Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Yfir 50 vörur á frábæru verði ! -skoðaðu úrvalið í netverslun TILBOÐSDAGAR gilda til 11.október FB Selfoss Austurvegur 64a 5709840 FB Hella Suðurlandsvegur 4 5709870 FB Hvolsvöllur Ormsvöllur 2 5709850 Fóðurblandan hf. - www.fodur.is - 5709800 Hestafóður Sag 18 kg og kögglar Staldren og Fóðurlýsi 50 ára Siguroddur er Reykvíkingur en býr í Hrísdal á Snæfellsnesi. Hann er tamninga- maður og rekur hrossabú ásamt konu sinni. Hann er í lands- liðinu í hestaíþróttum og var m.a. Reykjavíkurmeistari í tölti í vor. Maki: Ásdís Ólöf Sigurðardóttir, f. 1967, tamningamaður. Dóttir: Guðný Margrét Siguroddsdóttir, f. 1997, nemi í hestafræðum á Hólum. Foreldrar: Pétur Rúnar Siguroddsson, f. 1947, trésmiður, og Guðný Margrét Magnúsdóttir, f. 1948, fv. skrifstofukona og organisti. Þau eru búsett í Kópavogi. Siguroddur Pétursson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert staðráðinn í því að koma einhverju í framkvæmd sem tengist fjár- málum. Fólk leitar ráða hjá þér, sem þú og veitir, en samt hlustar það ekki á þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Kynntu þér gang mála og þú munt sjá margt sem nýtist þér núna. Þú ert að taka mikið framfaraskref í lífinu þessa dagana. Láttu aðra um sín mál. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú lendir í einhverjum deilum heima fyrir og það er mikilvægt til sátta að þú dragir ekkert undan 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Sumt er þess virði að reyna það, þó að partur af manni sjálfum haldi að það sé ekki hægt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Smámunasemin er alveg að fara með þig þessa dagana. Aðalatriðið er þó að halda sjálfum sér í jafnvægi og til- búnum til að takast á við hlutina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þú eigir erfitt með samskiptin við þína nánustu, skaltu muna að sjaldan veldur einn þá tveir deila. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í heiminum eru tvenns konar vanda- mál, þín og þeirra. Samræður geta orðið áreynslulausar og gefandi og samkenndin mun gleðja þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að sjá það góða í öðru fólki fremur en það slæma. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta; þær eru öfund. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt fjölskyldan eigi hug þinn allan eru erfiðleikar annarra innan hennar að sliga þig. Gerðu eitthvað til að breyta því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugsast getur að einhver láti ummæli falla sem ná alla leið inn í kviku á þér. Það er allt í lagi að leyfa sterkum til- finningum að taka yfir rökhugsunina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það fer afskaplega í taugarnar á þér að horfa upp á vinnufélagana troða skóinn hvern af öðrum. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum er eins og tækifærin bíði fólks, en stundum er eins og fólk þurfi að hafa mikið fyrir hlutunum. siðanefnd BÍ, siðanefnd Alþingis (er þar enn þá), verið formaður ráð- gjafanefndar fjármálanefndar um hæfi stjórnarmanna fjármála- fyrirtækja, setið í fagráði Norfa, set- ið í fagráði Rannís, og setið í stjórn bindindissamtakanna IOGT. Róbert H. hefur birt nokkrar bækur og fjölda greina í tímarit og safnrit og einnig í dagblöð. Eftir hann liggja meðal annars bækurnar Frjálsir andar, Tveggja manna tal og Plotting against a Lie. Helstu áhugamálin sem haldist hafa nokkuð stöðug í áranna rás eru myndlist, ljóðlist, kvikmyndir og úti- vist. „Ég var einn af þeim sem voru þvingaðir til að læra kvæði utan- bókar í barnaskóla og smám saman fór ég að hafa ákaflega gaman af sem í fiskvinnslu á Stokkseyri, í Þor- lákshöfn, á Flateyri og í Sandgerði, við skrifstofustörf hjá Brunabóta- félagi Íslands, við garðyrkju, sorp- hreinsun, hellulagningar og til- raunaboranir á Nesjavöllum hjá Reykjavíkurborg, sem næturvörður hjá Símanum og hjá Reiknistofu bankanna, sem afleysingamaður hjá Póstinum, ritdómari hjá Morgun- blaðinu, gagnfræðaskólakennari í Hveragerði og mörg önnur störf. Samhliða háskólakennslu hefur Róbert sinnt ýmsum aukastörfum. Hann hefur verið ritstjóri Skírnis – Tímarits Hins íslenska bókmennta- félags ásamt Jóni Karli Helgasyni, einn