Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Fyrir hrein eyru EINFÖLD OG ÁHRIFARÍK LEIÐ TIL AÐ MÝKJAOGFJARLÆGJAEYRNAMERGÁ NÁTTÚRULEGANHÁTTMEÐÓLÍFUOLÍU fæst í öllum helstu apótekum Nú líður að því að senn verði kosið um sameiningu sveitar- félaganna Borgarfjarð- arhrepps, Djúpavogs- hrepps, Fljótsdals- héraðs og Seyðis- fjarðarkaupstaðar en kosning mun fara fram laugardaginn 26. októ- ber nk. Sitt sýnist þó hverj- um um það hvort þessi sameining- arkostur sé vænlegur og í ljósi þess þótti mér rétt að fara yfir feril þessa máls og meginniðurstöður í stuttu máli. Upphafið má rekja til fundar er fram fór á Egilsstöðum fyrir tveimur árum. Þá komu saman fulltrúar sex sveitarfélaga á Austurlandi sem hafa haft samstarf um brunavarnir og fé- lagsþjónustu. Ýmislegt var þarna rætt, allt frá því að auka samstarfið í að sveitarfélögin sameinuðust. Úr varð að myndaður var starfshópur fulltrúa sveitarfélaganna sex, sem var falið að koma með tillögur um þróun frekara samstarfs. Niður- staðan varð sú að rétt væri að gera íbúakönnun varðandi vilja til samein- ingar. Í mars 2018 var slík könnun gerð og var niðurstaðan sú að afstaða íbúa til sameiningar var jákvæð í fjórum sveitarfélaganna en hjá tveimur var slíku hafnað. Að afloknum sveitarstjórnarkosn- ingum komu fulltrúar þessara fjög- urra sveitarfélaga saman til fundar í september 2018 þar sem umræðu- efnið var grundvöllur sameiningar- viðræðna og hvernig að slíku skyldi staðið. Strax á fyrsta fundi var rætt mikilvægi þess að standa vörð um stöðu og áhrifavald einstakra bæjar- kjarna. Niðurstaða þessa fyrsta fundar var að fá utanaðkomandi ráð- gjafa (RHA) til að vinna tillögu að ferillýsingu verkefnisins. Að fenginni ferillýsingu var sam- þykkt af öllum sveitarfélögunum að um formlegt sameiningarferli yrði að ræða, þ.e. ekki könnunarviðræður heldur ferli sem lyki með kosningu íbúanna. Formleg samstarfsnefnd hóf störf í nóvember og réð hún í des- ember til starfa verkefnisstjóra, RR- rágjöf, til að leiða vinnuna. Þegar í upphafi lá fyrir að sam- starfsnefndin kæmi með virkum hætti að verkefninu í stað þess að fela framkvæmd þess aðkeyptri ráð- gjöf. Samstarfsnefndin hefur því fundað með reglubundnum hætti og haldið 22 formlega fundi. Myndaðir voru sex starfshópar um málaflokka skipaðir starfsfólki, kjörnum fulltrú- um og fulltrúum félagasamtaka sem skiluðu af sér í lok febrúar. Í mars var unnið úr hugmyndum starfshópa og fundað með ráðherrum, embætt- ismönnum og þingflokkum. Í apríl voru haldnir íbúafundir þar sem hugmyndir voru kynntar og óskað eftir afstöðu íbúa. Um- ræddir fundir voru bæði vel sóttir og íbúar tóku þar virkan þátt. Ábendingar komu fram sem nýttust við endan- lega útfærslu sam- starfsnefndar á til- lögum er kynntar voru sveitarstjórnum í júní. Tillaga um kjördag var þá samþykkt af öllum sveitarfélögunum. Kynning á tillögum sem kosið verður um fer fram á íbúafundum 7.- 10. október auk þess að nálgast má þær á heimasíðu verkefnisins (svausturland.is). Eitt af því sem ég tel að hafi verið farsælt fyrir verkefnið er samsetning samstarfsnefndarinnar en óhætt er að segja að erfitt sé að líkja henni við svo kallaðan hallelújakór. Skoðanir hafa verið skiptar og hefur það leitt af sér að steinum hefur verið við velt og málin rædd í þaula. Ég er því þeirrar trúar að þær tillögur er nefndin hefur orðið sammála um séu til þess fallnar að skila okkur öflugu samfélagi til framtíðar. Í vinnu samstarfsnefndar kom snemma upp sú