Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 ✝ Oddur Sigfús-son fæddist á Krossi í Fellum á Fljótsdalshéraði 20. október 1933. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut í Reykjavík 22. september 2019. Oddur var sonur hjónanna Sigfúsar Guttormssonar, f. 1903, d. 1951, og Sólrúnar Ei- ríksdóttur, f. 1902, d. 2000. Oddur var annar í röð níu systkina sem komust á legg. Systkini hans eru Páll Hjörtur, sem lést 2017, Guðný Sólveig, Guttormur, Sveinn Eiríkur, Þórey, Baldur, Jón og Odd- björg, sem lést 2015. Oddur ólst upp á Krossi í urinn 1965/66 stundaði hann nám við Meistaraskólann og fékk meistararéttindi sem tré- smiður. Hann starfaði í áratugi hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur- borgar, þar sem honum var meðal annars falin umsjón með smíðahópum Vinnuskóla Reykjavíkur tíu sumur í röð. Oddur fór snemma að leika á harmonikku. Hann starfaði með Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík og sat í stjórn félags- ins. Hann söng lengi með kór Trésmíðafélags Reykjavíkur. Oddur var vel hagmæltur og gaf út eina ljóðabók Vornóttin angar. Hann hafði yndi af ferðalögum og var víðförull innanlands sem utan. Hann stundaði gönguferðir og fjall- göngur á meðan kraftar leyfðu og var um skeið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands. Útför Odds fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag, 5. október 2019, og hefst klukkan 14. Fellum, hjá for- eldrum sínum og systkinum. Hann fór ungur að heim- an til að vinna. Fyrst var hann vinnumaður á Staffelli í Fellum og svo á Lyngfelli í Vestmannaeyjum þar sem Guðlaug- ur föðurbróðir hans rak bú. Seinna fór hann á vertíðir til Vestmannaeyja og vann í vega- gerð á Héraði. Hann gekk í barnaskóla Fellamanna sem var á Helgafelli á þessum árum. Oddur lærði grunnatriði í tré- smíði veturinn 1954/55 við smíðaskólann á Hólmi í Land- broti. Hann lauk síðar því námi í Iðnskólanum í Reykjavík. Vet- Oddur bróðir var tíu árum eldri en ég. Hann var næstelstur af níu systkinum. Hann var hand- laginn frá fyrstu tíð. Á æskuárum mínum var hann oft beðinn um að laga eða smíða hluti fyrir heimilið og fórst það vel úr hendi. Bátur var gripur sem vantaði tilfinnan- lega á Krossheimilið því þar eru vötn með silungsveiði og netun- um var ýtt út með tréspíru. Odd- ur ákvað að smíða bát og smíðaði hann úr tveimur bárujárnsplöt- um. Báturinn fór í reynsluróður. Niðurstaðan var sú að fleytan var völt og hættuleg fyrir börn og unglinga á bænum. Móðir okkar, Sólrún Eiríksdóttir, kvað upp úr með það. Oddur ákvað að betr- umbæta bátinn, bætti bárujárns- plötu í botninn og breikkaði hann þar með verulega. Eftir þá breyt- ingu var báturinn mjög stöðugur og gagnaðist heimilinu vel. Odd- ur hannaði og smíðaði netgirð- ingu með steyptum staurum kringum heimagrafreitinn á Krossi sem ber handlagni hans gott vitni. Seinna lærði Oddur smíðar, varð húsgagnasmíða- meistari og vann í Reykjavík, lengst af hjá Reykjavíkurborg. Oddur var músíkalskur. Hann spilaði á harmóniku og lærði harmónikuleik í kvöldskóla hjá Karli Jónatanssyni. Oddur var um árabil í Trésmíðafélagskórn- um. Utanlandsferðir Odds urðu margar. Meðal annars fór hann í heimsreisu kringum jörðina með Ingólfi Guðbrandssyni. Hann heimsótti allar heimsálfur nema Suður-Ameríku og Suðurskauts- landið. Nú á vordögum talaði hann um að kannski kæmist hann til Suður-Ameríku. Hvíl í friði, bróðir. Jón. Mig langt í fjarlægð fjallabláminn seiddi og ferðalöngun ungum varð mér sár. Hún seinna