af ritstjórum SATS, formaður Félags háskólakennara, setið í fjöl- miðlanefnd (er þar ennþá), setið í R óbert Hilmar Níels Haraldsson er fæddur 5. október 1959 í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík og á Stokkseyri. Hann var eitt sumar í sveit í Bakkakoti í Stafholtstungum, Borgarfirði hjá Kristjáni bónda Axelssyni og Katrínu Júlíusdóttur. Róbert H. stundaði nám við grunnskóla Stokkseyrar og við Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi. Hann lauk landsprófi frá Vörðuskóla í Reykja- vík, stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, BA-prófi í heimspeki og sálfræði frá Háskóla Íslands, og MA og Ph.D. frá Háskól- anum í Pittsburgh, Pennsylvaníu, BNA. Róbert H. hefur starfað við Há- skóla Íslands frá 1992 sem stunda- kennari, lektor, dósent og síðan pró- fessor, ef frá eru talin árin 2015-2017 þegar Róbert H. var prófessor við Colgate-háskóla í New York-ríki í Bandaríkjunum. Frá árinu 2017 hef- ur Róbert H. starfað sem sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Sviðstjóri kennslusviðs – stund- um líka nefndur kennslustjóri HÍ – hefur yfirumsjón með margvíslegum kennslumálum Háskólans. Þar undir falla m.a. kennslumiðstöð, prófa- skrifstofa, matsskrifstofa, náms og starfsráðgjöf, nemendaskrá, þjón- ustuborð, rafrænir kennsluhættir og kennsluskrá. Sem kennslustjóri hef ég ekki neina kennsluskyldu en ég er oft beðinn um að sinna afmark- aðri kennslu í námskeiðum í ólíkum deildum og á þessu misseri er ég t.d. með innlit í lagadeild, umhverfis- og byggingarverkfræðideild, viðskipta- fræðideild og sagnfræði- og heim- spekideild. Sú kennsla sem ég tek að mér í þessu starfi tengist ekki síst þeim sviðum sem falla að rann- sóknum mínum, t.d. um málfrelsi, siðareglur, viðskiptasiðfræði, sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja og síð- an hef ég líka haldið málstofu um John Stuart Mill sem er sá sögulegi heimspekingur sem ég hef mest rannsakað og skrifað um.“ Áður en Róbert H. sneri sér að háskólakennslu vann hann við ýmis störf í Reykjavík og úti á landi svo ljóðum. Sú ánægja hefur aldrei dofn- að og í þessari afmælisviku las ég t.d. ljóðabókina Skepnur eru vitlaus- ar í þetta eftir Eyþór Árnason sem Eyþór sendi einmitt frá sér árið 2018 þegar hann var kominn yfir sextugt. Afskaplega fjölbreytilegt verk sem ég fann ótal snertifleti við.“ Róbert H. hefur stundað hjólreið- ar um árabil og lagði sig sérstaklega eftir hjólreiðum á hálendi Íslands um nokkurra ára bil. Á síðustu árum hafa bæst við fjölmörg ný áhugamál svo sem sjósund í Nauthólsvík, geimferðir (sérstaklega Apollo- geimferðirnar), krossgátur og bandarísk stjórnmál (ekki síst ferill Lyndons Baines Johnson 36. forseta Bandaríkjanna). Eiginkonan gaf Róberti í 60 ára afmælisgjöf ferð til Texas þar sem bókasafn LBJ í Aust- in var heimsótt og NASA Space Center í Houston skoðuð í krók og kima. „Sjósund er yndislegt sport og sama gildir um krossgátur og ég fer yfirleitt ekki út úr húsi á laug- ardögum fyrr en ég hef leyst kross- gátu Moggans. Ég safna úrum, og leita uppi vönduð en ódýr úr, og dáist mjög að vandaðri hönnun.“ Fjölskylda Eiginkona Róberts H. er Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, f. 22.5. 1971, Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslumála við HÍ – 60 ára Fjölskyldan Kolbrún Brynja, Sóley Auður, Sunna Ösp, Kolbrún Þorbjörg, Róbert H., Páll Kári og Ragnhildur. Kennslustjóri Háskóla Íslands Hjónin Stödd í NASA í Houston í 60 ára afmælisferð Róberts H. Karl Hjartarson og Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir áttu 50 ára brúðkaupsafmæli í gær. Þau gengu í hjónaband 4. október 1969. Árnað heilla Gullbrúðkaup 30 ára María er frá Fellabæ en býr í Vesturbænum í Reykjavík. Hún er með BS-gráðu í rekstrar- verkfræði frá Háskól- anum í Reykjavík og er framkvæmdastjóri Ölmu fasteignafélags. Maki: Ellert Arnarson, f. 1987, stærð- fræðingur og er sérfræðingur í eigna- stýringu hjá Lífeyrissjóði versl- unarmanna. Sonur: Einar Örn Ellertsson, f. 2018. Foreldrar: Einar Ólafsson, f. 1948, fyrr- verandi skólastjóri, og Sólveig Vignis- dóttir, f. 1949, kennari. Þau eru búsett í Kópavogi. María Björk Einarsdóttir Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.