Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 48
EM 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Erik Hamrén bauð upp á ástríðu- fulla ræðu um síðasta leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta áður en hann tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann hefði valið til að mæta heims- meisturum Frakka og Andorra í næstu leikjum í undankeppni EM. Maður var í raun hálfundrandi yfir eldmóðinum, vanari því að Svíinn sé yfirvegaður og rólegur á blaða- mannafundum. Val hans á 25 manna leikmannahópi kom hins vegar ekk- ert á óvart. Hópurinn nú er umtalsvert sterk- ari en sá sem vann Moldóvu og tap- aði gegn Albaníu í síðasta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson stækka verulega vopnabúrið fram á við, og Sverrir Ingi Ingason og Birk- ir Már Sævarsson efla varnar- mannahópinn. Að mínu mati veitti Hamrén frek- ar þunn svör við því af hverju ástæða þótti til að velja Birki Má aft- ur núna, mánuði eftir að hann þótti ekki nógu góður til að vera með gegn Moldóvu og Albaníu. Það má alveg vera ljóst að frammistaða Hjartar Hermannssonar gegn Alb- aníu á þar sinn þátt, en Hamrén benti líka á að nú hefði hann valið 25 leikmenn í stað þess að velja strax þá 23 sem verða svo í hópnum á leik- dag. Hann sagði þó þetta við mig: „Hjörtur fékk tækifærið í júní og spilaði þrjá mjög góða leiki þar sem við náðum þrennum mjög góðum úr- slitum og fengum bara eitt mark á okkur, úr föstu leikatriði. Í leiknum við Albaníu gerði hann einhver mis- tök en það gerðu aðrir leikmenn líka og þannig er fótboltinn.“ Þarf ekki að óttast fordæmið Hamrén kallaði ekki bara í 90 landsleikja bakvörðinn Birki Má, sem veit allt um það hvernig á að verjast stórþjóðum á Laugardals- velli, heldur hélt hann reynslubolt- unum Birki Bjarnasyni og Emil Hallfreðssyni inni í hópnum þrátt fyrir að þeir hafi verið án félags frá því í sumar. Þeir hafa gæði og þeir hafa reynslu, sagði Svíinn, sem áfram treystir því á þá sem hafa komið Íslandi á EM og HM til að rata á þriðja stórmótið í röð, þó að hann viðurkenndi að ákvörðunin hefði vafist nokkuð fyrir sér. Ég er sammála því að velja Birki og Emil í 25 manna hóp, aðrir myndu detta fyrr út af mínum lista, og ég óttast ekki að það setji slæmt fordæmi að velja þá í landslið þó að þeir séu án félags. Ég get ekki ímyndað mér að þar með verði eftirsóknarvert fyrir leikmenn að vera atvinnulausir. „Fyrir sumum er þetta umdeilan- legt val, og ég skil það alveg að sum- ir hafi aðra skoðun en ég. Ég hef hugsað mikið um þetta, enda er þetta óvanaleg staða. Vissulega var sama staða hérna fyrir mánuði en þá töldum við að hún myndi leysast fljótt. Ég hef því hugsað mikið og rætt um hvað sé best að gera, en er þess fullviss að best sé fyrir hópinn að þeir séu með að þessu sinni. Þeir hafa gæðin og reynsluna, njóta mik- illar virðingar í liðinu og munu reyn- ast liðinu vel hvort sem þeir spila ekkert eða tvo 90 mínútna leiki. Þeir gera allt sem þeir geta fyrir liðið,“ sagði Hamrén. Hjörtur og Emil voru meðal þeirra sem litu illa út á mynd- böndum sem Hamrén sýndi fjöl- miðlamönnum, úr tapinu gegn Alb- aníu. Aron Einar fyrirliði, Hannes, Rúnar Már og Jón Daði voru einnig nefndir, enda þótt Hamrén benti á að frammistaða Íslands hefði alls ekki verið afleit. En óttast þjálfarinn ekki viðbrögð leikmanna við því að hann sýni öllum mistök einstakra leikmanna og ræði svona? Óvissa með Aron og Hörð „Ég var ekki að gagnrýna ein- staklinga. Við gerum þetta saman sem lið. Ég vildi líka sýna að þetta [tapið] var ekki einhverjum einum leikmanni að kenna. Liðið ber ábyrgð, hvort sem það vinnur eða tapar. Eins og sást á myndbönd- unum þá voru það alltaf 3-4 leik- menn sem hefðu getað gert betur í hverju tilviki. Og við erum heldur ekki að einblína á mistökin, heldur það að læra af þeim. Leikmennirnir eru vanir því að fá gagnrýni, og frá okkur Frey [Alexanderssyni] kemur hún ekki til að kenna einhverjum um heldur til þess að gera liðið betra. Það kæmi mér á óvart ef þeir tækju þessu með neikvæðum hætti, því ég var ekki að benda fingri á einhverja ákveðna leikmenn. Það var ekki markmiðið, heldur að sýna að VIÐ þurfum að gera betur.