áhersla að koma yrði í veg fyrir að áhrifamáttur minni kjarna hyrfi við sameiningu inn í stærri heild. Þetta er eitt af því sem gagnrýnt hefur verið varðandi sam- einingu sveitarfélaga. Án þess að ég fari að útlista það nánar hér þá tel ég að sú hugmynd er lýtur að heima- stjórnum muni bæði tryggja áhrifa- mátt nærsamfélagsins sem og ein- falda og auka skilvirkni stjórn- sýslunnar. Áhersla hefur verið á það lögð að greina fjármál sameinaðs sveitar- félags. Unnið hefur verið með fyrir- liggjandi áætlanir og við þær hefur verið bætt bæði viðhalds- og fram- kvæmdaþáttum sem þörf er á en haldið hefur verið utan áætlana þar sem sveitarfélögin hafa ekki treyst sér til að ráðast í þau. Niðurstaðan er fjárhagslega sjálfbært og öflugt sveitarfélag sem á innan við 10 árum á að geta uppfyllt þær framkvæmda- kröfur er fram hafa komið. Fram hafa komið athugasemdir varðandi það m.a. að skuldir per íbúa í einstökum sveitarfélögum muni aukast frá því sem nú er. Þessu er ekki hafnað en bent á að í sameinuðu sveitarfélagi verður hægt að byggja upp öflugt framtíðarsamfélag án þess að til viðbótarskuldsetningar, þjónustuskerðingar eða tekjurösk- unar komi. Sameinað sveitarfélag mun standast öll þau fjárhagslegu viðmið sem til staðar eru í dag, auk þeirra sem hugmyndir eru um, og mun geta sinnt nauðsynlegri upp- byggingu í öllum kjörnum þess. Eitt af því sem velt hefur verið upp er hvers vegna sé verið að stíga þetta skref í stað þess að sameina öll sveit- arfélög á Austurlandi í eitt. Ég er al- veg sammála því að til lengri tíma lit- ið þá muni verða farsælt að sameina öll sveitarfélög á Austurlandi í eitt. En við megum hins vegar ekki láta þá framtíðarsýn koma í veg fyrir það að við stígum nú það framfaraskref sem í boði er og er til þess fallið að efla slagkraft svæðisins sem við bú- um á og þjónustuna við íbúa þess. Sameining sveitar- félaga á Austurlandi Eftir Björn Ingimarsson » Í vinnu samstarfs- nefndar kom snemma upp sú áhersla að koma yrði í veg fyrir að áhrifamáttur minni kjarna hyrfi við samein- ingu inn í stærri heild. Björn Ingimarsson Höfundur er bæjarstjóri Fljótsdals- héraðs og formaður samstarfs- nefndar. bjorni@egilsstadir.is Kæra Lilja Alfreðs- dóttir. Menntakerfi dans- listarinnar í landinu hefur að miklu leyti verið haldið uppi af einkaskólum og hafa frumkvöðlar í íslensk- um listdansi lyft grett- istaki við að koma list- greininni á þann stað sem hún er í dag. Framþróun og gróska hefur ein- kennt atvinnuumhverfi danslist- arinnar hérlendis á undanförnum árum en þær tengjast jákvæðri skólaþróun og uppbyggingu í skóla- starfi listdansskólanna. Árið 2006 leit aðalnámsskrá í listdansi dagsins ljós og þrír af listdansskólum borg- arinnar hlutu starfsleyfi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem viðurkenndir listdansskólar á fram- haldsskólastigi en það eru Danslist- arskóli JSB, Klassíski listdansskól- inn og Listdansskóli Íslands. Það sama ár stofnaði Listaháskóli Ís- lands samtímadansbraut á há- skólastigi og hefur gróska og at- vinnumennska í íslenskri danslist farið mjög vaxandi í kjölfarið. Fjárhagslegur stuðningur frá rík- inu með listdansnáminu hefur verið takmarkaður og er mikið misræmi í því hvernig ríkið stendur að upp- byggingu listnáms í landinu. Í pistli Morgunblaðsins fimmtu- daginn 3. október ferð þú, mennta- málaráðherra, fögrum orðum um starf tónlistarskólanna í landinu og er það frábært. Við getum sann- arlega verið stolt af tónlistarlífinu í landinu