Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is F latey á Breiðafirði er besta eyja heimsins, að því er fram kemur á lista ferðavefsins Big 7 Travel. Í nýjum pistli á vef þessum er birtur listi yfir eyjar sem eru áhugaverðir viðkomustaðir ferðamanna, en þar er byggt á mati lesenda vefsins, ferðareynslu blaða- manna og fyrri umfjöllun um stað- ina. Eins og kvikmyndatökuver „Á töfrandi hátt er Flatey eins og kvikmyndatökuver. Og er það. Margar kvikmyndir gerast á eyj- unni, þar ber hæst Ungfrúna góðu og húsið sem byggð er á smásögu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Friður eyjarinnar er einstakur, tím- inn stendur í stað,“ segir í umfjöll- uninni. – Raunar sér Flateyjar stað mun víðar. Þar gerist til dæmis sakamálasagan Flateyjargátan eftir Viktor Arnar Ingólfsson og í barna- bókinni Flateyjarbréfiunumeftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur er eyjan sögusviðið. Víðfræg bók, Síð- asta skip suður, eftir Jökul Jak- obsson og Baltasar listmálara sem út kom árið 1964, fjallar um Flatey og Breiðafjarðareyjar. Sömu staðir eru til umfjöllunar í Árbók Ferða- félags Íslands 1989. Þá var kvik- myndin Brúðguminn sem Baltasar Kormákur leikstýrði og frumsýnd var árið 2008 tekin upp í Flatey. Sú mynd byggðist aftur á leikriti Ant- ons Tsjekovs, Ívanov. Sommarøy í þriðja sæti Næst á eftir Flatey á listanum var Palawan sem er ein Filippseyja og í þriðja sæti Sommarøy í Norður- Noregi. Einnig eru á topp 20- listanum Bali í Indónesíu, spænska sólareyjan Ibiza, hin franska Kor- síka í Miðjarðarhafi, Caprí við Ítalíu og neðar á listanum eru svo Galapa- gos-eyjar sem tilheyra Ekvador. All- ir þessir staðir hafa oft verið til frá- sagnar í fjölmiðlum, ferðabókum og kvikmyndum, enda eru eyjar í eðli sínu áhugaverðar. Flóð og fjara í Frakklandi Síðast en ekki síst má nefna Mont Saint Michel er lítil klettótt ör- firiseyja í Normandí í Frakklandi. Í kastala miklum á eynni eru þorp og fræg klausturkirkja, en leifar mann- virkja fyrri tíðar ná djúpt niður á þessum stað sem hefur sl. 40 ár verið á heimsminjaskrá UNESCO. Gengt er út í eyjuna af fastalandinu á brú, en afar mikill munur flóðs og fjöru er á þessum stað við Ermarsundið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flatey Í raun heill heimur út af fyrir sig og sviðsmynd úr veröld sem var. Flatey öðlast frægð Flatey er best í heimi, segir ferðavefur. Sögusvið bók- mennta og kvikmynda. Bali, Ibiza, Korsíka, Caprí og Galapagos eru á sama lista. Mont Saint Michel í Frakklandi kemur einnig við sögu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frakkland Mont Saint Michel heitir þessi mikla virkisborg sem er í strand- héraðinu Normandí. Þekktur viðkomustaður ferðafólks og á lista UNESCO. AFP Bali Sinn er siður í landi hverju. Konur ganga á ströndinni til bænastundar þar sem óhreinindin eru þrifin úr sálinni, að sögn Indónesíufólks. Á leiðinni! Golf GTE 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.hekla.is/volkswagensalur Jafnvígur á rafmagni & bensíni Hinn sívinsæli Golf GTE er loks á leið aftur til landsins eftir nokkra bið. Hann nýtir rafmagn og bensín sem orkugjafa og veitir farþegum sem og ökumanni sportlega upplifun á einstakan hátt. Þessi rafmagnaði gleðigjafi er á tilboði og við eigum nokkra til afhendingar fljótlega. Verð frá 4.390.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.