“ Albert Guðmundsson verður ekki í landsliðshópnum á næstunni vegna meiðsla og einhver óvissa er um stöðuna á Herði Björgvini Magn- ússyni vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði meidd- ist síðan í leik í gærkvöld og óvissa er um stöðuna á honum. Ingvar Jónsson leysir Rúnar Alex Rún- arsson af hólmi fari svo að kærasta Rúnars Alex verði ekki búin að eign- ast barn þeirra um helgina. Gamall hestur ratar best  Hamrén treystir á gæði og reynslu Birkis og Emils  Birkir Már snýr aftur  Þjálfarinn segir gagnrýni í ástríðufullri ræðu ekki hleypa illu blóði í leikmenn AFP Þrjú gegn Frökkum Birkir Bjarnason hefur skorað í þremur leikjum á móti Frakklandi. Hann er í hópnum. 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson gætu mæst í Burnley í dag kl. 14, í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þetta er jafnframt síðasta umferðin fyrir landsleikjahlé og því síðasta tækifæri Jóhanns til að spila áður en landsliðið kemur saman, en hann hefur ekkert spilað síðan í ágúst vegna kálfameiðsla. Enskir miðlar telja líklegt að hann byrji inni á í dag, líkt og Gylfi fyrir Everton sem er aðeins í 15. sæti með sjö stig, tveimur stigum á eftir Burnley. Stórleikur umferðarinnar er leikur Liver- pool og Leicester á Anfield, sem einnig hefst kl. 14 í dag og verður í beinni útsendingu á mbl.is/enski. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína en Leicester er í 3. sæti með 14 stig. Raunar hafa aðeins Liverpool (49) og Manchester City (41) fengið fleiri stig en Leicester (31) síðan Brendan Rodgers var ráðinn stjóri Leicester í febr- úar. Leicester er þar að auki það lið í úrvalsdeildinni sem síðast slapp við tap á Anfield, í janúar. Rodgers snýr nú aftur á sinn gamla heimavöll og heilsar þar að auki upp á leigjanda sinn, Jürgen Klopp, sem flutti inn í hús Rodgers þeg- ar hann tók við af honum sem stjóri Liverpool fyrir fjórum árum. Var það raunar að frumkvæði Rodgers sem Klopp fékk að leigja húsið. Liverpool verður áfram án Joel Matip vegna meiðsla en vörn liðsins leit illa út án hans í Meist- aradeildinni í vikunni. Mögulega mætir Alisson hins vegar aftur í mark heimamanna í dag. Manchester United er aðeins í 10. sæti og freist- ar þess að komast aftur á sigurbraut þegar liðið sækir Newcastle, næstneðsta lið deildarinnar, heim á morgun kl. 15.30. Arsenal, Manchester City og Chelsea verða öll á ferðinni kl. 13 á morgun, gegn Bournemouth, Wolves og South- ampton. Umferðin hefst hins vegar á leik Brighton og Tottenham í hádeginu í dag. sindris@mbl.is Klopp mætir leigusalanum sínum á Anfield í dag Jóhann Berg Guðmundsson MARKVERÐIR: Hannes Þór Halldórsson, Val ....................................... 63/0 Ögmundur Kristinsson, Larissa................................... 15/0 Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon......................................... 5/0 VARNARMENN: Birkir Már Sævarsson, Val ........................................... 90/1 Ragnar Sigurðsson, Rostov .......................................... 90/5 Kári Árnason, Víkingi R ............................................... 79/6 Ari Freyr Skúlason, Oostende ..................................... 68/1 Sverrir Ingi Ingason, PAOK Saloniki ......................... 27/3 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva............. 26/2 Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar ................................... 15/1 Hjörtur Hermannsson, Bröndby.................................. 14/1 Samúel Kári Friðjónsson, Viking Stavanger ............... 7/0 MIÐJUMENN: Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi............................. 87/2 Birkir Bjarnason, án félags ........................................ 80/12 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley .................. 74/8 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton.............................. 70/21 Emil Hallfreðsson, án félags ................................. 70/1 Arnór Ingvi Traustason, Malmö........................... 30/5 Rúnar Már Sigurjónsson, Astana ......................... 