og hvernig staðið er að tón- listarkennslu sem er skv. aðalnáms- skrá í tónlist. Listdansskólar hafa lagt sig fram af miklum metnaði við að framfylgja aðalnámsskrá í list- dansi fyrir grunn- og framhaldsskólastig á undanförum árum en nú er svo komið að fjárhagslegt þanþol listdansskólanna er hreinlega á þrotum. Mennta- og menning- armálaráðuneytið sendir árlega út til- kynningar til listdans- skólanna um að til standi að breyta rekstrarfyrirkomulagi námsins til betri vegar en ekkert gerist. Enginn lagarammi hefur verið útbúinn utan um listdansnám skv. aðalnámsskrá líkt og til er um aðrar listgreinar (t.d. tónlistarnám) og gætir því mik- ils misréttis með listnámi í fjárveit- inum frá ríkinu. Misrétti í fjárveitingum ríkisins Misrétti í fjárveitingum ríkisins, sumt listnám fer í fjárhagslegt út- boð annað ekki. Listdansbraut MH er námsbraut til stúdentsprófs. Bók- námshluti náms er kenndur í MH en verknámið er kennt í samstarfi við viðurkennda listdansskóla. Námið lýtur öðrum lögmálum en aðrar stúdentsbrautir framhaldsskólanna því nú vill ríkið setja verklega þátt námsins í útboð! Tekið skal fram að útboðið á bara við um verknám á sviði danslistar en ekki er fyrir hugað að bjóða út listnám í öðrum listnámsbrautum framhaldsskól- anna. Sem sagt, útboð á eingöngu við um listdansnám skv. aðalnáms- skrá en ekki annað listnám sem kennt er skv. aðalnámsskrá. Vægast sagt mjög undarleg menntastefna í listum sem menntamálaráðherra og menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á og hreykir sér af. Hvernig væri að styðja betur við listnám með því setja lög um listnám í landinu sem ná til allra listgreina? Lög er styðja við jafnrétti til list- náms? Útboð á listdansnámi á fram- haldsskólastigi er fáranleg hugmynd og vona ég innilega að ráðherra af- stýri þeim gjörningi. Kallað er eftir lögum um listdanskennslu í landinu, það er óverjandi að setja listdans- nám skv. aðalnámsskrá í verkkaup og opinbert útboð. Listdansnámið er hluti af íslensku menntakerfi og undirstaða fyrir atvinnulíf danslistar í landinu. Útboð á listnámi – ekki öllu en bara sumu? Eftir Irmu Gunnarsdóttur »Útboð á listdans- námi á framhalds- skólastigi er fáránleg hugmynd og vona ég innilega að ráðherra af- stýri þeim gjörningi. Irmu Gunnarsdóttur Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara. Matthías segir í dagbók sinni 1998: Ingibjörg Thors, sem var óvenju- leg kona og vel gerð og svo raunsæ að hún gat talað um Ólaf Thors eins og hvern annan ef því var að skipta, sagði einu sinni við mig um Ólaf: Maðurinn var einhvers konar séní. Það má vel vera. En hitt er víst að hann var öðrum mönnum heilsteypt- ari og svo mikill leiðtogi fjöldahreyf- ingar sjálfstæðismanna að leitun er á öðru eins í lýðræðislegu samfélagi. Þetta blasir auðvitað við þegar farið er í saumana á ævisögu Ólafs Thors. Í Ólafs sögu: Jóhannes Nordal telur að Ólafur Thors hafi haft áhyggjur af því þeg- ar hann þurfti að láta sverfa til stáls gegn öðru fólki í stjórnmálum. Þá hafi hann farið með áhyggjurnar heim. Viðbrögð hans hafi ekki alltaf blasað við á yfirborðinu. Hann tók allt, sem hann fjallaði um, föstum tökum. Ég tel hann mesta stjórn- málamann sem ég hef átt samstarf við, segir dr. Jóhannes, og þann stjórnmálamanninn, sem mér þótti vænst um sem manneskju. Auðunn vestfirski. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Afmæli Sjálfstæðisflokksins: Enn af Ólafi Thors Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.