burt úr sveitinni mig leiddi að sjá hvað geymdi fjarskinn draumablár. Oddur fór ungur til Vest- mannaeyja og vann við bústörf hjá Guðlaugi Guttormssyni föð- urbróður sínum á Lyngfelli. Þetta ferðalag og dvöl sumar- langt opnaði honum nýjan heim. Lán Odds var að komast í smíðanám á Hólmi í Landbroti. Þar lærði hann trésmíðar og handverk af allra bestu gerð. Þetta ár menntunar gerði hann að úrvalstrésmið. Oddur þurfti sinn tíma til að læra hina ýmsu hluti en hætti aldrei fyrr en hann hafði náð þeirri færni sem hann sóttist eftir. Oddur hafði góðar gáfur og fjölbreytt áhugamál. Oddur var músíkalskur, spilaði á harmoniku og söng í kór Trésmíðafélags Reykjavíkur. Hann orti ljóð og gaf út ljóðabók sem fékk góða dóma. Báðar vísurnar sem birt- ast hér eftir Odd bera skáldskap hans gott vitni. Að ferðast og skoða lönd og álfur var hans áhugamál og hann varð mjög langförull. Innst inni var hann þó náttúrubarn úr gömlu íslensku sveitinni. Hann var þrautseigur einfari og hafði persónuleika sem alltaf var sjálfum sér sam- kvæmur. Einn þó hafi ævibraut hér áfram keyrt í gleði og þraut. Ég lending reyndi á réttum stað og reið svo glaður heim í hlað. Vertu sæll, bróðir. Við hittumst síðar. Baldur. Ég vil í fáum orðum minnast Odds frænda sem nú er farinn til Sumarlandsins þangað sem við förum öll að lokum. Ömmur okk- ar Odds voru systur og á milli Hafrafells og Kross, fæðingar- staða okkar, var þægileg bæjar- leið og því talsverður samgangur milli bæja. Þær systur, ömmur okkar Sigríður og Oddbjörg, voru miklar sagnakonur og kunnu ógrynni af sögum og ljóðum sem þær miðluðu óspart til afkom- enda. Músíkgáfa Oddbjargar erfðist til afkomenda og held ég að flest eða öll systkini Odds hafi erft þá gáfu og spilað á harmón- iku eða önnur hljóðfæri og eign- aðist Oddur fljótlega góða harm- óniku. Lá því leiðin oft í Kross og var unað þar við spjall og harm- ónikumúsík á því góða heimili. Eftir að við Oddur lögðum leið okkar hingað suður varð lengra á milli samfunda eins og gengur en er hægðist um með vinnu og ann- að stúss fjölgaði samfundum. Oddur komst einn vetur á skóla að Hólmi í Landbroti og var það síðasti vetur sem sá merki skóli starfaði en þar öðlaðist hann færni í ýmsum greinum. Með harðfylgi og mikilli vinnu fyrir sínu námi varð Oddur húsasmíða- meistari og var gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á á mínu heimili. Hann las mikið og minnið var með afbrigðum gott. Hann ferðaðist mikið um heiminn og var því fjölfróður. Einnig gekk hann mikið hér um nágrennið og Reykjanesið og stóran hluta há- lendis hér sunnanlands og átti marga góða göngu- og ferða- félaga. Oddur var í félagi tré- smiða og átti þar ferðafélaga og söngfélagavini og var harmónik- an þá oftlega með í för og söng- urinn og dansinn dunaði þar til sólin kom upp kl. 7 að morgni næsta dags. Er hann sýndi einu sinni skyggnur í Gjábakka nefndi hann með nafni hvert einasta fjall og fell og annað sem fyrir augu bar. Oddur var hagorður eins og foreldrar hans og ætt hans er og árið 2014 gaf hann út ljóðabókina „Vornóttin angar“ og naut þar aðstoðar Ragnars Inga Aðals- steinssonar, þess ágæta manns. Þegar aldurinn færist yfir er ómetanlegt að eiga góða vini og hefur Júlíus Guðmundsson og fjölskylda reynst honum einstak- lega vel. Einnig var hann alltaf velkominn hjá frænda sínum Sig- urði Kristinsyni og hans góðu konu Guðríði Magnúsdóttur, en þar voru vinir í garði eins og ég og margir aðrir upplifðu á því góða heimili á sínum tíma og er það þakkað