Morgunblaðið - 05.10.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.10.2019, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is F latey á Breiðafirði er besta eyja heimsins, að því er fram kemur á lista ferðavefsins Big 7 Travel. Í nýjum pistli á vef þessum er birtur listi yfir eyjar sem eru áhugaverðir viðkomustaðir ferðamanna, en þar er byggt á mati lesenda vefsins, ferðareynslu blaða- manna og fyrri umfjöllun um stað- ina. Eins og kvikmyndatökuver „Á töfrandi hátt er Flatey eins og kvikmyndatökuver. Og er það. Margar kvikmyndir gerast á eyj- unni, þar ber hæst Ungfrúna góðu og húsið sem byggð er á smásögu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Friður eyjarinnar er einstakur, tím- inn stendur í stað,“ segir í umfjöll- uninni. – Raunar sér Flateyjar stað mun víðar. Þar gerist til dæmis sakamálasagan Flateyjargátan eftir Viktor Arnar Ingólfsson og í barna- bókinni Flateyjarbréfiunumeftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur er eyjan sögusviðið. Víðfræg bók, Síð- asta skip suður, eftir Jökul Jak- obsson og Baltasar listmálara sem út kom árið 1964, fjallar um Flatey og Breiðafjarðareyjar. Sömu staðir eru til umfjöllunar í Árbók Ferða- félags Íslands 1989. Þá var kvik- myndin Brúðguminn sem Baltasar Kormákur leikstýrði og frumsýnd var árið 2008 tekin upp í Flatey. Sú mynd byggðist aftur á leikriti Ant- ons Tsjekovs, Ívanov. Sommarøy í þriðja sæti Næst á eftir Flatey á listanum var Palawan sem er ein Filippseyja og í þriðja sæti Sommarøy í Norður- Noregi. Einnig eru á topp 20- listanum Bali í Indónesíu, spænska sólareyjan Ibiza, hin franska Kor- síka í Miðjarðarhafi, Caprí við Ítalíu og neðar á listanum eru svo Galapa- gos-eyjar sem tilheyra Ekvador. All- ir þessir staðir hafa oft verið til frá- sagnar í fjölmiðlum, ferðabókum og kvikmyndum, enda eru eyjar í eðli sínu áhugaverðar. Flóð og fjara í Frakklandi Síðast en ekki síst má nefna Mont Saint Michel er lítil klettótt ör- firiseyja í Normandí í Frakklandi. Í kastala miklum á eynni eru þorp og fræg klausturkirkja, en leifar mann- virkja fyrri tíðar ná djúpt niður á þessum stað sem hefur sl. 40 ár verið á heimsminjaskrá UNESCO. Gengt er út í eyjuna af fastalandinu á brú, en afar mikill munur flóðs og fjöru er á þessum stað við Ermarsundið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flatey Í raun heill heimur út af fyrir sig og sviðsmynd úr veröld sem var. Flatey öðlast frægð Flatey er best í heimi, segir ferðavefur. Sögusvið bók- mennta og kvikmynda. Bali, Ibiza, Korsíka, Caprí og Galapagos eru á sama lista. Mont Saint Michel í Frakklandi kemur einnig við sögu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frakkland Mont Saint Michel heitir þessi mikla virkisborg sem er í strand- héraðinu Normandí. Þekktur viðkomustaður ferðafólks og á lista UNESCO. AFP Bali Sinn er siður í landi hverju. Konur ganga á ströndinni til bænastundar þar sem óhreinindin eru þrifin úr sálinni, að sögn Indónesíufólks. Á leiðinni! Golf GTE 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.hekla.is/volkswagensalur Jafnvígur á rafmagni & bensíni Hinn sívinsæli Golf GTE er loks á leið aftur til landsins eftir nokkra bið. Hann nýtir rafmagn og bensín sem orkugjafa og veitir farþegum sem og ökumanni sportlega upplifun á einstakan hátt. Þessi rafmagnaði gleðigjafi er á tilboði og við eigum nokkra til afhendingar fljótlega. Verð frá 4.390.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.