24/1 Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstadt ................ 11/0 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva .......................... 4/0 SÓKNARMENN: Alfreð Finnbogason, Augsburg............................ 54/15 Kolbeinn Sigþórsson, AIK..................................... 52/25 Jón Daði Böðvarsson, Millwall.............................. 44/3 Viðar Örn Kjartansson, Rubin Kazan.................. 23/3  Alfreð, Jóhann Berg, Sverrir Ingi, Arnór Sigurðs- son og Birkir Már koma inn í hópinn frá síðasta landsliðsverkefni, leikjunum gegn Moldóvu og Alban- íu, en Albert Guðmundsson (meiðsli) og Daníel Leó Grétarsson detta út. Íslenski hópurinn gegn Frökkum og Andorra  Birkir Heimisson, 19 ára gamall knattspyrnumaður frá Akureyri, er genginn til liðs við Valsmenn og hefur samið við þá til þriggja ára. Birkir hef- ur leikið með unglingaliðum Heeren- veen í Hollandi undanfarin þrjú ár en áður hafði hann spilað 16 ára gamall með Þór í 1. deildinni. Birkir, sem er miðjumaður, á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.  Megan Rapinoe, knattspyrnukona ársins hjá FIFA 2019, lék á ný með bandaríska landsliðinu í fyrrinótt þeg- ar það vann Suður-Kóreu, 2:0, í vin- áttulandsleik í Charlotte. Hún hefur verið frá keppni vegna meiðsla í hásin. Rapinoe lagði upp bæði mörk banda- ríska liðsins, fyrir Allie Long og Mal- lory Pugh. Þetta var 106. sigurleikur liðsins undir stjórn Jill Ellis, sem kveð- ur liðið á morgun þegar þjóðirnar mætast aftur í Chicago. Ellis er þar með orðin sigursælasti þjálfari banda- ríska liðsins frá upphafi.  Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Hero Women’s-golfmótinu á Indlandi en hún komst ekki í gegnum niður- skurðinn eftir annan hring mótsins í gær. Hún lék á 74 höggum, tveimur yf- ir pari, en hafði leikið fyrsta hringinn á fimmtudag á 80 höggum. Hún endaði því á tíu höggum yfir pari en leika þurfti á sjö yfir pari til að komast áfram á tvo síðari hringina. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.  Óvíst er hvort sóknarmaðurinn öfl- ugi Kylian Mbappé verður með Frökk- um gegn Íslendingum á Laugardals- vellinum í undankeppni EM á föstudagskvöldið kemur. Hann hóf að spila á ný með París SG um síðustu helgi eftir mánaðarfjarveru vegna meiðsla, og var aftur með gegn Gala- tasaray í Meistaradeildinni í vikunni, en getur hinsvegar ekki spilað með lið- inu gegn Angers í dag. Þá er ljóst að Paul Pogba verður ekki með á Laugar- dalsvellinum vegna meiðsla. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR EHF-bikar karla, fyrri leikur: Kaplakriki: FH – Arendal ...................... S17 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – Valur................... L16 Kórinn: HK – KA .................................... S16 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – Fram .................. L14 Ásvellir: Haukar – Valur........................ L18 Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan ......... S14 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kórinn: HK U – ÍR ................................. S14 Vestmannaeyjar: ÍBV U – Stjarnan U . S16 Kaplakriki: FH – Víkingur................ S19.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: TM-höllin: Stjarnan U – Víkingur......... S15 KNATTSPYRNA Undankeppni EM U19 kvenna: Fylkisvöllur: Ísland – Kasakstan.......... L14 Víkingsvöllur: Spánn – Grikkland......... L14 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar – Njarðvík............. L15 Hertz-hellirinn: ÍR – Keflavík b............ L16 Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir ...... L18 SKYLMINGAR Viking Cup 2019, alþjóðlegt mót í skylm- ingum með höggsverði, fer fram í Skylm- ingamiðstöðinni í Laugardal um helgina. Konurnar keppa í dag og undanúrslit hefj- ast kl. 13.45. Karlarnir keppa á morgun og þá hefjast undanúrslit kl. 14.15. Enski boltinn á Síminn Sport Brighton – Tottenham ...................... L11.30 Liverpool – Leicester ............................. L14 West Ham – Crystal Palace.............. L16.30 Newcastle – Manchester United ...... S15.30 UM HELGINA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.