hér með. Nú síðustu árin var hann bú- settur hér í næsta húsi við mig og því stutt að fara að koma í mat til mín og var þá spjallað fram eftir kvöldi því hann var biblíufróður og ræddum við þá um mál þessa heims og annars. Ég þakka Oddi frænda mínum samfylgdina á æviskeiðinu og bið honum blessunar Guðs. Aðstand- endum votta ég samúð mína. Guðlaug Erla. Síðasti jólasveinninn er kom- inn til byggða sagði Oddur frændi gjarnan hlákulegur, þeg- ar hann kom í gættina á aðfanga- dagskvöld. Þessi jólasveina- brandari var á ýmsan hátt viðeigandi fannst mér. Móður- systkin mín voru einmitt eitt og átta; þrjár systur og sex bræður, og Oddur móðurbróður minn fór víða (eins og jólasveinarnir) bæði innanlands og erlendis. Hann myndaði ferðalögin frá upphafi til enda og endurlifði þau í frásögn- inni þegar hann sýndi okkur hin- um með skyggnum og stóru tjaldi, sögustaðina sem hann hafði heimsótt. Þegar ég var lítil fannst mér litskæru myndirnar frá Austurlöndum og Asíu mun tilkomumeiri en grátónamyndir af hálendi Íslands og botnaði ekkert í því hvað honum Oddi frænda mínum fannst svona heillandi við gráa sanda og vos- búð á íslenskum öræfum. Hann hvatti mig til þess að fylgja i sín fótspor og skoða heiminn, ekki síður en til að ganga á Einhyrn- ing, Þríhyrning og reyndar fjöllin almennt allt í kring, eins og hann. Oddur frændi er farinn í síð- ustu ferðina. Ég geymi góðar minningar um samverustundir þar sem spjallað var um heima og geima, þennan heim og annan, bollalagt um næsta ferðalag eða spáð í bolla. Sólrún Svandal. Allir í fjölskyldunni kölluðu hann Odd frænda. Gott ef systk- ini hans gerðu það ekki líka á stundum. Hann var bróðir pabba og ég hef þekkt hann frá því ég var lítill strákur. Hann bjó í áratugi í Reykjavík en kom austur á Hér- að á hverju sumri og stundum um jól. Hann var alltaf Fellamaður og Kross var heima fyrir honum. Þar þekkti hann hvern stein og hverja þúfu. Þar leið honum best. Oddur var ekki gallalaus frek- ar en aðrir og sérstakur um margt. Hann sættist við það í líf- inu sem reyndist honum erfitt og naut þess sem það gaf honum. Ferðirnar austur voru eitt af því. Í þessum heimsóknum hans kynntist ég honum og okkur varð strax vel til vina. Fyrst gekk ég með honum um Krossland sem lítill strákur, seinna unglingur og loks sem fullorðinn maður. Þar áttum við sameiginlegar rætur. Ég bauð honum oft með mér í bíl- túr um Fellin eða upp á Fjarð- arheiðarbrún þar sem okkur fannst fallegt að horfa yfir Hér- aðið okkar. Héraðið dró Odd alltaf til sín og það kom best í ljós fyrir tveim- ur árum þegar hann veiktist og lenti á spítala í ferð sinni austur. Hann ætlaði sér austur sama hvað kraftar hans væru orðnir litlir. En heim í Fellin komst hann þó tæpt væri! Hann var hæstánægður með að komast alla leið en þetta varð síðasta ferðin austur. Oddur ferðaðist út um allan heim og sögurnar sem hann sagði af ferðum sínum opnuðu heiminn fyrir mér. Það var eins og að hlusta á ævintýri að heyra Odd segja frá ferðum sínum. Mér fannst stórmerkilegt, þegar ég var að alast upp, að bróðir pabba skyldi hafa ferðast til landa sem ég hafði bara lesið um eða séð á korti. Það var betra að hafa tímann fyrir sér þegar hringt var í Odd. Síðast þegar við töluðum saman bar margt á góma. Eitt af því sem við ræddum voru eilífðarmálin. Hann sagðist fullviss um að til- veran héldi áfram eftir þessa sem við vorum þá báðir hluti af. Hvert sem Oddur frændi er kominn núna er ég viss um að hann mun njóta ferðalagsins. Kannski fer hann