendi og gaf okkur systkinunum reiðhjól sem hann hafði keypt af vini sín- um. Átti það eftir að gleðja okkur mikið. Sýndi þetta hugulsemi hans. Frændi var mjög músíkalskur og gáfu foreldrar hans honum pí- anó í fermingargjöf. Var hann fljótur að læra að spila fallega á það. Naut ég þess oft að heyra hann spila þar sem ég dvaldi oft á heimili foreldra hans á unglings- árum mínum er ég var við vinnu á Húsavík. Hann hafði léttan og fal- legan áslátt á píanóið sem aldrei gleymist. Frændi var mjög handlaginn og lærði bifvélavirkjun og vann við það um árabil og síðar sem bif- reiðaeftirlitsmaður, þar til hann veiktist og flutti til Reykjavíkur. Eftir það leið oft langt á milli þess sem við hittumst en þegar fund- um okkar bar saman var hann alltaf jafn glaður og jákvæður. Eftir að frændi flutti aftur til Húsavíkur á Dvalarheimilið Hvamm, heimsótti ég hann oft. Um tíma las ég fyrir hann bækur sem hann hafði áhuga á. Oft var lesturinn stoppaður og rætt um efni bókanna en upp úr stendur þó er ég las æviminningar afa okkar Halldórs. Oft var mikið hlegið og stundum tárast, eftir efninu. Alltaf fór ég ríkari af hans fundi en ég kom. Með virðingu og þökk kveð ég frænda minn Þórhall. Elsku Magga, Ella og Rikki, minningin um góðan mann lifir. Samúðarkveðjur, Steinþóra Guðmundsdóttir. Þórhallur Valgarð Aðalsteinsson Við Óskar Ellert fylgdumst að í 42 ár. Kynni okkur hófust þegar ég var að taka mín fyrstu skref í geðhjúkrun, hann var að taka sín fyrstu sem notandi þeirrar þjónustu. Það má því segja að valdahlutföllin í sam- bandinu hafi, að minnsta kosti í fyrstu, verið frekar skökk en þeg- ar á leið og við bæði þroskaðri og reyndari hafi hlutföllin orðið jafn- ari og þrátt fyrir stöðu okkar átt- um við sterkt og gott samband sem einkenndist af virðingu og vináttu. Við vorum jafnaldra og áttum marga sameiginlega fleti, s.s. tónlist. Óskar var ungur þegar veik- indi herjuðu á og leiðin var oft grýtt og erfið. Hann tengdist samt fólki sterkum böndum, hvort sem það var starfsfólk á geðdeild eða samferðafólkið yfir- leitt. Hann átti líka góða að og fannst hann aldrei einn, hann átti fjölskyldu og vini sem hann vissi að vildu sér allt það besta, héldu sambandi þrátt fyrir erfið sam- skipti sem einkennt getur veik- indi af andlegum toga. Við sátum oft og ræddum gamlar minningar, hann sagði frá æsku sinni og íþróttaafrekum og Óskar Ellert Karlsson ✝ Óskar EllertKarlsson fædd- ist 28. júlí 1954. Hann lést á Land- spítalanum 12. júlí 2019. Útförin fór fram í kyrrþey. við rifjuðum upp þegar hann var rót- ari og gat fengið bestu böndin til að spila á fimmtudags- böllunum á Kleppi, þegar hann var á sjónum og sendi okkur starfsfólkinu fisk sem þakklætis- vott fyrir síðast og þegar hann fékk að fara í „vítamínbað“ á deildinni eða bara koma og fá sér kaffi og með því. Það voru aðrir tímar og kannski að sumu leyti mannúðlegri. Eftir margra ára húsnæðis- hrak bjó Óskar síðustu 18 árin á Miklubraut 20 og líkaði það yf- irleitt vel þótt stundum kæmu tímar þar sem hann langaði að búa sjálfstætt og fara jafnvel aft- ur til útlanda eins og við hin. Heilsan leyfði það ekki, hann var samt ótrúlega duglegur og vildi alltaf meðan hann mögulega gat fara niður í sinn elskaða miðbæ og hitta mann og annan. Við Óskar hittumst oft viku- lega, fórum í útréttingar, ísbíl- túra og tókum Laugavegsrúnt, hann hringdi oft í mig þegar hon- um fannst langt síðan síðast, bara til að minna á sig og gera plan um að hittast. Ég er þakklát þessari löngu samferð, hún var lærdóms- rík, Óskar kenndi mér umfram allt að sjá manneskjuna bak við einkennin, að horfa vítt og meta tengslin. Ég á eftir að sakna hans. Guðbjörg Sveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.