til Suður-Ameríku og Suð- urskautslandsins. Að leiðarlokum þakka ég sam- verustundir sem gáfu mér mikið, samtöl sem stóðu oft lengi, enda- lausan fróðleik og góð ráð en Oddur átti nóg af þeim. Farðu vel, frændi! Sigfús Guttormsson frá Krossi. Vinur minn, Oddur Sigfússon frá Krossi í Fellum, er látinn. Hann var orðinn heilsutæpur, kominn á níræðisaldur og slitinn eftir langan vinnudag. Og nú hef- ur hann fengið hvíld. Oddur fór ungur að heiman, lærði trésmíði og fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann starf- aði við smíðar og sinnti fjöl- breyttum áhugamálum. Hann var hæfileikaríkur, lék á harmón- iku og söng í kór, auk þess sem hann var afbragðsvel hagorður og skemmti samferðafólki sínum með hnyttnum og skemmtilegum vísum. Það var í gegnum kveðskapinn sem ég kynntist Oddi fyrst eitt- hvað að ráði, við þá báðir orðnir nokkuð fullorðnir. Það kom mér dálítið á óvart hvað hann hafði næma skynjun fyrir brag. Hon- um var lagið að setja saman kvæði á þann hátt að hrynjandin minnti á tónlist. Hjá honum fóru saman brag- og tóneyra eins og heyra má í mörgum ljóðum hans. Auk þess tókst honum öðrum betur, einkum þegar hann fékkst við alvarlegri mál, að snerta til- finningar lesandans og hrífa hann með sér. Sum kvæði Odds eru svo sterk og grípandi að það verður ekki betur gert. Og svo gat hann verið meinfyndinn og skemmtilegur. Hann orti um allt sem fyrir varð, breytti í ljóðlínur öllu því sem mætti honum á lífs- leiðinni, allt var unnið af ná- kvæmni og trúmennsku við brag- inn. Ég kveð þennan félaga minn í kveðskapnum með þakklæti og hlýhug. Megi öðlingurinn Oddur frá Krossi hvíla í friði. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Oddur Sigfússon HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Gunnlaugsgötu 18, Borgarnesi, lést þriðjudaginn 1. október. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 12. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja minnast hennar láti Brákarhlíð njóta þess. Örn R. Símonarson Unnur Hafdís Arnardóttir Bjarni Knútsson Ragnheiður Harpa Arnard. Guðjón Kristjánsson Jónína Erna Arnardóttir Vífill Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SVEINSSON, Efstaleiti 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 9. október klukkan 11. Agnes Jóhannsdóttir Soffía Haraldsdóttir Ásdís Haraldsdóttir Jóhann Haraldsson Gréta Pape Sveinn Haraldsson Haraldur Agnes Civelek Edda Civelek Marta Eiríksdóttir Benoit Branger Agnes Jónasdóttir Daníel Jóhannsson Amber Allen Alexander Jóhannsson og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JAKOBÍNA PÁLSDÓTTIR JÓNSDÓTTIR frá Bíldudal, lést föstudaginn 27. september á Landspítalanum Hringbraut í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 12. október klukkan 14. Sigurþór Lúðvík Sigurðsson Jón Arnar Sigurþórsson Margrét Katrín Guðnadóttir Ólafur Hrafn Sigurþórsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Elías Sigurþórsson Ásdís Helgadóttir barnabörn og systkini Ástkær eiginkona mín og móðir, HRÖNN GARÐARSDÓTTIR heimilislæknir, lést á Landspítalanum 24. september. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 7. október klukkan 13.00. Minningarathöfn verður haldin í Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 10. október klukkan 14.00. Þeir sem vilja minnast Hrannar er bent á að hafa samband við Rebekkustúku nr. 15, Björk á Egilsstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Rúnarsson Garðar Páll Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.